Halldór Bjarkar: Sameiginleg ákvörðun að hætta ingvar haraldsson skrifar 28. janúar 2016 11:52 Halldór Bjarkar Lúðvígsson lætur af störfum hjá Arion. „Þetta var samkomulag milli mín og Höskuldar [Ólafssonar, bankastjóra Arion banka],“ Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fráfarandi framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka um starfslok sín hjá bankanum sem tilkynnt voru starfsmönnum í morgun. „Ég var ráðinn inn í bankann hér upphaflega í janúar 2010 til að sinna þessum úrlausnarmálum og þau hafa fylgt mér alla tíð.“ segir Halldór Bjarkar og vísar þar til eigna sem Arion banka féllu í skaut í kjölfar bankahrunsins. „Ástæðan fyrir að þetta gerist núna er á mánudaginn var tilkynnt um söluna á Bakkavör sem er eitt af stóru sem ég hef verið að sinna og þá var annað hvort að fara í önnur mál innan bankans eða breyta til og ég tók þá ákvörðun að breyta til,“ segir Halldór Bjarkar. „Það voru kaflaskil þannig að þetta er búið að eiga sér svolítinn aðdraganda. Þegar þetta kláraðist núna var tekin sú ákvörðun að breyta til.“Fyrrum stjórendur Kaupþings hafa borið Halldór Bjarkar þungum sökumvísir/stefánStarfslokin ótengd hrunmálumHalldór Bjarkar segir starfslok hans ótengd dómsmálum gegn fyrrum stjórnendum Kaupþings þar sem hann hefur verið lykilvitni ákæruvaldsins. Um tilviljun sé að ræða að sölunni á Bakkavör hafi lokið í sömu viku og dómur í Chesterfield málinu svokallað, gegn fyrrum stjórnendum Kaupþings, hafi verið kveðinn upp. „Þau mál tengjast þessu ekki neitt og komu aldrei til umræðu.“ Sýknudómur Héraðsdóms í því máli var kveðinn upp á þriðjudaginn. Í dómnum var Halldór Bjarkar sagður hafa verið óstöðugur í skýrslum sem hann gaf í málinu, annars vegar undir rannsókn málsins og hins vegar fyrir dómi. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur einnig Halldór Bjarkar um innherjasvik þegar hann seldi bréf í Kaupþingi fáeinum dögum áður en bankinn féll. Halldór Bjarkar hefur ítrekað hafnað ásökunum.Telur eignasölu hafa tekist velHalldór Bjarkar telur að vel hafi tekist til með að selja hluti bankans í óskyldum rekstri. „Með þessum sölum á Klakka og Bakkavör er bankinn búinn að losa sig nokkurn vegin við þau fyrirtæki sem hann endaði með eftir kreppuna 2008. Heilt yfir held ég að þetta hafi gengið vel þó þetta hafi tekið tíma og verið erfitt.“ Sum málanna hafa verið umdeild. Bankinn seldi til að mynda 10 prósenta hlut í Símanum fyrir útboð í október á lægra verði en fékkst í útboðinu. Þá seldi Arion banki 34 prósenta hlut í Högum til félagsins Búvalla árið 2011 á 4,1 milljarð króna í opnu útboði með valrétt á 10 prósent til viðbótar sem var nýttur. Virði hlutarins hækkaði töluvert í kjölfarið og er í dag metinn á um 18 milljarða króna. Búvellir voru meðal annars í eigu fjárfestanna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar sem voru einnig hluti af hópnum sem keypti í Símanum fyrir útboð. Þá var Arion banki sektaður af Fjármálaeftirlitinu í desember síðastliðnum vegna sölu á hlutum í Högum í febrúar árið 2014. Halldór Bjarkar vill ekki gefa upp um hvað taki við næst hjá honum. „Það eru tíu ár síðan ég breytti um starfsvettvang síðast þannig að það var kannski kominn tími á breytingar.“ Tengdar fréttir Halldór Bjarkar hættir hjá Arion Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion, mun láta af störfum hjá bankanum á næstu dögum. Þetta staðfestir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion, í samtali við Vísi. Ákvörðunin var tilkynnt í morgun. 28. janúar 2016 09:39 Hafa grætt 410 milljónir á Símabréfum Valdir viðskiptavinir Arion banka sem fengu að kaupa 5 prósenta hlut í Símanum skömmu fyrir skráningu geta selt hlut sinn á morgun. 14. janúar 2016 07:00 FME sektar Arion um 30 milljónir Fjármálaeftirlitið hefur sektað Arion banka um þrjátíu milljónir króna vegna brots á verðbréfaviðskiptum. 4. desember 2015 14:56 Mest lesið Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Fleiri fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira
„Þetta var samkomulag milli mín og Höskuldar [Ólafssonar, bankastjóra Arion banka],“ Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fráfarandi framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka um starfslok sín hjá bankanum sem tilkynnt voru starfsmönnum í morgun. „Ég var ráðinn inn í bankann hér upphaflega í janúar 2010 til að sinna þessum úrlausnarmálum og þau hafa fylgt mér alla tíð.“ segir Halldór Bjarkar og vísar þar til eigna sem Arion banka féllu í skaut í kjölfar bankahrunsins. „Ástæðan fyrir að þetta gerist núna er á mánudaginn var tilkynnt um söluna á Bakkavör sem er eitt af stóru sem ég hef verið að sinna og þá var annað hvort að fara í önnur mál innan bankans eða breyta til og ég tók þá ákvörðun að breyta til,“ segir Halldór Bjarkar. „Það voru kaflaskil þannig að þetta er búið að eiga sér svolítinn aðdraganda. Þegar þetta kláraðist núna var tekin sú ákvörðun að breyta til.“Fyrrum stjórendur Kaupþings hafa borið Halldór Bjarkar þungum sökumvísir/stefánStarfslokin ótengd hrunmálumHalldór Bjarkar segir starfslok hans ótengd dómsmálum gegn fyrrum stjórnendum Kaupþings þar sem hann hefur verið lykilvitni ákæruvaldsins. Um tilviljun sé að ræða að sölunni á Bakkavör hafi lokið í sömu viku og dómur í Chesterfield málinu svokallað, gegn fyrrum stjórnendum Kaupþings, hafi verið kveðinn upp. „Þau mál tengjast þessu ekki neitt og komu aldrei til umræðu.“ Sýknudómur Héraðsdóms í því máli var kveðinn upp á þriðjudaginn. Í dómnum var Halldór Bjarkar sagður hafa verið óstöðugur í skýrslum sem hann gaf í málinu, annars vegar undir rannsókn málsins og hins vegar fyrir dómi. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur einnig Halldór Bjarkar um innherjasvik þegar hann seldi bréf í Kaupþingi fáeinum dögum áður en bankinn féll. Halldór Bjarkar hefur ítrekað hafnað ásökunum.Telur eignasölu hafa tekist velHalldór Bjarkar telur að vel hafi tekist til með að selja hluti bankans í óskyldum rekstri. „Með þessum sölum á Klakka og Bakkavör er bankinn búinn að losa sig nokkurn vegin við þau fyrirtæki sem hann endaði með eftir kreppuna 2008. Heilt yfir held ég að þetta hafi gengið vel þó þetta hafi tekið tíma og verið erfitt.“ Sum málanna hafa verið umdeild. Bankinn seldi til að mynda 10 prósenta hlut í Símanum fyrir útboð í október á lægra verði en fékkst í útboðinu. Þá seldi Arion banki 34 prósenta hlut í Högum til félagsins Búvalla árið 2011 á 4,1 milljarð króna í opnu útboði með valrétt á 10 prósent til viðbótar sem var nýttur. Virði hlutarins hækkaði töluvert í kjölfarið og er í dag metinn á um 18 milljarða króna. Búvellir voru meðal annars í eigu fjárfestanna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar sem voru einnig hluti af hópnum sem keypti í Símanum fyrir útboð. Þá var Arion banki sektaður af Fjármálaeftirlitinu í desember síðastliðnum vegna sölu á hlutum í Högum í febrúar árið 2014. Halldór Bjarkar vill ekki gefa upp um hvað taki við næst hjá honum. „Það eru tíu ár síðan ég breytti um starfsvettvang síðast þannig að það var kannski kominn tími á breytingar.“
Tengdar fréttir Halldór Bjarkar hættir hjá Arion Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion, mun láta af störfum hjá bankanum á næstu dögum. Þetta staðfestir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion, í samtali við Vísi. Ákvörðunin var tilkynnt í morgun. 28. janúar 2016 09:39 Hafa grætt 410 milljónir á Símabréfum Valdir viðskiptavinir Arion banka sem fengu að kaupa 5 prósenta hlut í Símanum skömmu fyrir skráningu geta selt hlut sinn á morgun. 14. janúar 2016 07:00 FME sektar Arion um 30 milljónir Fjármálaeftirlitið hefur sektað Arion banka um þrjátíu milljónir króna vegna brots á verðbréfaviðskiptum. 4. desember 2015 14:56 Mest lesið Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Fleiri fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira
Halldór Bjarkar hættir hjá Arion Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion, mun láta af störfum hjá bankanum á næstu dögum. Þetta staðfestir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion, í samtali við Vísi. Ákvörðunin var tilkynnt í morgun. 28. janúar 2016 09:39
Hafa grætt 410 milljónir á Símabréfum Valdir viðskiptavinir Arion banka sem fengu að kaupa 5 prósenta hlut í Símanum skömmu fyrir skráningu geta selt hlut sinn á morgun. 14. janúar 2016 07:00
FME sektar Arion um 30 milljónir Fjármálaeftirlitið hefur sektað Arion banka um þrjátíu milljónir króna vegna brots á verðbréfaviðskiptum. 4. desember 2015 14:56