
Þekkir þú heimsfræga leikkonu?
Hugmyndin er að biðja leikkonuna um að koma fram í eitt skipti í íslenskum fjölmiðli. Þar myndi hún hvetja þjóðarleiðtoga, yfirmenn viðeigandi alþjóðastofnana og alþjóðleg líknarfélög til að taka höndum saman og hrinda úr vör átaki til aukins skilnings á því hvernig taugakerfið virkar. Hún myndi hvetja þessa sömu aðila til að hafa forgöngu um að láta greina gagnagrunna á alþjóðlegu taugavísindasviði og samkeyra upplýsingarnar í þeim. Sú stóra rannsóknarmynd sem þá myndi blasa við gæti leitt í ljós vannýtta vísindaþekkingu sem nota mætti til finna árangursríkari meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, Alzheimer, MS, MND, flogaveiki, Parkinson og öðru ólagi í taugakerfinu. Leikkonan myndi hvetja þjóðarleiðtogana á þeim forsendum að þeir hefðu sjálfir yfirlýst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í september síðastliðnum að næstu 15 árin skuli tekið á málefnum taugakerfisins.
Leiðum málið til lykta saman
Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld talað máli taugakerfisins á alþjóðavísu, nú á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og hjá Norðurlandaráði. Síðastliðið sumar sendu um 26 þúsund Íslendingar bænaskjal til aðalritara Sameinuðu þjóðanna og biðluðu um byr fyrir taugakerfið. Þessi vinna Íslands er að bera árangur og er meðal annars ein undirstaða þess að þjóðarleiðtogarnir samþykktu taugakerfið inn í pólitískt lokaskjal Sameinuðu þjóðanna um næstu heimsmarkmið, eins og getið er að ofan. Nú megum við ekki láta deigan síga og verðum að berjast með öllum ráðum svo að þjóðarleiðtogarnir standi við yfirlýsingu sína. Til þess þurfum við mjög sterka rödd. Það væri því afar kærkomið ef heimsfræg og virt leikkona vildi ljá okkur rödd sína til að auðvelda að koma málinu í traustan alþjóðlegan farveg.
Að endingu þakka ég þeim tugum þúsunda Íslendinga sem komið hafa að þessu máli í gegnum árin.
Skoðun

Grafarvogsgremjan
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hugleiðingar á páskum
Ámundi Loftsson skrifar

Gremjan í Grafarvogi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar