Penn var gáttaður á því að El Chapo vildi hitta sig Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2016 15:36 Sean Penn varði viðtalið sem hann tók við Joaquín Archivaldo Guzmán Loera, mexíkóska eiturlyfjabaróninn sem tvívegis hefur strokið úr haldi lögreglunnar, og birtist í Rolling Stone daginn eftir að yfirvöld höfðu hendur í hári Guzmán, sem alla jafnan gengur undir nafninu El Chapo að nýju í viðtali við 60 Minutes sem Stöð 2 sýndi um helgina. Viðtalið við El Chapo hefur sætt gagnrýni fyrir að spurningarnar hafi ekki verið áleitnar en þær snérust meðal annars um uppvaxtarár hans í fátækt og hverjum hann vildi kenna um fíkniefnavandann. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa leyft El Chapo að lesa viðtalið yfir og samþykkja það fyrir birtingu. Erum öll manneskjur Sjálfur blés Penn á gagnrýnisraddir. „Þú verður að horfa á viðkomandi sem manneskju,“ sagði hann í viðtalinu sem Charlie Rose tók við leikarann og áhugablaðamanninn. „Ef skilningurinn er sá að þetta sé bara slæm manneskja er niðurstaðan sú að og við erum einskis vitrari.“ „Ég vildi velta honum fyrir mér og spyrja hann spurninga og nota það síðan sem akkeri greinarinnar minnar.“ Penn sagðist ekki hafa svör við því af hverju El Chapo samþykkti að hitta sig. Hann kom á fundi við strokufangann í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo sem El Chapo mun vera afar hrifinn af. „Ég var furðu lostinn yfirþví að hann vildi hitta okkur,“ sagði Penn sem sagðist hafa fylgt öllum fyrirmælum El Chapo um heimsóknina. Fann hann ekki sjálfur „Við vitum að mexíkóskum stjórnvöldum fannst flótti hans niðurlægjandi. Þeim fannst niðurlægjandi að einhver fann hann á undan þeim,“ sagði Penn en tók strax fram að hann hefði ekki fundið hann, hann væri ekki klárari en mexíkósk stjórnvöld og eiturlyfjalögreglan í Bandaríkjunum. „Við nýttum tengilið sem leiddi til þess að okkur var boðið til hans.“ Penn segist hafa reiknað með því að yfirvöld vissu af fundi hans við El Chapo. „Ég var gáttaður á því að hann tæki slíka áhættu,“ sagði hann. El Chapo hitti fyrst Penn og leikkonuna og samþykkti að hitta hann átta dögum síðar fyrir viðtalið. Á þeim dögum varð leitin að honum hins vegar sífellt umfangsmeiri og vildi hann því ekki hætta á að hitta Penn aftur augliti til auglitis. Viðtalið var því tekið þannig að Penn sendi honum lista af spurningum og El Chapo tók upp svör sín á myndband og sendi til baka. Fram hefur komið að mexíkósk stjórnvöld telji að fundur þeirra Penn og El Chapo hafi átt þátt í því að lögreglunni tókst að handtaka hann að nýju. Sjálfur vill Penn meina að það segi stjórnvöld til að koma höggi á sig; til að gera hann að skotmarki eiturlyfjahringsins. Hann segist þó ekki óttast um líf sitt.Þátturinn var sýndur á Stöð 2 síðastliðin sunnudag en Vísir birtir nú þann hluta þáttarins sem inniheldur viðtalið við Penn. 60 Minutes er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudögum klukkan 23.20. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sean Penn varði viðtalið sem hann tók við Joaquín Archivaldo Guzmán Loera, mexíkóska eiturlyfjabaróninn sem tvívegis hefur strokið úr haldi lögreglunnar, og birtist í Rolling Stone daginn eftir að yfirvöld höfðu hendur í hári Guzmán, sem alla jafnan gengur undir nafninu El Chapo að nýju í viðtali við 60 Minutes sem Stöð 2 sýndi um helgina. Viðtalið við El Chapo hefur sætt gagnrýni fyrir að spurningarnar hafi ekki verið áleitnar en þær snérust meðal annars um uppvaxtarár hans í fátækt og hverjum hann vildi kenna um fíkniefnavandann. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa leyft El Chapo að lesa viðtalið yfir og samþykkja það fyrir birtingu. Erum öll manneskjur Sjálfur blés Penn á gagnrýnisraddir. „Þú verður að horfa á viðkomandi sem manneskju,“ sagði hann í viðtalinu sem Charlie Rose tók við leikarann og áhugablaðamanninn. „Ef skilningurinn er sá að þetta sé bara slæm manneskja er niðurstaðan sú að og við erum einskis vitrari.“ „Ég vildi velta honum fyrir mér og spyrja hann spurninga og nota það síðan sem akkeri greinarinnar minnar.“ Penn sagðist ekki hafa svör við því af hverju El Chapo samþykkti að hitta sig. Hann kom á fundi við strokufangann í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo sem El Chapo mun vera afar hrifinn af. „Ég var furðu lostinn yfirþví að hann vildi hitta okkur,“ sagði Penn sem sagðist hafa fylgt öllum fyrirmælum El Chapo um heimsóknina. Fann hann ekki sjálfur „Við vitum að mexíkóskum stjórnvöldum fannst flótti hans niðurlægjandi. Þeim fannst niðurlægjandi að einhver fann hann á undan þeim,“ sagði Penn en tók strax fram að hann hefði ekki fundið hann, hann væri ekki klárari en mexíkósk stjórnvöld og eiturlyfjalögreglan í Bandaríkjunum. „Við nýttum tengilið sem leiddi til þess að okkur var boðið til hans.“ Penn segist hafa reiknað með því að yfirvöld vissu af fundi hans við El Chapo. „Ég var gáttaður á því að hann tæki slíka áhættu,“ sagði hann. El Chapo hitti fyrst Penn og leikkonuna og samþykkti að hitta hann átta dögum síðar fyrir viðtalið. Á þeim dögum varð leitin að honum hins vegar sífellt umfangsmeiri og vildi hann því ekki hætta á að hitta Penn aftur augliti til auglitis. Viðtalið var því tekið þannig að Penn sendi honum lista af spurningum og El Chapo tók upp svör sín á myndband og sendi til baka. Fram hefur komið að mexíkósk stjórnvöld telji að fundur þeirra Penn og El Chapo hafi átt þátt í því að lögreglunni tókst að handtaka hann að nýju. Sjálfur vill Penn meina að það segi stjórnvöld til að koma höggi á sig; til að gera hann að skotmarki eiturlyfjahringsins. Hann segist þó ekki óttast um líf sitt.Þátturinn var sýndur á Stöð 2 síðastliðin sunnudag en Vísir birtir nú þann hluta þáttarins sem inniheldur viðtalið við Penn. 60 Minutes er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudögum klukkan 23.20.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira