Piratar vilja aðgerðir í loftslagsmálum Albert Svan Sigurðsson skrifar 24. október 2016 14:36 Loftslagsmálin eru eitt stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og Píratar telja að Ísland geti rutt veginn fyrir önnur ríki og miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Flokkurinn samþykkti í síðustu viku framsækna aðgerðastefnu í loftslagsmálum sem miðar við að hraða fyrri áætlunum ríkisvaldsins og bæta við úrræðum til að uppfylla skilyrði Parísarsamningsins árið 2025. Samkvæmt stefnu Pírata verður að leggja metnað í aðgerðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% af því sem hún var árið 1990, eins og Parísarsamningurinn gerir ráð fyrir. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur losun frá Íslandi hinsvegar aukist allverulega síðustu 25 ár, aðallega vegna mengunar frá stóriðju. Það er því full þörf á að koma á hvötum og ívilnunum fyrir fólk og fyrirtæki til að breyta ýmsu sem tengist orkunotkun og brennslu jarðefnaeldsneytis. Píratar vilja því beita lagaákvæðum um mengunarbótareglu og varúðarreglu á allar athafnir og starfsemi sem menga andrúmsloftið. Iðnfyrirtæki ættu að greiða mengunarbótagreiðslur sem eru hærri en sú upphæð sem besta fáanlega tækni í mengunarvarnabúnaði kostar í hverju tilfelli. Þannig myndast hvati fyrir iðnfyrirtæki að minnka vistspor sitt svo um munar. Píratar vilja stefna að því að bílafloti og fiskiskipafloti landsins noti eingöngu vistvæna orku úr innlendum endurnýjanlegum orkulindum og að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2040. Til að flýta fyrir þeirri þróun vilja Píratar koma upp aðgengilegum rafhleðslukerfum um allt land, fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt af nýjum rafbílum og öðrum visthæfum samgöngutækjum. Á sama tíma mætti gera úrbætur í aðgangi að þriggja fasa rafmagni og háhraðainterneti þar sem slíku er ábótavant.Til að uppfylla Parísarsamninginn er því miðað við að árið 2025 verði eingöngu flutt til landsins ökutæki ökutæki sem nýa visthæfa orku. Til að ná slíkum árangri á næstu 8 árum þarf meðal annars stórefla ívilnanir við kaup á rafbílum og öðrum visthæfum ökutækjum og miða við að þau verði ætíð fjárhagslega betri kostur en kaup á ökutækjum sem menga andrúmsloftið. Píratar vilja að gert verði átak í fjölgun rafhleðslustöðva í höfnum landsins til að greiða fyrir rafvæðingu skipastólsins, auk þess að innleiða 6. viðauka MARPOL samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að skip sem sigla í Íslenskri landhelgi noti einungis olíu með brennisteinsmagn innan við 0,1%. Í þessu sambandi má nefna að Píratar telja að olíuleit og olíuvinnsla í efnahagslögsögu landsins sé á skjön við Parísarsamninginn og vilja að hætt verði við öll slík áform. Gert er ráð fyrir að unnin verði metnaðarfull ný landabúnaðarstefna sem tekur tillit til þess að minnka þurfi útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá dýrahaldi, jarðrækt og annarri landnotkun. Fara þarf í markvissar aðgerðir um að ljúka vistheimt á framræstu landi fyrir árið 2025, en uppþurrkuð mýrlendi losa mikið magn af gróðurhúsalofttegundum. Þetta má ýmist gera með því að fylla í framræsluskurði til að hækka grunnvatnsyfirborð eða styðja við markvissa skógrækt og landgræðslu. Íslendingar losa núna því sem nemur 14 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á mann á ári, en þegar við uppfyllum skilyrði Parísarsamingsins minnkar losunin í 6 tonn á mann. Með framsækinni aðgerðaáætlun viljum við að loftslagsmál verði tekin föstum tökum þannig að Ísland verði með þeim fyrstu að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins árið 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru eitt stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og Píratar telja að Ísland geti rutt veginn fyrir önnur ríki og miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Flokkurinn samþykkti í síðustu viku framsækna aðgerðastefnu í loftslagsmálum sem miðar við að hraða fyrri áætlunum ríkisvaldsins og bæta við úrræðum til að uppfylla skilyrði Parísarsamningsins árið 2025. Samkvæmt stefnu Pírata verður að leggja metnað í aðgerðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% af því sem hún var árið 1990, eins og Parísarsamningurinn gerir ráð fyrir. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur losun frá Íslandi hinsvegar aukist allverulega síðustu 25 ár, aðallega vegna mengunar frá stóriðju. Það er því full þörf á að koma á hvötum og ívilnunum fyrir fólk og fyrirtæki til að breyta ýmsu sem tengist orkunotkun og brennslu jarðefnaeldsneytis. Píratar vilja því beita lagaákvæðum um mengunarbótareglu og varúðarreglu á allar athafnir og starfsemi sem menga andrúmsloftið. Iðnfyrirtæki ættu að greiða mengunarbótagreiðslur sem eru hærri en sú upphæð sem besta fáanlega tækni í mengunarvarnabúnaði kostar í hverju tilfelli. Þannig myndast hvati fyrir iðnfyrirtæki að minnka vistspor sitt svo um munar. Píratar vilja stefna að því að bílafloti og fiskiskipafloti landsins noti eingöngu vistvæna orku úr innlendum endurnýjanlegum orkulindum og að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust árið 2040. Til að flýta fyrir þeirri þróun vilja Píratar koma upp aðgengilegum rafhleðslukerfum um allt land, fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt af nýjum rafbílum og öðrum visthæfum samgöngutækjum. Á sama tíma mætti gera úrbætur í aðgangi að þriggja fasa rafmagni og háhraðainterneti þar sem slíku er ábótavant.Til að uppfylla Parísarsamninginn er því miðað við að árið 2025 verði eingöngu flutt til landsins ökutæki ökutæki sem nýa visthæfa orku. Til að ná slíkum árangri á næstu 8 árum þarf meðal annars stórefla ívilnanir við kaup á rafbílum og öðrum visthæfum ökutækjum og miða við að þau verði ætíð fjárhagslega betri kostur en kaup á ökutækjum sem menga andrúmsloftið. Píratar vilja að gert verði átak í fjölgun rafhleðslustöðva í höfnum landsins til að greiða fyrir rafvæðingu skipastólsins, auk þess að innleiða 6. viðauka MARPOL samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að skip sem sigla í Íslenskri landhelgi noti einungis olíu með brennisteinsmagn innan við 0,1%. Í þessu sambandi má nefna að Píratar telja að olíuleit og olíuvinnsla í efnahagslögsögu landsins sé á skjön við Parísarsamninginn og vilja að hætt verði við öll slík áform. Gert er ráð fyrir að unnin verði metnaðarfull ný landabúnaðarstefna sem tekur tillit til þess að minnka þurfi útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá dýrahaldi, jarðrækt og annarri landnotkun. Fara þarf í markvissar aðgerðir um að ljúka vistheimt á framræstu landi fyrir árið 2025, en uppþurrkuð mýrlendi losa mikið magn af gróðurhúsalofttegundum. Þetta má ýmist gera með því að fylla í framræsluskurði til að hækka grunnvatnsyfirborð eða styðja við markvissa skógrækt og landgræðslu. Íslendingar losa núna því sem nemur 14 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á mann á ári, en þegar við uppfyllum skilyrði Parísarsamingsins minnkar losunin í 6 tonn á mann. Með framsækinni aðgerðaáætlun viljum við að loftslagsmál verði tekin föstum tökum þannig að Ísland verði með þeim fyrstu að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins árið 2025.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun