Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion, mun láta af störfum hjá bankanum á næstu dögum. Þetta staðfestir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion, í samtali við Vísi. Ákvörðunin var tilkynnt í morgun.
Halldór Bjarkar tók við starfi framkvæmdastjóra fjárfestingarbankasviðs Arion banka í september 2011. Á árunum 2010 til 2011 var hann framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu Arion banka. Hann vann fyrir skilanefnd Kaupþings um skeið og á árunum 2005 til 2008 starfaði Halldór á útlánasviði Kaupþings banka.
Halldór Bjarkar var lykilvitni í þeim málum sem sérstakur saksóknari hefur rekið gegn stjórnendum Kaupþings. Í niðurstöðu Héraðsdóms í svokölluðu Chesterfield-máli, sem kveðinn var upp fyrr í vikunni, kemur fram að Halldór Bjarkar hafi verið óstöðugur í skýrslum sem hann gaf í málinu, annars vegar undir rannsókn málsins og hins vegar fyrir dómi.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur sakað Halldór Bjarkar um innherjasvik þegar hann seldi bréf í Kaupþingi fáeinum dögum áður en bankinn féll. Þeim ásökunum hefur Halldór Bjarkar hafnað með yfirlýsingu.
Halldór Bjarkar hættir hjá Arion
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið



Verð enn lægst í Prís
Neytendur


„Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið
Viðskipti erlent

Northvolt í þrot
Viðskipti erlent


Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“
Viðskipti erlent

Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu
Viðskipti erlent

Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu
Viðskipti innlent