Katrín, VG og fullveldi ríkja Þröstur Ólafsson skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Nú er það svo að mér koma ritsamskipti annarra ekki mikið við. Held mig almennt fjarri þeim. „Bréf“ Katrínar Jakobsdóttur í Fréttabl. 2. febr. sl., þótti mér hins vegar byggt á svo rangsnúnum málflutningi að rangt væri að láta eins og ekkert væri. Um hugarfar eða afstöðu ætla ég ekki að ræða. Það verður hver að eiga við sjálfan sig. Viðskiptaþvinganir eru vissulega ekkert skemmtiatriði. Þeim er beitt þegar gefist hefur verið upp á samningum. Þær koma vissulega ekki í staðinn fyrir pólitískar lausnir, en geta leitt til þeirra, eins og í deilunni við Íran. Kannski má segja að þær séu mildur staðgengill stríðsyfirlýsingar. Á 19. og 20. öld voru þær mun sjaldgæfari. Það var þá helst aðflutnings- eða hafnbönn sem beintengd voru stríði. Yfirleitt var þó vaðið beint í stríð. Ætli Evrópusagan hefði orðið mildari, ef viðskiptaþvingunum hefði verið beitt markvisst á fyrri hluta 20. aldar? En það er bara vangavelta sem engin leið er að færa sönnur á. Fullveldi ríkja Það er í seinni hluti greinar K.J. sem mér finnst örla á misskilningi eða röngum upplýsingum. Katrín segir VG vilja „…standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum sé breytt í skjóli hervalds“. Gott er það. Þetta er þó meginástæða þess að viðskiptaþvinganir voru settar á Rússland Pútíns. Niðurstaða Helsinki-ráðstefnunnar 1976, sem ítrekuð var í samningunum um sameiningu Þýskalands 1990/91, var sú að óheimilt væri að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja. Þetta voru samningar sem Sovétríkin og síðar Rússland undirrituðu. Rússland gerði sérstakt samkomulag við Úkraínu (1992) um viðurkenningu á fullveldi þess ríkis og óbreytanleika þáverandi landamæra Úkraínu. Þegar þetta samkomulag var undirritað var Krím hluti af Úkraínu. Þegar Pútín tók landsvæði af Georgíu, í fullri andstöðu við ríkisstjórn þess lands, brugðust Vesturlönd við með því að mótmæla, án þess þó að annað fylgdi í kjölfarið, sem kannski varð til þess að Rússar færðu sig upp á skaftið og innlimuðu Krím og hófu hernað í austurhluta Úkraínu. Þá var mælirinn fullur. Óbreytanleiki landamæra Misskilningur Katrínar liggur í því, að hún virðist réttlæta að nokkru verknað Rússa með því að atkvæðagreiðsla, sem þeir framkvæmdu hjá íbúum Krím, undir eigin hervernd, hafi sýnt fram á vilja Krímverja. Helsinki-samkomulagið og samkomulag Rússa og Úkraínu hljóðuðu upp á, að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja. Það var nákvæmlega þetta sem koma átti í veg fyrir í Helsinki, minnugir m.a. innlimunar Súdetahéraðanna í Þýskaland, sem samþykkt var af meirihluta Þjóðverja í héraðinu. Ef slíkt yrði heimilt, væri hætta á að öll Evrópa myndi aftur loga í ófriði. Með vopnaskaki Rússa við landamæri Eystrasaltsríkjanna og hernaði þeirra í austurhluta Úkraínu, var það mat leiðtoga og þjóðþinga á Vesturlöndum að rétt væri að setja á viðskiptaþvinganir, þó ekki viðskiptabann, þar sem diplómatískar viðræður og samningaumleitanir höfðu engan árangur borið. Hvað varðar „útþenslu Atlantshafsbandalagsins“ þá er það staðreynd að þessar austur-evrópsku þjóðir, sem áður höfðu verið undir áratuga áþján Sovétmanna, óttuðust um fullveldi ríkja sinna, ef þær kæmust ekki undir verndarvæng NATO. Þær sóttu um aðild að NATO með þeim orðum, að vilja með því standa vörð um fullveldi sitt. Það getur varla verið ásteytingarsteinn hjá VG, sem einmitt vill „standa vörð um fullveldi ríkja“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú er það svo að mér koma ritsamskipti annarra ekki mikið við. Held mig almennt fjarri þeim. „Bréf“ Katrínar Jakobsdóttur í Fréttabl. 2. febr. sl., þótti mér hins vegar byggt á svo rangsnúnum málflutningi að rangt væri að láta eins og ekkert væri. Um hugarfar eða afstöðu ætla ég ekki að ræða. Það verður hver að eiga við sjálfan sig. Viðskiptaþvinganir eru vissulega ekkert skemmtiatriði. Þeim er beitt þegar gefist hefur verið upp á samningum. Þær koma vissulega ekki í staðinn fyrir pólitískar lausnir, en geta leitt til þeirra, eins og í deilunni við Íran. Kannski má segja að þær séu mildur staðgengill stríðsyfirlýsingar. Á 19. og 20. öld voru þær mun sjaldgæfari. Það var þá helst aðflutnings- eða hafnbönn sem beintengd voru stríði. Yfirleitt var þó vaðið beint í stríð. Ætli Evrópusagan hefði orðið mildari, ef viðskiptaþvingunum hefði verið beitt markvisst á fyrri hluta 20. aldar? En það er bara vangavelta sem engin leið er að færa sönnur á. Fullveldi ríkja Það er í seinni hluti greinar K.J. sem mér finnst örla á misskilningi eða röngum upplýsingum. Katrín segir VG vilja „…standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum sé breytt í skjóli hervalds“. Gott er það. Þetta er þó meginástæða þess að viðskiptaþvinganir voru settar á Rússland Pútíns. Niðurstaða Helsinki-ráðstefnunnar 1976, sem ítrekuð var í samningunum um sameiningu Þýskalands 1990/91, var sú að óheimilt væri að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja. Þetta voru samningar sem Sovétríkin og síðar Rússland undirrituðu. Rússland gerði sérstakt samkomulag við Úkraínu (1992) um viðurkenningu á fullveldi þess ríkis og óbreytanleika þáverandi landamæra Úkraínu. Þegar þetta samkomulag var undirritað var Krím hluti af Úkraínu. Þegar Pútín tók landsvæði af Georgíu, í fullri andstöðu við ríkisstjórn þess lands, brugðust Vesturlönd við með því að mótmæla, án þess þó að annað fylgdi í kjölfarið, sem kannski varð til þess að Rússar færðu sig upp á skaftið og innlimuðu Krím og hófu hernað í austurhluta Úkraínu. Þá var mælirinn fullur. Óbreytanleiki landamæra Misskilningur Katrínar liggur í því, að hún virðist réttlæta að nokkru verknað Rússa með því að atkvæðagreiðsla, sem þeir framkvæmdu hjá íbúum Krím, undir eigin hervernd, hafi sýnt fram á vilja Krímverja. Helsinki-samkomulagið og samkomulag Rússa og Úkraínu hljóðuðu upp á, að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja. Það var nákvæmlega þetta sem koma átti í veg fyrir í Helsinki, minnugir m.a. innlimunar Súdetahéraðanna í Þýskaland, sem samþykkt var af meirihluta Þjóðverja í héraðinu. Ef slíkt yrði heimilt, væri hætta á að öll Evrópa myndi aftur loga í ófriði. Með vopnaskaki Rússa við landamæri Eystrasaltsríkjanna og hernaði þeirra í austurhluta Úkraínu, var það mat leiðtoga og þjóðþinga á Vesturlöndum að rétt væri að setja á viðskiptaþvinganir, þó ekki viðskiptabann, þar sem diplómatískar viðræður og samningaumleitanir höfðu engan árangur borið. Hvað varðar „útþenslu Atlantshafsbandalagsins“ þá er það staðreynd að þessar austur-evrópsku þjóðir, sem áður höfðu verið undir áratuga áþján Sovétmanna, óttuðust um fullveldi ríkja sinna, ef þær kæmust ekki undir verndarvæng NATO. Þær sóttu um aðild að NATO með þeim orðum, að vilja með því standa vörð um fullveldi sitt. Það getur varla verið ásteytingarsteinn hjá VG, sem einmitt vill „standa vörð um fullveldi ríkja“.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun