Veðrinu slotar ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 07:38 Áframhaldandi ofankomu er spáð fyrir vestan í dag. Vísir/Vilhelm Enn er hvassviðrði og stormur á Norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. Vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að fyrir norðan og austan taki brátt að lægja en ekki er búist við að veðrinu sloti á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld. Sex hús voru rýmd á Patreksfirði í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og óvissustig er á öllum Vestfjörðunum. Þá fellur skólahald niður í Vesturbyggð í dag. Var rýmingarreitur 4 á Patreksfirði rýmdur en um er að ræða sex hús sem standa við Urðargötu. Átján manns búa í þessum sex húsum og fóru fimm þeirra í fjöldahjálparstöð Rauðakrossdeildarinnar á Patreksfirði sem hefur verið komið upp á Fosshótelinu í byggðarlaginu. Veðurfræðingur segir að töluvert hafi bætt í snjóinn í nótt fyrir vestan og í ljósi þess að það spáir áframhaldandi ofankomu í allan dag verður fylgst náið með ástandinu á svæðinu. Á Patreksfirði er hættustig í gildi en óvissustig annars staðar á Vestfjörðum og verður ástandið metið í birtingu. Þá eru flestir vegir á Vestfjörðum lokaðir vegna ófærðar og er beðið með mokstur vegna veðurs, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Flestar leiðir á Norður- og Austurlandi eru einnig ófærar, þar á meðal Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Fagridalur og Fjarðarheiði. Þá er Þjóðvegur 1 lokaður frá Kirkjubæjarklaustri að Hvalsnesi.Færð og aðstæður:Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Hálka er á Sandskeiði, á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi. Þæfingsfærð er undir Eyjafjöllum, á Reynisfjalli og Mýrdalssandi. Á Vesturlandi er snjóþekja á flestum leiðum en þó er þungfært á Vatnaleið og lokað á Fróðárheiði. Ófært er á norðanverðu Snæfellsnesi og þæfingsfærð á sunnanverðu nesinu. Verið er að hreinsa. Ófært er í Svínadal en snjóþekja á Bröttubrekku og þæfingsfærð á Holtavörðuheiði. Flestar leiði á Vestfjörðum eru ófærar og beðið með mokstur vegna veðurs. Snjóþekja og snjókoma er í Húnavatnssýslum en annars eru flestar leiðir á Norður- og Austurlandi ófærar. Veðurhorfur á landinu:Austan 20-28 metrar á sekúndu norðan og austan til, hvassast á annesjum og snjókoma, en sunnan og suðaustan 8-13 og él sunnan til. Sunnan og suðustan 8-15 og víða él í dag, en norðaustan 20-28 og snjókoma á Vestfjörðum til kvölds. Bætir heldur í vind og úrkomu sunnan og austan til með kvöldinu. Austan og norðaustan 8-13 og dálítil él á morgun, en 13-18 á Vestfjörðum. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, en frost annars 0 til 5 stig. Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Enn er hvassviðrði og stormur á Norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. Vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að fyrir norðan og austan taki brátt að lægja en ekki er búist við að veðrinu sloti á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld. Sex hús voru rýmd á Patreksfirði í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og óvissustig er á öllum Vestfjörðunum. Þá fellur skólahald niður í Vesturbyggð í dag. Var rýmingarreitur 4 á Patreksfirði rýmdur en um er að ræða sex hús sem standa við Urðargötu. Átján manns búa í þessum sex húsum og fóru fimm þeirra í fjöldahjálparstöð Rauðakrossdeildarinnar á Patreksfirði sem hefur verið komið upp á Fosshótelinu í byggðarlaginu. Veðurfræðingur segir að töluvert hafi bætt í snjóinn í nótt fyrir vestan og í ljósi þess að það spáir áframhaldandi ofankomu í allan dag verður fylgst náið með ástandinu á svæðinu. Á Patreksfirði er hættustig í gildi en óvissustig annars staðar á Vestfjörðum og verður ástandið metið í birtingu. Þá eru flestir vegir á Vestfjörðum lokaðir vegna ófærðar og er beðið með mokstur vegna veðurs, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Flestar leiðir á Norður- og Austurlandi eru einnig ófærar, þar á meðal Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Fagridalur og Fjarðarheiði. Þá er Þjóðvegur 1 lokaður frá Kirkjubæjarklaustri að Hvalsnesi.Færð og aðstæður:Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Hálka er á Sandskeiði, á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi. Þæfingsfærð er undir Eyjafjöllum, á Reynisfjalli og Mýrdalssandi. Á Vesturlandi er snjóþekja á flestum leiðum en þó er þungfært á Vatnaleið og lokað á Fróðárheiði. Ófært er á norðanverðu Snæfellsnesi og þæfingsfærð á sunnanverðu nesinu. Verið er að hreinsa. Ófært er í Svínadal en snjóþekja á Bröttubrekku og þæfingsfærð á Holtavörðuheiði. Flestar leiði á Vestfjörðum eru ófærar og beðið með mokstur vegna veðurs. Snjóþekja og snjókoma er í Húnavatnssýslum en annars eru flestar leiðir á Norður- og Austurlandi ófærar. Veðurhorfur á landinu:Austan 20-28 metrar á sekúndu norðan og austan til, hvassast á annesjum og snjókoma, en sunnan og suðaustan 8-13 og él sunnan til. Sunnan og suðustan 8-15 og víða él í dag, en norðaustan 20-28 og snjókoma á Vestfjörðum til kvölds. Bætir heldur í vind og úrkomu sunnan og austan til með kvöldinu. Austan og norðaustan 8-13 og dálítil él á morgun, en 13-18 á Vestfjörðum. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, en frost annars 0 til 5 stig.
Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira