Björgvin: Ég þarf að finna gleðina og gredduna aftur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2016 11:14 Björgvin Páll mætir með ljósu lokkana í Olís-deildina næsta vetur. vísir/getty Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kom ansi mörgum á óvart í morgun er hann tilkynnti að hann hefði samið við Hauka. Hann mun þó ekki ganga í raðir Hauka fyrr en næsta sumar. „Ég sá þetta ekki fyrir sjálfur fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ segir Björgvin Páll. „Það byrjaði að blunda í mér í sumar að fara frá Bergischer vegna þess að ég vildi prófa eitthvað nýtt og spennandi. Ég vissi samt ekki hvað það þýddi fyrr en ég hellti mér í það fyrir mánuði síðan. Þá fattaði ég að það sem væri mest spennandi fyrir mig væri að koma heim.“ Björgvin segir að það hafi ekki komið neitt upp á. Það var ekkert sérstakt sem gerði það að verkum að hann tók þessa áhugaverðu ákvörðun. Hann er aðeins 31 árs gamall og ætti að vera á toppi ferilsins. Því finnst mörgum skrýtið að hann sé að koma heim.Sjá einnig: Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur „Ég spurði mig sjálfur að því hvort þessi ákvörðun myndi koma niður á landsliðinu eða sjálfum mér. Mér finnst ég ekki hafa tekið neinum framförum í svona eitt ár hérna úti. Það hræddi mig pínu í byrjun. Ég hef staðnað svolítið. Ég hef haldið standard en ekki bætt mig. Mér finnst ég þurfa að sjokkera sjálfan mig og allan pakkann til þess að taka aftur framförum. Ég held að það sé gerlegt. Annars hefði ég ekki tekið þessa ákvörðun,“ segir Björgvin Páll. „Ég þarf að finna gredduna aftur í boltanum sem er mikilvægt fyrir mig. Ég þarf líka að finna gleðina aftur. Það mun gefa mér öðruvísi tilfinningu að spila heima aftur. Ég komst að því þegar við vorum að spila við Kiel að eitthvað vantaði. Ég var hvorki stressaður né spenntur. Það var skrýtin tilfinning. Þá áttaði ég mig á að eitthvað vantaði. Það var orðið of eðlilegt að spila á móti þessum liðum. Ég hef alveg gaman af handbolta en ég hef alveg jafn gaman af honum og allir aðrir. Það var ekki þannig þegar ég var upp á mitt besta. Þá hafði ég meira gaman af honum en aðrir og var að gera það fyrir sjálfan mig, landsliðið og fjölskylduna.“Björgvin Páll í leik með liði sínu, Bergischer.vísir/gettyMarkvörðurinn er mjög sáttur við þessa ákvörðun sína og óttast ekkert að fá bakþanka einhverjum mánuðum eftir að hann er kominn heim. Hann mun ásamt því að spila sinna markaðsstörfum fyrir Hauka og reyna að auka áhugann á handboltanum. „Hræðsla er eitthvað sem allir hafa. Hræðslan á ekki að þurfa að stoppa neinn og menn þúrfa ekki að vera óttalausir. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum að fjölga fólki í stúkunni á leikjunum heima. Vonandi munu fleiri félög fylgja eftir í að bæta umgjörðina. Ég hef alltaf haft áhuga á markaðsstörfum og það verður gaman að takast á við það. Ég er frekar ofvirkur líka og verð að hafa eitthvað annað en handboltann. Það er fín regla að þetta sé 70 prósent handbolti hjá mér og 30 prósent eitthvað annað. Ég hef aldrei verið í neinum vandræðum með að fá hugmyndir.“Sjá einnig: Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Björgvin Páll hefur þó ekki lokað hurðinni á að fara aftur út síðar enda telur hann sig eiga mörg ár eftir í boltanum. „Ég lærði það mjög ungur að loka hurðinni ekki á neitt. Ég var tíu ára að æla í Herjólfi á leið til Eyja er ég sagðist aldrei ætla aftur til Vestmannaeyja. Svo endaði ég með að spila þar og elska það. Það hefur oft verið þannig hjá mér að ef ég segist ekki ætla að gera eitthvað þá enda ég á því að gera það. Pælingin var aldrei að spila á Íslandi aftur og nú sjáum við hvað hefur gerst. Ég áttaði mig svo á því að ég vildi ekki enda ferilinn heima þegar hann væri á niðurleið. Maður á aldrei að útiloka neitt. Mér líður mjög vel með þessa ákvörðun,“ segir Björgvin en hann segist hafa hafnað mjög freistandi tilboði rétt áður en hann skrifaði undir hjá Haukum. „Það kom tilboð frá félagi sem ég hélt að ég myndi aldrei hafna en ég gerði það án þess að hugsa mig tvisvar um. Það var síðasta prófið hvort ég væri til í að koma heim. Ég er það svo sannarlega.“ Handbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kom ansi mörgum á óvart í morgun er hann tilkynnti að hann hefði samið við Hauka. Hann mun þó ekki ganga í raðir Hauka fyrr en næsta sumar. „Ég sá þetta ekki fyrir sjálfur fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ segir Björgvin Páll. „Það byrjaði að blunda í mér í sumar að fara frá Bergischer vegna þess að ég vildi prófa eitthvað nýtt og spennandi. Ég vissi samt ekki hvað það þýddi fyrr en ég hellti mér í það fyrir mánuði síðan. Þá fattaði ég að það sem væri mest spennandi fyrir mig væri að koma heim.“ Björgvin segir að það hafi ekki komið neitt upp á. Það var ekkert sérstakt sem gerði það að verkum að hann tók þessa áhugaverðu ákvörðun. Hann er aðeins 31 árs gamall og ætti að vera á toppi ferilsins. Því finnst mörgum skrýtið að hann sé að koma heim.Sjá einnig: Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur „Ég spurði mig sjálfur að því hvort þessi ákvörðun myndi koma niður á landsliðinu eða sjálfum mér. Mér finnst ég ekki hafa tekið neinum framförum í svona eitt ár hérna úti. Það hræddi mig pínu í byrjun. Ég hef staðnað svolítið. Ég hef haldið standard en ekki bætt mig. Mér finnst ég þurfa að sjokkera sjálfan mig og allan pakkann til þess að taka aftur framförum. Ég held að það sé gerlegt. Annars hefði ég ekki tekið þessa ákvörðun,“ segir Björgvin Páll. „Ég þarf að finna gredduna aftur í boltanum sem er mikilvægt fyrir mig. Ég þarf líka að finna gleðina aftur. Það mun gefa mér öðruvísi tilfinningu að spila heima aftur. Ég komst að því þegar við vorum að spila við Kiel að eitthvað vantaði. Ég var hvorki stressaður né spenntur. Það var skrýtin tilfinning. Þá áttaði ég mig á að eitthvað vantaði. Það var orðið of eðlilegt að spila á móti þessum liðum. Ég hef alveg gaman af handbolta en ég hef alveg jafn gaman af honum og allir aðrir. Það var ekki þannig þegar ég var upp á mitt besta. Þá hafði ég meira gaman af honum en aðrir og var að gera það fyrir sjálfan mig, landsliðið og fjölskylduna.“Björgvin Páll í leik með liði sínu, Bergischer.vísir/gettyMarkvörðurinn er mjög sáttur við þessa ákvörðun sína og óttast ekkert að fá bakþanka einhverjum mánuðum eftir að hann er kominn heim. Hann mun ásamt því að spila sinna markaðsstörfum fyrir Hauka og reyna að auka áhugann á handboltanum. „Hræðsla er eitthvað sem allir hafa. Hræðslan á ekki að þurfa að stoppa neinn og menn þúrfa ekki að vera óttalausir. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum að fjölga fólki í stúkunni á leikjunum heima. Vonandi munu fleiri félög fylgja eftir í að bæta umgjörðina. Ég hef alltaf haft áhuga á markaðsstörfum og það verður gaman að takast á við það. Ég er frekar ofvirkur líka og verð að hafa eitthvað annað en handboltann. Það er fín regla að þetta sé 70 prósent handbolti hjá mér og 30 prósent eitthvað annað. Ég hef aldrei verið í neinum vandræðum með að fá hugmyndir.“Sjá einnig: Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Björgvin Páll hefur þó ekki lokað hurðinni á að fara aftur út síðar enda telur hann sig eiga mörg ár eftir í boltanum. „Ég lærði það mjög ungur að loka hurðinni ekki á neitt. Ég var tíu ára að æla í Herjólfi á leið til Eyja er ég sagðist aldrei ætla aftur til Vestmannaeyja. Svo endaði ég með að spila þar og elska það. Það hefur oft verið þannig hjá mér að ef ég segist ekki ætla að gera eitthvað þá enda ég á því að gera það. Pælingin var aldrei að spila á Íslandi aftur og nú sjáum við hvað hefur gerst. Ég áttaði mig svo á því að ég vildi ekki enda ferilinn heima þegar hann væri á niðurleið. Maður á aldrei að útiloka neitt. Mér líður mjög vel með þessa ákvörðun,“ segir Björgvin en hann segist hafa hafnað mjög freistandi tilboði rétt áður en hann skrifaði undir hjá Haukum. „Það kom tilboð frá félagi sem ég hélt að ég myndi aldrei hafna en ég gerði það án þess að hugsa mig tvisvar um. Það var síðasta prófið hvort ég væri til í að koma heim. Ég er það svo sannarlega.“
Handbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira