Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2016 12:49 Eygló Harðardóttir samstarfsráðherra Norðurlandanna hefur verulegar áhyggjur af þróun málefna flóttamanna í Evrópu og nýlegum lögum í Danmörku sem gera sameiningu fjölskyldna erfiðari. Þingmaður Bjartrar framtíðar skorar á ráðherrann að koma mótmælum Íslendinga við lögunum skýrt til skila. Danska þingið samþykkti ný lög í þessari viku sem heimila stjórnvöldum þar að gera eigur flóttamanna yfgir tiltekinni upphæð upptækar. Þá gera lögin fjölskyldum flóttamanna erfiðara að sameinast en áður. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar spurði Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem jafnframt er samstarfsráðherra Norðurlanda, út í viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þessum lögum og hvort þetta mál hafi verið rætt á vettvangi samstarfsráðherranna. „Ég myndi segja að hún sé forkastanleg þessi löggjöf út frá alls konar sjónarmiðum um mannréttindi og mannúð, sem við viljum tileinka okkur ekki síst sem Norðurlandaþjóð,“ sagði Guðmundur. „Staðan eins og hún hefur verið á undanförnum mánuðum í flóttamannamálum í Evrópu er eitthvað sem við höfum verulegar áhyggjur af,“ sagði Eygló og bætti við að það væri sannarlega ástæða til að ræða þessi mál á Alþingi. Hún sagði að menn hefðu aðallega lýst áhyggjum af þeim hluta laganna í Danmörku sem heimiluðu upptöku eigna en hún hefði einnig miklar áhyggjur af því að lögin gerðu þeim sem hefðu stöðu flóttamanna erfiðara að sameinast fjölskyldum sínum. Eygló sagði samstarfsráðherrana funda í Helsinki í næstu viku þar sem meðal annars ætti að ræða aðlögun flóttamanna að norrænum samfélögum. „Ég vona að hæstvirtur ráðherra komi á framfæri skýrum mótmælum Íslands, og vonandi ríkisstjórnarinnar sem hún situr í, við þessari hugsun. Mér finnst Norðurlandasamstarfið einna helst byggja á því að við deilum gildum. Við deilum viðhorfi og áherslu á mannréttindi í þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur. Ráðherra sagði menn nú horfa á breytta heimsmynd og veruleika. Það væri verið að ræða þessi mál á evrópskum vettvangi, innan norrænu ráðherranefndarinnar og hún reiknaði með að alþingismenn ræddu þróunina. Ekki bara í Danmörku heldur öðrum löndum einnig. „Og hvernig sé best að vinna úr þessu. Gera það einmitt á grundvelli þeirra áherslna sem sem þingmaðurinn nefnir hér. Á grundvelli þess sem einkennt hefur norræn samfélög. Okkar norrænu gildi. Virðingunni fyrir mannréttindum og að við hugum að því hvernig við getum stutt hvern og einn einstakling sem kemur til okkar og þá sem búa í okkar samfélagi með sem bestum hætti,“ sagði Eygló Harðardóttir. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Eygló Harðardóttir samstarfsráðherra Norðurlandanna hefur verulegar áhyggjur af þróun málefna flóttamanna í Evrópu og nýlegum lögum í Danmörku sem gera sameiningu fjölskyldna erfiðari. Þingmaður Bjartrar framtíðar skorar á ráðherrann að koma mótmælum Íslendinga við lögunum skýrt til skila. Danska þingið samþykkti ný lög í þessari viku sem heimila stjórnvöldum þar að gera eigur flóttamanna yfgir tiltekinni upphæð upptækar. Þá gera lögin fjölskyldum flóttamanna erfiðara að sameinast en áður. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar spurði Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem jafnframt er samstarfsráðherra Norðurlanda, út í viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þessum lögum og hvort þetta mál hafi verið rætt á vettvangi samstarfsráðherranna. „Ég myndi segja að hún sé forkastanleg þessi löggjöf út frá alls konar sjónarmiðum um mannréttindi og mannúð, sem við viljum tileinka okkur ekki síst sem Norðurlandaþjóð,“ sagði Guðmundur. „Staðan eins og hún hefur verið á undanförnum mánuðum í flóttamannamálum í Evrópu er eitthvað sem við höfum verulegar áhyggjur af,“ sagði Eygló og bætti við að það væri sannarlega ástæða til að ræða þessi mál á Alþingi. Hún sagði að menn hefðu aðallega lýst áhyggjum af þeim hluta laganna í Danmörku sem heimiluðu upptöku eigna en hún hefði einnig miklar áhyggjur af því að lögin gerðu þeim sem hefðu stöðu flóttamanna erfiðara að sameinast fjölskyldum sínum. Eygló sagði samstarfsráðherrana funda í Helsinki í næstu viku þar sem meðal annars ætti að ræða aðlögun flóttamanna að norrænum samfélögum. „Ég vona að hæstvirtur ráðherra komi á framfæri skýrum mótmælum Íslands, og vonandi ríkisstjórnarinnar sem hún situr í, við þessari hugsun. Mér finnst Norðurlandasamstarfið einna helst byggja á því að við deilum gildum. Við deilum viðhorfi og áherslu á mannréttindi í þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur. Ráðherra sagði menn nú horfa á breytta heimsmynd og veruleika. Það væri verið að ræða þessi mál á evrópskum vettvangi, innan norrænu ráðherranefndarinnar og hún reiknaði með að alþingismenn ræddu þróunina. Ekki bara í Danmörku heldur öðrum löndum einnig. „Og hvernig sé best að vinna úr þessu. Gera það einmitt á grundvelli þeirra áherslna sem sem þingmaðurinn nefnir hér. Á grundvelli þess sem einkennt hefur norræn samfélög. Okkar norrænu gildi. Virðingunni fyrir mannréttindum og að við hugum að því hvernig við getum stutt hvern og einn einstakling sem kemur til okkar og þá sem búa í okkar samfélagi með sem bestum hætti,“ sagði Eygló Harðardóttir.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira