Vignir: Við erum í tómu rugli í vörninni

„Ég skil þetta ekki alveg. Mér fannst vera fín stemning fyrir leikinn og það sem gerðist er nákvæmlega það sem átti ekki að gerast. Sóknarleikurinn var flottur allan leikinn.“
Það var svo sannarlega ekki hægt að kvarta neitt yfir sóknarleiknum en vörnin náði sér aldrei á strik.
„Við erum í tómu rugli í vörninni. Við erum að lenda á eftir þeim og ekki að gera það sem við ætluðum að gera. Hjálparvörnin er ekki að koma og markvarslan ekki heldur. Við erum að tapa mönnum út um allt. Við erum slakir yfir alla línuna. Við leysum ekki þær stöður sem koma upp,“ segir Vignir en er þetta lélegasta varnarframmistaða sem hann hefur tekið þátt í með landsliðinu?
„Ég man í það minnsta ekki eftir því núna. Það gekk ekkert upp hjá okkur á meðan það gekk allt upp hjá þeim.“
Línumaðurinn virtist hreinlega ekki trúa því eftir leikinn að þeir hefðu tapað.
„Þegar leið á leikinn þá varð maður meira og meira pirraður á því að þetta væri ekki að ganga. Þá missum við einbeitinguna eða eitthvað. Ef við ætlum að bjóða upp á svona aftur þá getum við alveg eins verið heima.“
Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Tengdar fréttir

Arnór Þór: "Yfirspiluðu okkur“
"Mér líður ömurlega og það var leiðinlegt að klúðra síðasta skotinu hjá mér,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38.

Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum
"Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni.

Aron: Ömurlegt að fá á okkur næstum því 40 mörk á móti þessu liði
Aron Pálmarsson var tekin úr umferð stærsta hluta leiksins á móti Hvíta-Rússlandi í dag en sýndi styrk sinn þegar hann slapp úr gæslunni og endaði með 4 mörk og 6 stoðsendingar. Það dugði hinsvegar ekki til að íslenska liðið varð að sætta sig við svekkjandi tap.

Umfjöllun og myndir: Ísland - Hvíta Rússland 38-39 | Varnarleysi í Katowice
Ísland tapaði fyrir Hvít-Rússum, 38-39, í öðrum leik sínum í B-riðli á Evrópumótinu í Póllandi í dag.

Björgvin: „Ég mun ekki eiga annan svona slæman leik“
„Mér líður bara skelfilega,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38. Björgvin varði 11 skot í leiknum.