Munu áfengissjúkir falla í freistni í matvörubúðum? Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2016 19:00 Áfengi í matvöruverslunum eykur vanda áfengissjúkra sem þurfa að kaupa sér í matinn. Þetta segir yfirlæknir á Vogi. Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar fór eftir fyrstu umræðu til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem óskaði í dag eftir innsendum umsögnum um frumvarpið. Nefndin mun fjalla um þær áður en frumvarpið fer til annarrar umræðu í þinginu. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði fullyrðir á blogginu sínu að „freistnivandi áfengissjúkra“ aukist með áfengi í matvörubúðum sem sumar hverjar séu opnar allan sólarhringinn. Það skal tekið fram að í frumvarpi Vilhjálms eru takmarkanir á þeim tíma sem áfengi verður selt en ekki verður heimilt að selja áfengi eftir kl. 20. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að sterkt áfengi verði girt af. Normalísering áfengis? Ef við ímyndum okkur að í þessari hillu (sjá myndskeið) væru ekki bara gosdrykkir heldur líka bjór og áfengissjúklingur sem væri hér í þeim erindagjörðum að kaupa í matinn, væri hann líklegri til að skella áfengi í kerruna? Það má líka spyrja, er það ákveðin normalísering áfengis að setja áfengi í matvöruverslanir? Eru það skilaboð löggjafans um að þetta sé nú bara eins og hver önnur neysluvara? Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi er sérfræðingur í fíknisjúkdómumAukast líkur á því að áfengissjúkir falli í freistni ef áfengi fer í matvöruverslanir? „Um leið og þetta er sýnilegra er það aukin freistni fyrir alla. Það gæti verið erfitt fyrir þá sem eru með fíknivanda, alveg örugglega.“Nú eru vínbúðir oft mjög nálægt matvöruverslunum, er hann ekki til staðar nú þegar? „Svo sannarlega. Það er áfengi úti um allt, á mörgum börum og alls staðar þar sem maður lítur við er hægt að fá áfengi.“ Orð að sönnu hjá Valgerði. Áfengið er alls staðar. En skiptir þá einhverju máli þótt það sé í matvörubúðum?Spurning um eitt skref í viðbót Það sem er sérstakt við umræðu um áfengi í matvöruverslanir er auðvitað sú staðreynd að til þess að komast í matvörubúðina þarf áfengissjúklingurinn að labba framhjá Vínbúðinni. Þær eru hér bara hlið við hlið, vínbúðin og matvörubúðin. Áfengissjúklingnum verður aldrei hjúkrað til heilsu nema hann vilji hjálpa sér sjálfur. Hann þarf að vilja að hætta að drekka. Séu menn berskjaldaðir gagnvart því að falla í freistni þá eru tækifærin til þess í raun hvert sem litið er. „Þetta er bara spurning um eitt skref í viðbót, gera það ennþá aðgengilegra, ennþá sýnilegra. Stóra myndin er sú að aukið aðgengi þýðir aukin neysla. Það mun örugglega vera erfitt fyrir marga sem eru að kljást við áfengisfíkn, kannski þá sem eru nýbúnir að vera í meðferð eða eru tæpir fyrir, að eitthvað verður þá á vegi þeirra sem hefði ekki verið annars,” segir Valgerður.Textaútgáfa fréttarinnar var uppfærð 29. janúar 2016 kl. 11:15 þar sem orðalag var lagað og tekið var út orðið „freistnivandi.“ Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
Áfengi í matvöruverslunum eykur vanda áfengissjúkra sem þurfa að kaupa sér í matinn. Þetta segir yfirlæknir á Vogi. Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar fór eftir fyrstu umræðu til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem óskaði í dag eftir innsendum umsögnum um frumvarpið. Nefndin mun fjalla um þær áður en frumvarpið fer til annarrar umræðu í þinginu. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði fullyrðir á blogginu sínu að „freistnivandi áfengissjúkra“ aukist með áfengi í matvörubúðum sem sumar hverjar séu opnar allan sólarhringinn. Það skal tekið fram að í frumvarpi Vilhjálms eru takmarkanir á þeim tíma sem áfengi verður selt en ekki verður heimilt að selja áfengi eftir kl. 20. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að sterkt áfengi verði girt af. Normalísering áfengis? Ef við ímyndum okkur að í þessari hillu (sjá myndskeið) væru ekki bara gosdrykkir heldur líka bjór og áfengissjúklingur sem væri hér í þeim erindagjörðum að kaupa í matinn, væri hann líklegri til að skella áfengi í kerruna? Það má líka spyrja, er það ákveðin normalísering áfengis að setja áfengi í matvöruverslanir? Eru það skilaboð löggjafans um að þetta sé nú bara eins og hver önnur neysluvara? Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi er sérfræðingur í fíknisjúkdómumAukast líkur á því að áfengissjúkir falli í freistni ef áfengi fer í matvöruverslanir? „Um leið og þetta er sýnilegra er það aukin freistni fyrir alla. Það gæti verið erfitt fyrir þá sem eru með fíknivanda, alveg örugglega.“Nú eru vínbúðir oft mjög nálægt matvöruverslunum, er hann ekki til staðar nú þegar? „Svo sannarlega. Það er áfengi úti um allt, á mörgum börum og alls staðar þar sem maður lítur við er hægt að fá áfengi.“ Orð að sönnu hjá Valgerði. Áfengið er alls staðar. En skiptir þá einhverju máli þótt það sé í matvörubúðum?Spurning um eitt skref í viðbót Það sem er sérstakt við umræðu um áfengi í matvöruverslanir er auðvitað sú staðreynd að til þess að komast í matvörubúðina þarf áfengissjúklingurinn að labba framhjá Vínbúðinni. Þær eru hér bara hlið við hlið, vínbúðin og matvörubúðin. Áfengissjúklingnum verður aldrei hjúkrað til heilsu nema hann vilji hjálpa sér sjálfur. Hann þarf að vilja að hætta að drekka. Séu menn berskjaldaðir gagnvart því að falla í freistni þá eru tækifærin til þess í raun hvert sem litið er. „Þetta er bara spurning um eitt skref í viðbót, gera það ennþá aðgengilegra, ennþá sýnilegra. Stóra myndin er sú að aukið aðgengi þýðir aukin neysla. Það mun örugglega vera erfitt fyrir marga sem eru að kljást við áfengisfíkn, kannski þá sem eru nýbúnir að vera í meðferð eða eru tæpir fyrir, að eitthvað verður þá á vegi þeirra sem hefði ekki verið annars,” segir Valgerður.Textaútgáfa fréttarinnar var uppfærð 29. janúar 2016 kl. 11:15 þar sem orðalag var lagað og tekið var út orðið „freistnivandi.“
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira