Sigga Hlö ofboðið og baulaði á Bubba í Hörpu Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júní 2016 14:45 Siggi var annars ánægður með tónleikana. vísir/eyþór/vilhelm „Ég var staddur þarna í yndislegu afmæli þegar hann hélt bara framboðsræðu,“ segir útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, sem var á afmælistónleikum Bubba Morthens í gær. Bubbi varð 60 ára í gær og hélt af því tilefni afmælistónleika í Hörpunni. Bubbi er greinilega mikill aðdáandi Andra Snæs Magnasonar, forsetaframbjóðanda, og fór fögrum orðum um hann á tónleikunum. Siggi Hlö var ekki paránægður með áróðurinn og stóð upp og púaði. „Ég kunni bara illa við þetta og fannst þetta algjörlega óviðeigandi og taktlaust. Þetta átti bara ekkert við í sextugs afmæli, að vera með framboðsfund. Ég púaði því nokkuð hressilega á hann og það voru nokkrir þarna í kringum mig sem störðu hreinlega á mig,“ segir Siggi sem fékk enginn viðbrögð frá Bubba í kjölfarið. „Hann er náttúrulega orðinn heyrnalaus elsku kallinn og kominn með heyrnatæki. Ég ætlaði svo sem ekkert að fara slást eitthvað við hann þarna, en mig langaði bara að lýsa yfir óánægju minni með þetta. Að öðru leyti var þetta alveg frábært kvöld og æðislegir tónleikar.“ Siggi segir að það þori aldrei neinn að mótmæli Bubba. „Hann er bara kóngurinn en ég lét vaða. Það skipti mig engu máli hvaða frambjóðanda hann var að mæla með, þetta snérist ekkert um það. Þarna voru 1500 manns saman komin í Hörpunni, allir búnir að kaupa sig rándýrt inn og mér fannst þetta ekki viðeigandi. Hvort var ég í afmæli eða á framboðsfundi?“ Þess má geta að Siggi Hlö hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Höllu Tómasdóttur en auglýsingastofan Pipar/TBWA, sem Siggi á hlut í, starfar við framboð Höllu. Uppfært klukkan 16:00Bubbi Morthens hefur svarað Sigga Hlö og vonar að boð á tónleika, í mat og afmælisgjöf hafi ekki sett líf hans á hliðina. Þetta hafi verið skoðun Bubba og hann hafi tekið það skýrt fram. Svarið má sjá hér að neðan. Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira
„Ég var staddur þarna í yndislegu afmæli þegar hann hélt bara framboðsræðu,“ segir útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, sem var á afmælistónleikum Bubba Morthens í gær. Bubbi varð 60 ára í gær og hélt af því tilefni afmælistónleika í Hörpunni. Bubbi er greinilega mikill aðdáandi Andra Snæs Magnasonar, forsetaframbjóðanda, og fór fögrum orðum um hann á tónleikunum. Siggi Hlö var ekki paránægður með áróðurinn og stóð upp og púaði. „Ég kunni bara illa við þetta og fannst þetta algjörlega óviðeigandi og taktlaust. Þetta átti bara ekkert við í sextugs afmæli, að vera með framboðsfund. Ég púaði því nokkuð hressilega á hann og það voru nokkrir þarna í kringum mig sem störðu hreinlega á mig,“ segir Siggi sem fékk enginn viðbrögð frá Bubba í kjölfarið. „Hann er náttúrulega orðinn heyrnalaus elsku kallinn og kominn með heyrnatæki. Ég ætlaði svo sem ekkert að fara slást eitthvað við hann þarna, en mig langaði bara að lýsa yfir óánægju minni með þetta. Að öðru leyti var þetta alveg frábært kvöld og æðislegir tónleikar.“ Siggi segir að það þori aldrei neinn að mótmæli Bubba. „Hann er bara kóngurinn en ég lét vaða. Það skipti mig engu máli hvaða frambjóðanda hann var að mæla með, þetta snérist ekkert um það. Þarna voru 1500 manns saman komin í Hörpunni, allir búnir að kaupa sig rándýrt inn og mér fannst þetta ekki viðeigandi. Hvort var ég í afmæli eða á framboðsfundi?“ Þess má geta að Siggi Hlö hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Höllu Tómasdóttur en auglýsingastofan Pipar/TBWA, sem Siggi á hlut í, starfar við framboð Höllu. Uppfært klukkan 16:00Bubbi Morthens hefur svarað Sigga Hlö og vonar að boð á tónleika, í mat og afmælisgjöf hafi ekki sett líf hans á hliðina. Þetta hafi verið skoðun Bubba og hann hafi tekið það skýrt fram. Svarið má sjá hér að neðan.
Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira