Willum um framtíð sína með KR: Er í eilítilli klemmu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2016 16:37 Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. vísir/anton Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, segir að engar viðræður hafi átt sér stað á milli sín og KR vegna þjálfarastöðu félagsins. Um það hafi verið gagnkvæmur skilningur en Willum tók við liðinu um mitt sumar og gilti samningurinn út tímabilið sem lauk í dag. KR hefur verið á mikilli siglingu undir stjórn Willum og tryggði sér í dag sér Evrópusæti með því að næla í þriðja sæti með sigri á Fylki, eitthvað sem var óhugsandi þegar Willum tók við liðinu í 9. sæti með níu stig í lok júní. Hann útilokar ekki að taka við KR til frambúðar en sé mögulega kominn í klemmu vegna þess að hann er jú einnig í framboði fyrir Framsóknarflokkinn fyrir komandi alþingiskosningar þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er aldrei hægt að útiloka neitt í þessu. Fótbolti er búinn að vera hluti af mínu lífi alla tíð. Ég er í eilítilli klemmu ef ég fer að blanda því við annað sem ég er að berjast fyrir þessa dagana. Þetta er svolítið fókin staða,“ segir Willum Þór. Hann segir að það hafi verið frábært að starfa innan félagsins frá því að hann tók við. Þar sé metnaðurinn mikill og allir samstíga. Þegar hann hafi tekið við hafi starfið snúist um að halda sæti KR í deildinni en það hafi fljótlega breyst eftir ágætt gengi í upphafi. „Við höfum tekið þessa gömlu góðu aðferð á þetta, einn leik í einu og þannig reynt að vinna okkur upp töfluna. Svo settum við okkur það markmið að síðasti leikurinn myndi snúast um að ná Evrópusæti og hann gerði það. Að enda þetta svona er rosalega flott fyrir okkur. Þetta er afar mikilvægt fyrir félag eins og KR.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. 26. júní 2016 19:03 Willum Þór tekur við KR-liðinu Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld. 26. júní 2016 17:57 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 3-0 | KR í Evrópukeppni en Fylkir fallinn Fylkir spilar í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Það varð ljóst eftir úrslit dagsins. KR spilar í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. 1. október 2016 16:45 Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, segir að engar viðræður hafi átt sér stað á milli sín og KR vegna þjálfarastöðu félagsins. Um það hafi verið gagnkvæmur skilningur en Willum tók við liðinu um mitt sumar og gilti samningurinn út tímabilið sem lauk í dag. KR hefur verið á mikilli siglingu undir stjórn Willum og tryggði sér í dag sér Evrópusæti með því að næla í þriðja sæti með sigri á Fylki, eitthvað sem var óhugsandi þegar Willum tók við liðinu í 9. sæti með níu stig í lok júní. Hann útilokar ekki að taka við KR til frambúðar en sé mögulega kominn í klemmu vegna þess að hann er jú einnig í framboði fyrir Framsóknarflokkinn fyrir komandi alþingiskosningar þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er aldrei hægt að útiloka neitt í þessu. Fótbolti er búinn að vera hluti af mínu lífi alla tíð. Ég er í eilítilli klemmu ef ég fer að blanda því við annað sem ég er að berjast fyrir þessa dagana. Þetta er svolítið fókin staða,“ segir Willum Þór. Hann segir að það hafi verið frábært að starfa innan félagsins frá því að hann tók við. Þar sé metnaðurinn mikill og allir samstíga. Þegar hann hafi tekið við hafi starfið snúist um að halda sæti KR í deildinni en það hafi fljótlega breyst eftir ágætt gengi í upphafi. „Við höfum tekið þessa gömlu góðu aðferð á þetta, einn leik í einu og þannig reynt að vinna okkur upp töfluna. Svo settum við okkur það markmið að síðasti leikurinn myndi snúast um að ná Evrópusæti og hann gerði það. Að enda þetta svona er rosalega flott fyrir okkur. Þetta er afar mikilvægt fyrir félag eins og KR.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. 26. júní 2016 19:03 Willum Þór tekur við KR-liðinu Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld. 26. júní 2016 17:57 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 3-0 | KR í Evrópukeppni en Fylkir fallinn Fylkir spilar í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Það varð ljóst eftir úrslit dagsins. KR spilar í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. 1. október 2016 16:45 Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira
Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. 26. júní 2016 19:03
Willum Þór tekur við KR-liðinu Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld. 26. júní 2016 17:57
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 3-0 | KR í Evrópukeppni en Fylkir fallinn Fylkir spilar í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Það varð ljóst eftir úrslit dagsins. KR spilar í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. 1. október 2016 16:45