Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2016 12:49 Eygló Harðardóttir samstarfsráðherra Norðurlandanna hefur verulegar áhyggjur af þróun málefna flóttamanna í Evrópu og nýlegum lögum í Danmörku sem gera sameiningu fjölskyldna erfiðari. Þingmaður Bjartrar framtíðar skorar á ráðherrann að koma mótmælum Íslendinga við lögunum skýrt til skila. Danska þingið samþykkti ný lög í þessari viku sem heimila stjórnvöldum þar að gera eigur flóttamanna yfgir tiltekinni upphæð upptækar. Þá gera lögin fjölskyldum flóttamanna erfiðara að sameinast en áður. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar spurði Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem jafnframt er samstarfsráðherra Norðurlanda, út í viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þessum lögum og hvort þetta mál hafi verið rætt á vettvangi samstarfsráðherranna. „Ég myndi segja að hún sé forkastanleg þessi löggjöf út frá alls konar sjónarmiðum um mannréttindi og mannúð, sem við viljum tileinka okkur ekki síst sem Norðurlandaþjóð,“ sagði Guðmundur. „Staðan eins og hún hefur verið á undanförnum mánuðum í flóttamannamálum í Evrópu er eitthvað sem við höfum verulegar áhyggjur af,“ sagði Eygló og bætti við að það væri sannarlega ástæða til að ræða þessi mál á Alþingi. Hún sagði að menn hefðu aðallega lýst áhyggjum af þeim hluta laganna í Danmörku sem heimiluðu upptöku eigna en hún hefði einnig miklar áhyggjur af því að lögin gerðu þeim sem hefðu stöðu flóttamanna erfiðara að sameinast fjölskyldum sínum. Eygló sagði samstarfsráðherrana funda í Helsinki í næstu viku þar sem meðal annars ætti að ræða aðlögun flóttamanna að norrænum samfélögum. „Ég vona að hæstvirtur ráðherra komi á framfæri skýrum mótmælum Íslands, og vonandi ríkisstjórnarinnar sem hún situr í, við þessari hugsun. Mér finnst Norðurlandasamstarfið einna helst byggja á því að við deilum gildum. Við deilum viðhorfi og áherslu á mannréttindi í þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur. Ráðherra sagði menn nú horfa á breytta heimsmynd og veruleika. Það væri verið að ræða þessi mál á evrópskum vettvangi, innan norrænu ráðherranefndarinnar og hún reiknaði með að alþingismenn ræddu þróunina. Ekki bara í Danmörku heldur öðrum löndum einnig. „Og hvernig sé best að vinna úr þessu. Gera það einmitt á grundvelli þeirra áherslna sem sem þingmaðurinn nefnir hér. Á grundvelli þess sem einkennt hefur norræn samfélög. Okkar norrænu gildi. Virðingunni fyrir mannréttindum og að við hugum að því hvernig við getum stutt hvern og einn einstakling sem kemur til okkar og þá sem búa í okkar samfélagi með sem bestum hætti,“ sagði Eygló Harðardóttir. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Eygló Harðardóttir samstarfsráðherra Norðurlandanna hefur verulegar áhyggjur af þróun málefna flóttamanna í Evrópu og nýlegum lögum í Danmörku sem gera sameiningu fjölskyldna erfiðari. Þingmaður Bjartrar framtíðar skorar á ráðherrann að koma mótmælum Íslendinga við lögunum skýrt til skila. Danska þingið samþykkti ný lög í þessari viku sem heimila stjórnvöldum þar að gera eigur flóttamanna yfgir tiltekinni upphæð upptækar. Þá gera lögin fjölskyldum flóttamanna erfiðara að sameinast en áður. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar spurði Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem jafnframt er samstarfsráðherra Norðurlanda, út í viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þessum lögum og hvort þetta mál hafi verið rætt á vettvangi samstarfsráðherranna. „Ég myndi segja að hún sé forkastanleg þessi löggjöf út frá alls konar sjónarmiðum um mannréttindi og mannúð, sem við viljum tileinka okkur ekki síst sem Norðurlandaþjóð,“ sagði Guðmundur. „Staðan eins og hún hefur verið á undanförnum mánuðum í flóttamannamálum í Evrópu er eitthvað sem við höfum verulegar áhyggjur af,“ sagði Eygló og bætti við að það væri sannarlega ástæða til að ræða þessi mál á Alþingi. Hún sagði að menn hefðu aðallega lýst áhyggjum af þeim hluta laganna í Danmörku sem heimiluðu upptöku eigna en hún hefði einnig miklar áhyggjur af því að lögin gerðu þeim sem hefðu stöðu flóttamanna erfiðara að sameinast fjölskyldum sínum. Eygló sagði samstarfsráðherrana funda í Helsinki í næstu viku þar sem meðal annars ætti að ræða aðlögun flóttamanna að norrænum samfélögum. „Ég vona að hæstvirtur ráðherra komi á framfæri skýrum mótmælum Íslands, og vonandi ríkisstjórnarinnar sem hún situr í, við þessari hugsun. Mér finnst Norðurlandasamstarfið einna helst byggja á því að við deilum gildum. Við deilum viðhorfi og áherslu á mannréttindi í þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur. Ráðherra sagði menn nú horfa á breytta heimsmynd og veruleika. Það væri verið að ræða þessi mál á evrópskum vettvangi, innan norrænu ráðherranefndarinnar og hún reiknaði með að alþingismenn ræddu þróunina. Ekki bara í Danmörku heldur öðrum löndum einnig. „Og hvernig sé best að vinna úr þessu. Gera það einmitt á grundvelli þeirra áherslna sem sem þingmaðurinn nefnir hér. Á grundvelli þess sem einkennt hefur norræn samfélög. Okkar norrænu gildi. Virðingunni fyrir mannréttindum og að við hugum að því hvernig við getum stutt hvern og einn einstakling sem kemur til okkar og þá sem búa í okkar samfélagi með sem bestum hætti,“ sagði Eygló Harðardóttir.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira