Fámennt á Bessastöðum að frátöldum ferðamönnum í leit að Geysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2016 11:31 Bessastaðir baðaðir sól. Vísir/GVA Rólegt hefur verið á Bessastöðum það sem af er degi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti í gær að hann myndi ræða við forystumenn flokkanna í dag og því von á að einhverjir formenn flokka kíki í heimsókn. Guðni ætlar að taka afstöðu til veitingar stjórnarmyndunarumboðs á næstu dögum að því er sagði í tilkynningu frá forsetaembættinu í gær. Guðni fundaði sem kunnugt er í gær með formönnum allra flokka sem fengu þingmenn kjörna á Alþingi. Mættu formennirnir hver á fætur öðrum frá tíu um morguninn til klukkan fjögur síðdegis þegar Oddný Harðardóttir mætti fyrir hönd Samfylkingarinnar. Að loknum fundi með forseta sagði hún af sér formennsku flokksins.Sjá einnig:Ætluðu í Þórsmörk en enduðu í grillveislu hjá Þór En þótt enginn formaður flokkanna sé mættur á Bessastaði það sem af er degi hafa erlendir ferðamenn látið sjá sig. Þar má segja að eldri maður ásamt ungum manni og konu um þrítugt hafi stolið senunni þegar þau renndu í hlað að kirkjunni á bílaleigubíl sínum. Þau voru með kort á lofti á gangi í leit að Geysi, rúmlega hundrað kílómetra frá Haukadal. Misskilningurinn var fólginn í því að verslunin Geysir var merkt inn á kortið í kringum Bessastaði. Fulltrúi fréttastofu á staðnum ræddi við ferðamennina og fengu leiðbeiningar um hvernig væri best að koma sér á hverasvæðið í Haukadal. Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Samfylkingin fjarlægst tilgang sinn Uppi eru hugmyndir innan Samfylkingarinnar um að breyta um ásýnd, sameinast öðrum flokkum eða leggja flokkinn niður. 1. nóvember 2016 07:00 Útspil Pírata opinberar plön Viðreisnar Fleiri möguleikar á stjórnarmyndun eru á borðinu nú en áður. Vinstriblokkin reynir af öllum mætti að mynda stjórn án Sjálfstæðisflokksins. Viðreisn er lykilflokkur við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2016 06:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Rólegt hefur verið á Bessastöðum það sem af er degi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti í gær að hann myndi ræða við forystumenn flokkanna í dag og því von á að einhverjir formenn flokka kíki í heimsókn. Guðni ætlar að taka afstöðu til veitingar stjórnarmyndunarumboðs á næstu dögum að því er sagði í tilkynningu frá forsetaembættinu í gær. Guðni fundaði sem kunnugt er í gær með formönnum allra flokka sem fengu þingmenn kjörna á Alþingi. Mættu formennirnir hver á fætur öðrum frá tíu um morguninn til klukkan fjögur síðdegis þegar Oddný Harðardóttir mætti fyrir hönd Samfylkingarinnar. Að loknum fundi með forseta sagði hún af sér formennsku flokksins.Sjá einnig:Ætluðu í Þórsmörk en enduðu í grillveislu hjá Þór En þótt enginn formaður flokkanna sé mættur á Bessastaði það sem af er degi hafa erlendir ferðamenn látið sjá sig. Þar má segja að eldri maður ásamt ungum manni og konu um þrítugt hafi stolið senunni þegar þau renndu í hlað að kirkjunni á bílaleigubíl sínum. Þau voru með kort á lofti á gangi í leit að Geysi, rúmlega hundrað kílómetra frá Haukadal. Misskilningurinn var fólginn í því að verslunin Geysir var merkt inn á kortið í kringum Bessastaði. Fulltrúi fréttastofu á staðnum ræddi við ferðamennina og fengu leiðbeiningar um hvernig væri best að koma sér á hverasvæðið í Haukadal.
Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Samfylkingin fjarlægst tilgang sinn Uppi eru hugmyndir innan Samfylkingarinnar um að breyta um ásýnd, sameinast öðrum flokkum eða leggja flokkinn niður. 1. nóvember 2016 07:00 Útspil Pírata opinberar plön Viðreisnar Fleiri möguleikar á stjórnarmyndun eru á borðinu nú en áður. Vinstriblokkin reynir af öllum mætti að mynda stjórn án Sjálfstæðisflokksins. Viðreisn er lykilflokkur við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2016 06:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Samfylkingin fjarlægst tilgang sinn Uppi eru hugmyndir innan Samfylkingarinnar um að breyta um ásýnd, sameinast öðrum flokkum eða leggja flokkinn niður. 1. nóvember 2016 07:00
Útspil Pírata opinberar plön Viðreisnar Fleiri möguleikar á stjórnarmyndun eru á borðinu nú en áður. Vinstriblokkin reynir af öllum mætti að mynda stjórn án Sjálfstæðisflokksins. Viðreisn er lykilflokkur við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2016 06:45