Hundruð ferðaþjónustuaðila á risakaupstefnu í Laugardalshöll Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2016 19:45 Reiknað er með að rúmlega sex milljónir manna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári og ferðamenn til landsins verði hátt á aðra milljón. Rúmlega fimm hundruð ferðaþjónustuaðilar frá tuttugu og einu landi ásamt um tvö hundruð íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum kynna starfsemi sína á Mid-Atlantic kaupstefnu Icelandair yfir helgina. Tugprósenta árleg fjölgun ferðamanna til Íslands gerist ekki að sjálfu sér. Hún gerist vegna þrotlauss markaðsstarfs þúsunda ferðaþjónustuaðila bæði innanlands og utan. Ekki hvað síst vegna markaðsstarfs flugfélaganna eins og árleg Mid Atlantic ferðakaupstefna Icelandair sýnir. Þetta er tuttugasta og fjórða Mid Atlantic kaupstefna Icelandair með 255 sýningarbásum og vel á sjöunda þúsund bókaðra funda þeirra sem ýmist eru að selja að kaupa ferðaþjónustu. Þetta eru fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela, bílaleiga og fjölmargra annarra aðila sem þjóna ferðmenn beggja vegna Atlantshafsins og er stórviðburður ár hvert hjá Icelandair að sögn Helga Más Björgvinssonar, framkvæmdastjóra sölu og markaðssviðs Icelandair. „Þetta er sá stærsti sem við höfum nokkurn tíma haft. Þetta hefur verið að stækka í takti við okkar framboðsaukningu. Það er mikill áhugi. Þetta er stór dagur fyrir okkur þegar við fáum alla þessa aðila til Íslands og íslensku aðilana líka til að kynna sína vörur og þjónustu,“ segir Helgi. Mikil vinna fari í að kynna Ísland í samkeppni við önnur lönd. Þegar litið sé yfir langt tímabil, t.d. tíu ára, sé heilbrigt að búast við 8 til 10 prósenta vexti á milli ára, en undanfarin nokkur ár hefur vöxturinn verið allt að 30 prósent. „En þetta hefur vaxið mjög hratt á síðustu árum og við munum ekki sjá það endalaust. En við sjáum enn þá mikil tækifæri í að selja og markaðssetja landið,“ segir HelgiAllt frá ABBA til Aberdeen Það er mjög fjölbreytt flóra ferðaþjónustu kynnt á kaupstenfunni eins og Abbasafnið í Stokkhólmi sem Stina Hammervik frá Stokkhólmi sá um að kynna. „Við höfum fengið yfir átta hundruð þúsund gesti í safnið frá því það var opnað í maí árið 2013,“ segir Stina. Í safninu geti fólk kynnt sér feril Abba, tónlist hljómsveitarinnar og jafnvel sungið lögnin við undirspil hljómsveitarinnar. Þá má ekki gleyma mörgum mjög skrautlegum búningum fjórmenninganna sem skipuðu hljómsveitina. „Já það má svo sannarlega skoða búninga hljómsveitarinnar,“ segir Stina. Þá bætast við nokkrir nýir áfangastaðir hjá Icelandair eins og Aberdeen í Skotlandi. Peter Medley fulltrúi Skoska ferðamálaráðsins segir Skota gestrisna heim að sækja. „Aberdeen er frábær borg út af fyrir sig en í næsta nágrenni eru til að mynda margir frægir kastalar. Það er hægt að heimsækja yfir þrjúhundruð kastala og það sem stendur kannski hjarta mínu nær eru fjölmargar viský verksmiðjur sem bjóða upp á heimsóknir,“ segir Peter. Í næsta bás voru föngulegar ungar konur frá Skotlandi að kynna Glengoyne, eina af fjölmörgum tegundum af skosku viskíi sem framleitt er rétt fyrir utan Glasgow. Fréttamaður fékk að smakka sérstaka útgáfu þessa göfuga drykkjar sem eingöngu er seld í verksmiðjunni sjálfri og á netinu og getur staðfest að hugmyndin um Skotlandsferð varð enn meira freistandi eftir þann drykk. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Reiknað er með að rúmlega sex milljónir manna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári og ferðamenn til landsins verði hátt á aðra milljón. Rúmlega fimm hundruð ferðaþjónustuaðilar frá tuttugu og einu landi ásamt um tvö hundruð íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum kynna starfsemi sína á Mid-Atlantic kaupstefnu Icelandair yfir helgina. Tugprósenta árleg fjölgun ferðamanna til Íslands gerist ekki að sjálfu sér. Hún gerist vegna þrotlauss markaðsstarfs þúsunda ferðaþjónustuaðila bæði innanlands og utan. Ekki hvað síst vegna markaðsstarfs flugfélaganna eins og árleg Mid Atlantic ferðakaupstefna Icelandair sýnir. Þetta er tuttugasta og fjórða Mid Atlantic kaupstefna Icelandair með 255 sýningarbásum og vel á sjöunda þúsund bókaðra funda þeirra sem ýmist eru að selja að kaupa ferðaþjónustu. Þetta eru fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela, bílaleiga og fjölmargra annarra aðila sem þjóna ferðmenn beggja vegna Atlantshafsins og er stórviðburður ár hvert hjá Icelandair að sögn Helga Más Björgvinssonar, framkvæmdastjóra sölu og markaðssviðs Icelandair. „Þetta er sá stærsti sem við höfum nokkurn tíma haft. Þetta hefur verið að stækka í takti við okkar framboðsaukningu. Það er mikill áhugi. Þetta er stór dagur fyrir okkur þegar við fáum alla þessa aðila til Íslands og íslensku aðilana líka til að kynna sína vörur og þjónustu,“ segir Helgi. Mikil vinna fari í að kynna Ísland í samkeppni við önnur lönd. Þegar litið sé yfir langt tímabil, t.d. tíu ára, sé heilbrigt að búast við 8 til 10 prósenta vexti á milli ára, en undanfarin nokkur ár hefur vöxturinn verið allt að 30 prósent. „En þetta hefur vaxið mjög hratt á síðustu árum og við munum ekki sjá það endalaust. En við sjáum enn þá mikil tækifæri í að selja og markaðssetja landið,“ segir HelgiAllt frá ABBA til Aberdeen Það er mjög fjölbreytt flóra ferðaþjónustu kynnt á kaupstenfunni eins og Abbasafnið í Stokkhólmi sem Stina Hammervik frá Stokkhólmi sá um að kynna. „Við höfum fengið yfir átta hundruð þúsund gesti í safnið frá því það var opnað í maí árið 2013,“ segir Stina. Í safninu geti fólk kynnt sér feril Abba, tónlist hljómsveitarinnar og jafnvel sungið lögnin við undirspil hljómsveitarinnar. Þá má ekki gleyma mörgum mjög skrautlegum búningum fjórmenninganna sem skipuðu hljómsveitina. „Já það má svo sannarlega skoða búninga hljómsveitarinnar,“ segir Stina. Þá bætast við nokkrir nýir áfangastaðir hjá Icelandair eins og Aberdeen í Skotlandi. Peter Medley fulltrúi Skoska ferðamálaráðsins segir Skota gestrisna heim að sækja. „Aberdeen er frábær borg út af fyrir sig en í næsta nágrenni eru til að mynda margir frægir kastalar. Það er hægt að heimsækja yfir þrjúhundruð kastala og það sem stendur kannski hjarta mínu nær eru fjölmargar viský verksmiðjur sem bjóða upp á heimsóknir,“ segir Peter. Í næsta bás voru föngulegar ungar konur frá Skotlandi að kynna Glengoyne, eina af fjölmörgum tegundum af skosku viskíi sem framleitt er rétt fyrir utan Glasgow. Fréttamaður fékk að smakka sérstaka útgáfu þessa göfuga drykkjar sem eingöngu er seld í verksmiðjunni sjálfri og á netinu og getur staðfest að hugmyndin um Skotlandsferð varð enn meira freistandi eftir þann drykk.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira