Engin ofbeit? Ólafur Arnalds skrifar 24. mars 2016 07:00 Það er verið að gera samninga við bændur um styrk þjóðarinnar við starfsemi þeirra. Það munu að líkindum yfir 50 milljarðar renna frá almenningi til sauðfjárframleiðslunnar á næstu 10 árum. Um það bil þriðjungur framleiðslunnar er fluttur út, við erum að greiða niður kjöt ofan í erlenda neytendur í ríkulegum mæli. Lengi hefur verið barist fyrir því að nýta samninga við bændur til þess að hætta beit á illa grónum afréttum landsins. Nú hefur formaður Landssamtaka sauðfjárbænda stigið fram í útvarpi (Spegillinn 21. mars) og hafnað því að ofbeit eigi sér stað á Íslandi. Það verður að teljast býsna alvarleg yfirlýsing í ljósi baráttunnar fyrir beitarfriðun illa gróins lands. Stórtíðindi. Staðreyndin er sú að Landgræðsla ríkisins, samtök á borð við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, fagfólk og ótal margir aðrir hafa barist fyrir því áratugum saman að beit á verst grónu afrétti landsins verði hætt. Ég fullyrði að beit á illa grónum afréttum getur ekki talist annað en rányrkja og er í raun alltaf ofbeit. Fyrir því hafa verið færð gild fagleg rök svo áratugum skiptir, aftur og aftur. Að tengja slíka nýtingu við „sjálfbæra landnýtingu“ er hlálegt. Kolefnisspor dilkakjötsframleiðslu er meðal þess versta sem þekkist fyrir fæðu í heiminum og vistspor auðnabeitar er „stjarnfræðilegt“. Ísland er eigi að síður aðili að alþjóðasamningum á sviði umhverfismála sem lasta nýtingu af þessu tagi. Góðu starfi í tengslum við „gæðastýringu í sauðfjárrækt“ ber síst að hallmæla, en gæðastýringin nær einfaldlega ekki markmiðum sjálfbærrar nýtingar. Gott starf bænda í verkefninu „Bændur græða landið“ uppfyllir heldur ekki upphafleg markmið verkefnisins. Illa grónir afréttir landsins eru enn þá beittir. Það er afleitt að þessi ágætu verkefni séu notuð til að afneita vanda. Af hverju að grípa til klassískra afneitunarfræða í stað þess að viðurkenna vandann og taka á honum, m.a. í tengslum við yfirstandandi samningsgerð við þjóðina? Og um leið að skapa nauðsynlegan frið um þessa atvinnustarfsemi. Hvers eiga bændur sem nýta vel gróin svæði landsins til beitar að gjalda fyrir afneitunarhneigð hinna? Og af hverju ætti þjóðin að vera að borga með beitarnýtingu á þann hluta afréttarlands sem er illa gróinn? Það er vitaskuld fráleitt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er verið að gera samninga við bændur um styrk þjóðarinnar við starfsemi þeirra. Það munu að líkindum yfir 50 milljarðar renna frá almenningi til sauðfjárframleiðslunnar á næstu 10 árum. Um það bil þriðjungur framleiðslunnar er fluttur út, við erum að greiða niður kjöt ofan í erlenda neytendur í ríkulegum mæli. Lengi hefur verið barist fyrir því að nýta samninga við bændur til þess að hætta beit á illa grónum afréttum landsins. Nú hefur formaður Landssamtaka sauðfjárbænda stigið fram í útvarpi (Spegillinn 21. mars) og hafnað því að ofbeit eigi sér stað á Íslandi. Það verður að teljast býsna alvarleg yfirlýsing í ljósi baráttunnar fyrir beitarfriðun illa gróins lands. Stórtíðindi. Staðreyndin er sú að Landgræðsla ríkisins, samtök á borð við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, fagfólk og ótal margir aðrir hafa barist fyrir því áratugum saman að beit á verst grónu afrétti landsins verði hætt. Ég fullyrði að beit á illa grónum afréttum getur ekki talist annað en rányrkja og er í raun alltaf ofbeit. Fyrir því hafa verið færð gild fagleg rök svo áratugum skiptir, aftur og aftur. Að tengja slíka nýtingu við „sjálfbæra landnýtingu“ er hlálegt. Kolefnisspor dilkakjötsframleiðslu er meðal þess versta sem þekkist fyrir fæðu í heiminum og vistspor auðnabeitar er „stjarnfræðilegt“. Ísland er eigi að síður aðili að alþjóðasamningum á sviði umhverfismála sem lasta nýtingu af þessu tagi. Góðu starfi í tengslum við „gæðastýringu í sauðfjárrækt“ ber síst að hallmæla, en gæðastýringin nær einfaldlega ekki markmiðum sjálfbærrar nýtingar. Gott starf bænda í verkefninu „Bændur græða landið“ uppfyllir heldur ekki upphafleg markmið verkefnisins. Illa grónir afréttir landsins eru enn þá beittir. Það er afleitt að þessi ágætu verkefni séu notuð til að afneita vanda. Af hverju að grípa til klassískra afneitunarfræða í stað þess að viðurkenna vandann og taka á honum, m.a. í tengslum við yfirstandandi samningsgerð við þjóðina? Og um leið að skapa nauðsynlegan frið um þessa atvinnustarfsemi. Hvers eiga bændur sem nýta vel gróin svæði landsins til beitar að gjalda fyrir afneitunarhneigð hinna? Og af hverju ætti þjóðin að vera að borga með beitarnýtingu á þann hluta afréttarlands sem er illa gróinn? Það er vitaskuld fráleitt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun