Þetta kemur fram í Grapevine, en þar er Kári í viðtali. Hann er spurður út í deilur við forsætisráðherra en gefur lítið fyrir það. Eins og áður sagði en á ensku útleggst þetta svona:

Landsmenn hafa fylgst með skeytasendingum milli þessara tveggja nú um hríð en þær hafa tengst undirskriftasöfnun Kára sem vill að stjórnvöld setji miklu meira fé í heilbrigðiskerfið.
Hvort sem Kári er að spauga eða ekki, verða þessi svör að heita skelmisleg og má þá segja að deilurnar harðni frekar en hitt. Í viðtalinu við Grapevine segir Kári svör forsætisráðherra hafa falist í barnalegum móðgunum. Og því sé ekki hægt að kalla þetta deilur.
„Sigmundur Davíð virðist hafa raðað í kringum sig herfilega vondum ráðgjöfum. Það getur einfaldlega ekki reiknast honum til tekna hvernig hann hefur látið í skrifum sínum,“ segir Kári í viðtalinu.