Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2016 14:42 Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. vísir „Ef þú heldur að mér hafi verið hlíft, að ég komi út úr þessu ómeidd og haldi til móts við sólarlagið núna á meðan þú þjáist sem mest þá skjátlast þér. Enginn vinnur. Við höfum öll verið eyðilögð yfir þessu, við höfum öll verið að reyna að finna einhverja merkingu í allri þessari þjáningu. Þinn skaði var áþreifanlegur; sviptur titlum, gráðum og skólavist. Minn skaði var innra með mér, ósýnilegur, ég tek hann með mér þar sem ég fer. Vegna þín fannst mér ég einskis virði. Þú hafðir af mér einkalíf mitt, tíma minn, öryggi mitt, nándina, sjálfstraust mitt og mína eigin rödd, þangað til í dag.“ Svona hljóðar brot úr bréfi sem 23 ára gömul kona las upp í dómsal í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag en þá ávarpaði hún Brock Turner, 21 árs gamlan mann, sem nauðgaði henni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra.Taldi almenningi ekki stafa hætta af Turner Málið hefur vakið mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur var kveðinn upp í því á fimmtudag. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Dómari taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi og svo þrjú ár á skilorði þar sem hann taldi þyngri dómur myndi hafa alvarlega afleiðingar fyrir Turner. Þá leit dómarinn til að hann hafði hreina sakaskrá og ungs aldurs hans. „Ég held að öðru fólki muni ekki stafa hætta af honum,“ sagði dómarinn þegar hann kvað upp dóminn. Saksóknari í málinu, Jeff Rosen, furðaði sig á dómnum en Turner mun að öllum líkindum ekki sitja lengur í fangelsi en í þrjá mánuði. „Refsingin er ekki í samræmi við alvarleika glæpsins,“ sagði Rosen.One of the most powerful things I've read in a long, long time. Brock Turner should be forced to read it every day. https://t.co/M3yjOloXqE— Joe Brown (@joemfbrown) June 4, 2016 Eltu Turner uppi og héldu honum þar til löggan kom Turner og konan sem hann nauðgaði hittust í partýi þann 17. janúar. Um nóttina komu tveir menn hjólandi að þeim á skólalóð Stanford-háskóla þar sem Turner var nemandi, líkt og mennirnir tveir. Sáu þeir Turner liggja ofan á konunni, sem var meðvitundarlaus, og nauðga henni. Mennirnir tveir fóru til að athuga hvað gengi á og þegar Turner varð var við þá tók hann á rás. Þeir eltu hann hins vegar uppi, náðu til hans og héldu honum þar til lögreglan kom og handtók hann. Þá var konan sem Turner hafði nauðgað meðvitundarlaus á skólalóðinni og hálfklædd þegar lögreglan kom á staðinn. Hún rankaði ekki við sér fyrr en þremur tímum síðar og sagði lögreglunni að hún gæti ekki munað eftir því sem gerðist. Fyrir dómi sagði Turner að hann hafði ekki ætlað að nauðga konunni og að þau hafi verið saman með hennar samþykki. Þá gerðu lögmenn Turner hvað sem þeir gátu til þess að draga úr trúverðugleika hennar meðan á réttarhöldunum stóð með því að benda á að hún myndi ekkert eftir atburðum og spyrja hana út í hluti eins og það hversu alvarlegt samband hennar væri við kærastann hennar og hvort hún væri mikið í því að halda framhjá.Málið endurspegli viðhorf til kynferðisbrota sem framin eru í bandarískum háskólumÍ bréfi konunnar, sem lesa má í heild sinni hér og sjá lesið upp af fréttakonu CNN í spilaranum hér að ofan, lýsir hún því í smáatriðum hvaða áhrif nauðgunin hefur haft á hennar líf; hvernig henni leið þegar hún vaknaði upp á spítalanum og var sagt að henni hefði verið nauðgað, hvernig henni leið þegar hún las í smáatriðum um glæpinn í blöðunum og hvernig henni leið þegar hún sagt í vitnastúkunni og var spurð spjörunum úr af lögmönnum nauðgarans. Það er ekki bara saksóknaranum sem blöskrar hversu vægan dóm Turner fékk en málið hefur vakið eins og áður segir mikla athygli í Bandaríkjunum. Mörgum þykir það endurspegla viðhorf samfélagsins til kynferðisglæpa sem framdir eru í háskólum landsins en gerendurnir, sem í langflestum tilfellum eru ungir karlmenn, eru gjarnan afburðanemendur og afreksíþróttamenn. Það var til að mynda tilfellið með Turner sem var ein af stjörnum sundliðs Stanford-háskóla þar til hann var rekinn úr skólanum vegna nauðgunarinnar. Þessir nemendur eiga því framtíðina fyrir sér allt þar til þeir nauðga stúlku eða konu og málið fer alla leið fyrir dómstóla, þó að reyndar sé talið að minnihuti þeirra kynferðisbrota sem framin eru í bandarískum háskólum komi til kasta dómara. En fari nauðgunarmál fyrir dóm þykir mörgum sem refsingar séu ekki í samræmi við glæpinn, líkt og í tilfelli Turner.if someone's a rapist and an athlete, they're not an athlete who made a mistake, they're a criminal who can also swim.— Lauren DeStefano (@LaurenDeStefano) June 5, 2016 Þá hefur það einnig verið gagnrýnt að lögreglan hafi ekki birt myndina sem tekin var af Turner þegar hann var handtekinn á sínum, svokallað „mugshot,“ en mjög algengt er að slíkar myndir séu birtar af yfirvöldum í Bandaríkjunum og í kjölfarið svo birtar í fjölmiðlum í umfjöllun um sakamál. Myndin sem birtist hins vegar Turner var úr árbókinni hans í grunnskóla þar sem hann var brosandi í jakkafötum. Myndin sem tekin var þegar hann var handtekinn hefur hins vegar verið birt eftir að kallað var eftir henni á samfélagsmiðlum.And FINALLY, after back and forth all afternoon -- #BrockTurner #Mugshot pic.twitter.com/aF198TUA1f— Diana Prichard (@diana_prichard) June 7, 2016 Ekki viðeigandi refsing að fara í fangelsi fyrir eitthvað sem tók 20 mínútur En það er ekki aðeins dómurinn sem vakið hefur athygli heldur einnig viðbrögð aðstandenda Turner. Þannig sendi pabbi Turner bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son hans í fangelsi fyrir eitthvað sem aðeins tók 20 mínútur. Þá skrifaði æskuvinur Turner einnig bréf til dómarans: „Hvar drögum við línuna og hættum að hafa áhyggjur af pólitískri rétthugsun á hverri einustu sekúndu á hverjum einasta degi og sjáum að nauðgun á skólalóð er ekki alltaf út af því að fólk er nauðgarar,“ sagði í bréfinu. Líkt og dómurinn sjálfur hafa þessi viðbrögð aðstandenda Turner vakið reiði og furðu á samfélagsmiðlum, en hvort að málið verði til þess að breyta einhverju varðandi það hvernig tekið er á kynferðisbrotum í bandarískum háskólum mun tíminn leiða í ljós.#brockturner court probation report is fetid pond of victim-blaming rapeyness @thehuntinground @hodgman @brielarson pic.twitter.com/hygboyoV9q— Michele Dauber (@mldauber) June 6, 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
„Ef þú heldur að mér hafi verið hlíft, að ég komi út úr þessu ómeidd og haldi til móts við sólarlagið núna á meðan þú þjáist sem mest þá skjátlast þér. Enginn vinnur. Við höfum öll verið eyðilögð yfir þessu, við höfum öll verið að reyna að finna einhverja merkingu í allri þessari þjáningu. Þinn skaði var áþreifanlegur; sviptur titlum, gráðum og skólavist. Minn skaði var innra með mér, ósýnilegur, ég tek hann með mér þar sem ég fer. Vegna þín fannst mér ég einskis virði. Þú hafðir af mér einkalíf mitt, tíma minn, öryggi mitt, nándina, sjálfstraust mitt og mína eigin rödd, þangað til í dag.“ Svona hljóðar brot úr bréfi sem 23 ára gömul kona las upp í dómsal í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag en þá ávarpaði hún Brock Turner, 21 árs gamlan mann, sem nauðgaði henni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra.Taldi almenningi ekki stafa hætta af Turner Málið hefur vakið mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur var kveðinn upp í því á fimmtudag. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Dómari taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi og svo þrjú ár á skilorði þar sem hann taldi þyngri dómur myndi hafa alvarlega afleiðingar fyrir Turner. Þá leit dómarinn til að hann hafði hreina sakaskrá og ungs aldurs hans. „Ég held að öðru fólki muni ekki stafa hætta af honum,“ sagði dómarinn þegar hann kvað upp dóminn. Saksóknari í málinu, Jeff Rosen, furðaði sig á dómnum en Turner mun að öllum líkindum ekki sitja lengur í fangelsi en í þrjá mánuði. „Refsingin er ekki í samræmi við alvarleika glæpsins,“ sagði Rosen.One of the most powerful things I've read in a long, long time. Brock Turner should be forced to read it every day. https://t.co/M3yjOloXqE— Joe Brown (@joemfbrown) June 4, 2016 Eltu Turner uppi og héldu honum þar til löggan kom Turner og konan sem hann nauðgaði hittust í partýi þann 17. janúar. Um nóttina komu tveir menn hjólandi að þeim á skólalóð Stanford-háskóla þar sem Turner var nemandi, líkt og mennirnir tveir. Sáu þeir Turner liggja ofan á konunni, sem var meðvitundarlaus, og nauðga henni. Mennirnir tveir fóru til að athuga hvað gengi á og þegar Turner varð var við þá tók hann á rás. Þeir eltu hann hins vegar uppi, náðu til hans og héldu honum þar til lögreglan kom og handtók hann. Þá var konan sem Turner hafði nauðgað meðvitundarlaus á skólalóðinni og hálfklædd þegar lögreglan kom á staðinn. Hún rankaði ekki við sér fyrr en þremur tímum síðar og sagði lögreglunni að hún gæti ekki munað eftir því sem gerðist. Fyrir dómi sagði Turner að hann hafði ekki ætlað að nauðga konunni og að þau hafi verið saman með hennar samþykki. Þá gerðu lögmenn Turner hvað sem þeir gátu til þess að draga úr trúverðugleika hennar meðan á réttarhöldunum stóð með því að benda á að hún myndi ekkert eftir atburðum og spyrja hana út í hluti eins og það hversu alvarlegt samband hennar væri við kærastann hennar og hvort hún væri mikið í því að halda framhjá.Málið endurspegli viðhorf til kynferðisbrota sem framin eru í bandarískum háskólumÍ bréfi konunnar, sem lesa má í heild sinni hér og sjá lesið upp af fréttakonu CNN í spilaranum hér að ofan, lýsir hún því í smáatriðum hvaða áhrif nauðgunin hefur haft á hennar líf; hvernig henni leið þegar hún vaknaði upp á spítalanum og var sagt að henni hefði verið nauðgað, hvernig henni leið þegar hún las í smáatriðum um glæpinn í blöðunum og hvernig henni leið þegar hún sagt í vitnastúkunni og var spurð spjörunum úr af lögmönnum nauðgarans. Það er ekki bara saksóknaranum sem blöskrar hversu vægan dóm Turner fékk en málið hefur vakið eins og áður segir mikla athygli í Bandaríkjunum. Mörgum þykir það endurspegla viðhorf samfélagsins til kynferðisglæpa sem framdir eru í háskólum landsins en gerendurnir, sem í langflestum tilfellum eru ungir karlmenn, eru gjarnan afburðanemendur og afreksíþróttamenn. Það var til að mynda tilfellið með Turner sem var ein af stjörnum sundliðs Stanford-háskóla þar til hann var rekinn úr skólanum vegna nauðgunarinnar. Þessir nemendur eiga því framtíðina fyrir sér allt þar til þeir nauðga stúlku eða konu og málið fer alla leið fyrir dómstóla, þó að reyndar sé talið að minnihuti þeirra kynferðisbrota sem framin eru í bandarískum háskólum komi til kasta dómara. En fari nauðgunarmál fyrir dóm þykir mörgum sem refsingar séu ekki í samræmi við glæpinn, líkt og í tilfelli Turner.if someone's a rapist and an athlete, they're not an athlete who made a mistake, they're a criminal who can also swim.— Lauren DeStefano (@LaurenDeStefano) June 5, 2016 Þá hefur það einnig verið gagnrýnt að lögreglan hafi ekki birt myndina sem tekin var af Turner þegar hann var handtekinn á sínum, svokallað „mugshot,“ en mjög algengt er að slíkar myndir séu birtar af yfirvöldum í Bandaríkjunum og í kjölfarið svo birtar í fjölmiðlum í umfjöllun um sakamál. Myndin sem birtist hins vegar Turner var úr árbókinni hans í grunnskóla þar sem hann var brosandi í jakkafötum. Myndin sem tekin var þegar hann var handtekinn hefur hins vegar verið birt eftir að kallað var eftir henni á samfélagsmiðlum.And FINALLY, after back and forth all afternoon -- #BrockTurner #Mugshot pic.twitter.com/aF198TUA1f— Diana Prichard (@diana_prichard) June 7, 2016 Ekki viðeigandi refsing að fara í fangelsi fyrir eitthvað sem tók 20 mínútur En það er ekki aðeins dómurinn sem vakið hefur athygli heldur einnig viðbrögð aðstandenda Turner. Þannig sendi pabbi Turner bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son hans í fangelsi fyrir eitthvað sem aðeins tók 20 mínútur. Þá skrifaði æskuvinur Turner einnig bréf til dómarans: „Hvar drögum við línuna og hættum að hafa áhyggjur af pólitískri rétthugsun á hverri einustu sekúndu á hverjum einasta degi og sjáum að nauðgun á skólalóð er ekki alltaf út af því að fólk er nauðgarar,“ sagði í bréfinu. Líkt og dómurinn sjálfur hafa þessi viðbrögð aðstandenda Turner vakið reiði og furðu á samfélagsmiðlum, en hvort að málið verði til þess að breyta einhverju varðandi það hvernig tekið er á kynferðisbrotum í bandarískum háskólum mun tíminn leiða í ljós.#brockturner court probation report is fetid pond of victim-blaming rapeyness @thehuntinground @hodgman @brielarson pic.twitter.com/hygboyoV9q— Michele Dauber (@mldauber) June 6, 2016
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira