Aðför að opinberum starfsmönnum Guðríður Arnardóttir skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Formaður fjárlaganefndar hefur ítrekað gagnrýnt réttarstöðu opinberra starfsmanna eins og þar sé um verulegt vandamál að ræða. Ekki er annað að heyra en formaðurinn vilji heimildir til þess að reka opinbera starfsmenn án ástæðu og að geðþóttaákvarðanir geti ráðið för. Um opinbera starfsmenn gilda lög nr. 70/1996 og stjórnsýslulög nr. 37/1993. Stjórnsýslulög eru reyndar almenn löggjöf um stjórnsýslu og vinnureglur stjórnvalda og falla allir borgarar undir þau lög í samskiptum sínum við hið opinbera, sama hver þau samskipti eru. Það má til gamans geta þess að flokksbróðir formanns fjárlaganefndar, forsætisráðherra á þeim tíma, Steingrímur Hermannsson, lagði frumvarpið fram. Setning stjórnsýslulaga var gífurleg réttarbót fyrir almenning og felst í lögunum öryggi fyrir því að stjórnsýslan starfi í anda jafnræðis og að hlutlæg sjónarmið ráði afgreiðslu mála. Formaðurinn telur helsta galla laganna vera að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn án ástæðu. Þannig virðist formaðurinn vilja haga því þannig að geðþóttaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera geti ráðið för við ákvarðanir um brottrekstur.Meðalhófs sé gætt Í rauninni byggja starfsmannalögin á stjórnsýslulögunum, þar sem rauði þráðurinn er meðalhóf. Þannig ber stjórnvaldi að leita allra leiða til þess að milda íþyngjandi ákvarðanir, hvort sem um er að ræða í starfsmannahaldi eða öðrum samskiptum við almenna borgara. Ég bendi á að ekkert er því til fyrirstöðu að segja upp lélegum starfsmönnum hjá hinu opinbera, við uppsögn þarf bara að fylgja settum leikreglum þar sem meðalhófs er gætt eins og ávallt í samskiptum hins opinbera við almenning. Eða er ekki eðlilegt að starfsmaður sem brýtur af sér í starfi fái eitt tækifæri til að bæta ráð sitt áður en til brottvikningar kemur? Starfsmaður sem til dæmis er ítrekað staðinn að óstundvísi getur þannig fengið áminningu og hefur þá eitt tækifæri til þess að bæta ráð sitt áður en til brottrekstrar kemur. Dómar og úrskurðir Umboðsmanns Alþingis er varða áminningar og brottrekstur opinberra starfsmanna hafa langflestir snúist um tæknilega framkvæmd og verklag þar sem settar leikreglur hafa verið brotnar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fækkað sé í starfsliðinu vegna til dæmis samdráttar í verkefnum eða fjárveitingum opinberrar stofnunar. Þá verður val þeirra sem er sagt upp störfum að byggja á málefnalegum sjónarmiðum og sem betur fer eiga stjórnsýslulög að koma í veg fyrir að geðþóttaákvarðanir ráði för. Við viljum að hið opinbera gæti meðalhófs í hvívetna gagnvart almennum borgurum og það á við alla þar með talið opinbera starfsmenn. Það væri verulegt afturhvarf til fortíðar að breyta þeim lögum í grundvallaratriðum enda eru fáar raddir sem heyrast úr þingsölum þess efnis, sem betur fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar hefur ítrekað gagnrýnt réttarstöðu opinberra starfsmanna eins og þar sé um verulegt vandamál að ræða. Ekki er annað að heyra en formaðurinn vilji heimildir til þess að reka opinbera starfsmenn án ástæðu og að geðþóttaákvarðanir geti ráðið för. Um opinbera starfsmenn gilda lög nr. 70/1996 og stjórnsýslulög nr. 37/1993. Stjórnsýslulög eru reyndar almenn löggjöf um stjórnsýslu og vinnureglur stjórnvalda og falla allir borgarar undir þau lög í samskiptum sínum við hið opinbera, sama hver þau samskipti eru. Það má til gamans geta þess að flokksbróðir formanns fjárlaganefndar, forsætisráðherra á þeim tíma, Steingrímur Hermannsson, lagði frumvarpið fram. Setning stjórnsýslulaga var gífurleg réttarbót fyrir almenning og felst í lögunum öryggi fyrir því að stjórnsýslan starfi í anda jafnræðis og að hlutlæg sjónarmið ráði afgreiðslu mála. Formaðurinn telur helsta galla laganna vera að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn án ástæðu. Þannig virðist formaðurinn vilja haga því þannig að geðþóttaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera geti ráðið för við ákvarðanir um brottrekstur.Meðalhófs sé gætt Í rauninni byggja starfsmannalögin á stjórnsýslulögunum, þar sem rauði þráðurinn er meðalhóf. Þannig ber stjórnvaldi að leita allra leiða til þess að milda íþyngjandi ákvarðanir, hvort sem um er að ræða í starfsmannahaldi eða öðrum samskiptum við almenna borgara. Ég bendi á að ekkert er því til fyrirstöðu að segja upp lélegum starfsmönnum hjá hinu opinbera, við uppsögn þarf bara að fylgja settum leikreglum þar sem meðalhófs er gætt eins og ávallt í samskiptum hins opinbera við almenning. Eða er ekki eðlilegt að starfsmaður sem brýtur af sér í starfi fái eitt tækifæri til að bæta ráð sitt áður en til brottvikningar kemur? Starfsmaður sem til dæmis er ítrekað staðinn að óstundvísi getur þannig fengið áminningu og hefur þá eitt tækifæri til þess að bæta ráð sitt áður en til brottrekstrar kemur. Dómar og úrskurðir Umboðsmanns Alþingis er varða áminningar og brottrekstur opinberra starfsmanna hafa langflestir snúist um tæknilega framkvæmd og verklag þar sem settar leikreglur hafa verið brotnar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fækkað sé í starfsliðinu vegna til dæmis samdráttar í verkefnum eða fjárveitingum opinberrar stofnunar. Þá verður val þeirra sem er sagt upp störfum að byggja á málefnalegum sjónarmiðum og sem betur fer eiga stjórnsýslulög að koma í veg fyrir að geðþóttaákvarðanir ráði för. Við viljum að hið opinbera gæti meðalhófs í hvívetna gagnvart almennum borgurum og það á við alla þar með talið opinbera starfsmenn. Það væri verulegt afturhvarf til fortíðar að breyta þeim lögum í grundvallaratriðum enda eru fáar raddir sem heyrast úr þingsölum þess efnis, sem betur fer.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun