Ísland sem fyrsti valkostur Þorsteinn Víglundsson skrifar 24. október 2016 11:20 Á rúmum sex árum hafa sex þúsund fleiri íslenskir ríkisborgarar flust frá landinu en til þess. Það er mikill missir fyrir okkar fámenna samfélag. Um 65% brottfluttra eru á aldrinum 20-40 ára. Ungt og vel menntað fólk sem kýs að leita tækifæra utan landsteinanna. Það er ekkert að því að fólk sæki sér reynslu og menntun erlendis, en ef við ætlum að vera samkeppnishæf við aðrar þjóðir til langframa, verðum við að tryggja að ungt, vel menntað fólk kjósi að snúa heim á ný. Að geta boðið upp á samkeppnishæf lífskjör og atvinnutækifæri við hæfi er stærsta áskorun íslenskra stjórnmála í dag. Í kosningabaráttunni hefur okkur hjá Viðreisn verið umhugað um vaxtamál. Hvers vegna? Vegna þess að vextir ráða svo miklu um lífskjör okkar. Vegna þess að það er blóðugt að þurfa að eyða háum fjárhæðum í vexti, ef við gætum varið peningunum í eitthvað sem skapar okkur betra líf. Vextir hafa um áratuga skeið verið mun hærri hér en í nágrannalöndum okkar, gengið verið mun óstöðugra og verðbólga mun meiri. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þetta, hafa stjórnmálamenn haft lítið til málanna að leggja annað en að auka niðurgreiðslur vaxtakostnaðar og gefa fólki kost á að nýta eigin lífeyrissparnað til húsnæðiskaupa eða niðurgreiðslu á fasteignalána. Á mannamáli erum við sjálf látin niðurgreiða vaxtakostnað okkar í gegnum skattkerfið og með sparifé okkar. Það eru ekki slíkir plástrar sem við þurfum á að halda. Við þurfum raunverulegar lausnir til að lækka hér vexti og ná gengisstöðugleika. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að vextir þurfi að vera miklu hærri hér en í nágrannalöndunum. Fyrir fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán samsvarar það 79.500 króna launahækkun á mánuði ef okkur tekst að minnka vaxtamun við nágrannalönd okkar um 3%. Í þessu felst raunveruleg kjarabót. Greiðslubyrðin verður léttari og lífsgæðin meiri þar sem þessir fjármunir nýtast í annað. Atvinnutækifæri framtíðarinnar liggja í þekkingariðnaði. Sprotar sem þar eru að hasla sér völl þurfa stöðugt rekstrarumhverfi, samkeppnishæf lánskjör og ekki hvað síst stöðugt gengi. Slíkt umhverfi var fyrir hendi þegar Össur og Marel uxu úr grasi á tíunda áratug síðustu aldar. Óstöðugleiki undanfarinna tveggja áratuga hefur staðið kröftugri uppbyggingu þekkingariðnaðar fyrir þrifum. Á undanförnum fimm árum hafa útflutningstekjur þessa geira aðeins aukist um 5 milljarða á sama tíma og ferðaþjónustan hefur blómstrað. Þar eru hins vegar fyrst og fremst að verða til þjónustustörf sem ekki krefjast mikillar menntunar. Ef við ætlum að skapa hér störf fyrir vel menntað fólk í þekkingariðnaði verðum við að laga rekstrarumhverfið. Þess vegna leggur Viðreisn til róttæka endurskoðun á gengismálum þar sem tekin er upp fastgengisstefna með myntráði. Það er raunveruleg breyting, sem skilar okkur öllum miklum ávinningi, í stað þess sjónarspils að færa fé úr öðrum vasa okkar í hinn og telja okkur trú um að það létti okkur lífið. Gerum Ísland að fyrsta vali fólks til búsetu og uppbyggingar nýrra tækifæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Sjá meira
Á rúmum sex árum hafa sex þúsund fleiri íslenskir ríkisborgarar flust frá landinu en til þess. Það er mikill missir fyrir okkar fámenna samfélag. Um 65% brottfluttra eru á aldrinum 20-40 ára. Ungt og vel menntað fólk sem kýs að leita tækifæra utan landsteinanna. Það er ekkert að því að fólk sæki sér reynslu og menntun erlendis, en ef við ætlum að vera samkeppnishæf við aðrar þjóðir til langframa, verðum við að tryggja að ungt, vel menntað fólk kjósi að snúa heim á ný. Að geta boðið upp á samkeppnishæf lífskjör og atvinnutækifæri við hæfi er stærsta áskorun íslenskra stjórnmála í dag. Í kosningabaráttunni hefur okkur hjá Viðreisn verið umhugað um vaxtamál. Hvers vegna? Vegna þess að vextir ráða svo miklu um lífskjör okkar. Vegna þess að það er blóðugt að þurfa að eyða háum fjárhæðum í vexti, ef við gætum varið peningunum í eitthvað sem skapar okkur betra líf. Vextir hafa um áratuga skeið verið mun hærri hér en í nágrannalöndum okkar, gengið verið mun óstöðugra og verðbólga mun meiri. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þetta, hafa stjórnmálamenn haft lítið til málanna að leggja annað en að auka niðurgreiðslur vaxtakostnaðar og gefa fólki kost á að nýta eigin lífeyrissparnað til húsnæðiskaupa eða niðurgreiðslu á fasteignalána. Á mannamáli erum við sjálf látin niðurgreiða vaxtakostnað okkar í gegnum skattkerfið og með sparifé okkar. Það eru ekki slíkir plástrar sem við þurfum á að halda. Við þurfum raunverulegar lausnir til að lækka hér vexti og ná gengisstöðugleika. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að vextir þurfi að vera miklu hærri hér en í nágrannalöndunum. Fyrir fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán samsvarar það 79.500 króna launahækkun á mánuði ef okkur tekst að minnka vaxtamun við nágrannalönd okkar um 3%. Í þessu felst raunveruleg kjarabót. Greiðslubyrðin verður léttari og lífsgæðin meiri þar sem þessir fjármunir nýtast í annað. Atvinnutækifæri framtíðarinnar liggja í þekkingariðnaði. Sprotar sem þar eru að hasla sér völl þurfa stöðugt rekstrarumhverfi, samkeppnishæf lánskjör og ekki hvað síst stöðugt gengi. Slíkt umhverfi var fyrir hendi þegar Össur og Marel uxu úr grasi á tíunda áratug síðustu aldar. Óstöðugleiki undanfarinna tveggja áratuga hefur staðið kröftugri uppbyggingu þekkingariðnaðar fyrir þrifum. Á undanförnum fimm árum hafa útflutningstekjur þessa geira aðeins aukist um 5 milljarða á sama tíma og ferðaþjónustan hefur blómstrað. Þar eru hins vegar fyrst og fremst að verða til þjónustustörf sem ekki krefjast mikillar menntunar. Ef við ætlum að skapa hér störf fyrir vel menntað fólk í þekkingariðnaði verðum við að laga rekstrarumhverfið. Þess vegna leggur Viðreisn til róttæka endurskoðun á gengismálum þar sem tekin er upp fastgengisstefna með myntráði. Það er raunveruleg breyting, sem skilar okkur öllum miklum ávinningi, í stað þess sjónarspils að færa fé úr öðrum vasa okkar í hinn og telja okkur trú um að það létti okkur lífið. Gerum Ísland að fyrsta vali fólks til búsetu og uppbyggingar nýrra tækifæra.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar