Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2016 22:00 Lewandowski skaut Bæjara áfram í 16-liða úrslitin. Vísir/Getty Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arsenal og Paris Saint-Germain eru komin áfram í 16-liða úrslit eftir úrslit kvöldsins í A-riðli.Arsenal vann 2-3 endurkomusigur á Ludogorets og draumamark Thomas Meunier tryggði PSG 1-2 sigur á Birki Bjarnasyni og félögum í Basel. Í B-riðli berjast um Napoli, Benfica og Besiktas um að komast áfram í 16-liða úrslitin.Marek Hamsik tryggði Napoli stig gegn Besiktas í Istanbúl og mark Eduardo Salvio úr vítaspyrnu tryggði Benfica sigur á Dynamo Kiev. Napoli er með sjö stig á toppi riðilsins, jafnmörg og Benfica en betri markatölu. Besiktas er í 3. sætinu með sex stig og Dynamo Kiev rekur lestina með aðeins eitt stig.Manchester City hefndi ófaranna gegn Barcelona í síðustu umferð og vann frábæran 3-1 sigur í leik liðanna á Etihad í C-riðli. Í hinum leik riðilsins skildu Borussia Mönchengladbach og Celtic jöfn, 1-1. Börsungar sitja á toppi riðilsins með níu stig, tveimur stigum á undan Man City. Gladbach er með fjögur stig í 3. sætinu og Celtic vermir botnsæti riðilsins með tvö stig. Tvö mörk frá Robert Lewandowski tryggðu Bayern München 1-2 sigur á PSV Eindhoven á útivelli í D-riðli. Pólski framherjinn var í miklum ham í leiknum en auk þess að skora mörkin tvö skaut hann þrívegis í marksúlur PSV. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Með sigrinum eru þýsku meistararnir öruggir með sæti í 16-liða úrslitum, líkt og Atlético Madrid sem er með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur á Rostov á heimavelli. Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Atlético Madrid, það síðara á fjórðu mínútu í uppbótartíma.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Ludogorets 2-3 Arsenal 1-0 Jonathan Cafu (12.), 2-0 Claudiu Keserü (15.), 2-1 Granit Xhaka (20.), 2-2 Oliver Giroud (41.), 2-3 Mesut Özil (87.).Basel 1-2 PSG 0-1 Blaise Matuidi (43.), 1-1 Luca Zuffi (76.), 1-2 Thomas Meunier (90.).Rautt spjald: Serey Die, Basel (84.).B-riðill:Besiktas 1-1 Napoli 1-0 Ricardo Quaresma, víti (79.), 1-1 Marek Hamsik (82.).Benfica 1-0 Dynamo Kiev 1-0 Eduardo Salvio, víti (45+2.).C-riðill:Man City 3-1 Barcelona 0-1 Lionel Messi (21.), 1-1 Ilkay Gündogan (39.), 2-1 Kevin De Bruyne (51.), 3-1 Gündogan (74.).Gladbach 1-1 Celtic 1-0 Lars Stindl (32.), 1-1 Moussa Dembele, víti (76.).Rautt spjald: Julian Korb, Gladbach (75.).D-riðill:PSV 1-2 Bayern München 1-0 Santiago Arias (14.), 1-1 Robert Lewandowski, víti (34.), 1-2 Lewandowski (74.).Atlético Madrid 2-1 Rostov 1-0 Antoine Griezmann (28.), 1-1 Sardar Azmoun (30.), 2-1 Griezmann (90+4.). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hamsik tryggði Napoli stig á Vodafone-vellinum Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, tryggði sínum mönnum stig gegn Besiktas á Vodafone-vellinum í Istanbúl í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 19:45 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Draumamark bakvarðarins felldi Birki og félaga Paris Saint-Germain er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan 1-2 útisigur á Basel í kvöld. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Guardiola: Unnum besta lið í heimi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir sína menn hafa lagt besta lið heims að velli í kvöld. 1. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arsenal og Paris Saint-Germain eru komin áfram í 16-liða úrslit eftir úrslit kvöldsins í A-riðli.Arsenal vann 2-3 endurkomusigur á Ludogorets og draumamark Thomas Meunier tryggði PSG 1-2 sigur á Birki Bjarnasyni og félögum í Basel. Í B-riðli berjast um Napoli, Benfica og Besiktas um að komast áfram í 16-liða úrslitin.Marek Hamsik tryggði Napoli stig gegn Besiktas í Istanbúl og mark Eduardo Salvio úr vítaspyrnu tryggði Benfica sigur á Dynamo Kiev. Napoli er með sjö stig á toppi riðilsins, jafnmörg og Benfica en betri markatölu. Besiktas er í 3. sætinu með sex stig og Dynamo Kiev rekur lestina með aðeins eitt stig.Manchester City hefndi ófaranna gegn Barcelona í síðustu umferð og vann frábæran 3-1 sigur í leik liðanna á Etihad í C-riðli. Í hinum leik riðilsins skildu Borussia Mönchengladbach og Celtic jöfn, 1-1. Börsungar sitja á toppi riðilsins með níu stig, tveimur stigum á undan Man City. Gladbach er með fjögur stig í 3. sætinu og Celtic vermir botnsæti riðilsins með tvö stig. Tvö mörk frá Robert Lewandowski tryggðu Bayern München 1-2 sigur á PSV Eindhoven á útivelli í D-riðli. Pólski framherjinn var í miklum ham í leiknum en auk þess að skora mörkin tvö skaut hann þrívegis í marksúlur PSV. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Með sigrinum eru þýsku meistararnir öruggir með sæti í 16-liða úrslitum, líkt og Atlético Madrid sem er með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur á Rostov á heimavelli. Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Atlético Madrid, það síðara á fjórðu mínútu í uppbótartíma.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Ludogorets 2-3 Arsenal 1-0 Jonathan Cafu (12.), 2-0 Claudiu Keserü (15.), 2-1 Granit Xhaka (20.), 2-2 Oliver Giroud (41.), 2-3 Mesut Özil (87.).Basel 1-2 PSG 0-1 Blaise Matuidi (43.), 1-1 Luca Zuffi (76.), 1-2 Thomas Meunier (90.).Rautt spjald: Serey Die, Basel (84.).B-riðill:Besiktas 1-1 Napoli 1-0 Ricardo Quaresma, víti (79.), 1-1 Marek Hamsik (82.).Benfica 1-0 Dynamo Kiev 1-0 Eduardo Salvio, víti (45+2.).C-riðill:Man City 3-1 Barcelona 0-1 Lionel Messi (21.), 1-1 Ilkay Gündogan (39.), 2-1 Kevin De Bruyne (51.), 3-1 Gündogan (74.).Gladbach 1-1 Celtic 1-0 Lars Stindl (32.), 1-1 Moussa Dembele, víti (76.).Rautt spjald: Julian Korb, Gladbach (75.).D-riðill:PSV 1-2 Bayern München 1-0 Santiago Arias (14.), 1-1 Robert Lewandowski, víti (34.), 1-2 Lewandowski (74.).Atlético Madrid 2-1 Rostov 1-0 Antoine Griezmann (28.), 1-1 Sardar Azmoun (30.), 2-1 Griezmann (90+4.).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hamsik tryggði Napoli stig á Vodafone-vellinum Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, tryggði sínum mönnum stig gegn Besiktas á Vodafone-vellinum í Istanbúl í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 19:45 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Draumamark bakvarðarins felldi Birki og félaga Paris Saint-Germain er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan 1-2 útisigur á Basel í kvöld. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Guardiola: Unnum besta lið í heimi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir sína menn hafa lagt besta lið heims að velli í kvöld. 1. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira
Hamsik tryggði Napoli stig á Vodafone-vellinum Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, tryggði sínum mönnum stig gegn Besiktas á Vodafone-vellinum í Istanbúl í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 19:45
Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45
Draumamark bakvarðarins felldi Birki og félaga Paris Saint-Germain er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan 1-2 útisigur á Basel í kvöld. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel. 1. nóvember 2016 21:45
Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45
Guardiola: Unnum besta lið í heimi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir sína menn hafa lagt besta lið heims að velli í kvöld. 1. nóvember 2016 22:30