Fráleitar ásakanir í skjóli nafnleyndar Steinþór Pálsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Í Skjóðunni í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, voru í gær settar fram alvarlegar rangfærslur og dylgjur í garð stjórnenda Landsbankans í skjóli nafnleyndar. Óhjákvæmilegt er að bregðast við þeim. Í Skjóðunni segir m.a. að það sé „ekki hægt að halda því fram að að mönnum hafi ekki verið kunnugt um söluna á Visa Europe, sem nú færir nýjum eigendum marga milljarða“. Við í Landsbankanum höfum aldrei sagt að við vissum ekki af valréttinum milli Visa Inc. og Visa Europe.Ekkert lá fyrir um að Borgun ætti að fá greiðslur vegna Visa Europe Við söluna á Borgun lá á hinn bóginn ekkert fyrir um að Borgun ætti rétt á að fá greiðslur vegna hans. Þessar upplýsingar lágu heldur ekki fyrir við fyrri viðskipti með hluti í Borgun, s.s. á árunum 2010 og 2011, en valrétturinn er frá 2007. Landsbankinn hefur fengið þær upplýsingar að greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe byggist að mestu leyti á erlendum Visa-umsvifum á því rúmlega ári sem liðið er frá því bankinn seldi hlut sinn. Stjórnendur Borgunar hafa greint frá miklum vexti í útlöndum á árinu 2015. Landsbankinn vissi af áformum um vöxt erlendis en taldi þau áhættusöm, m.a. í ljósi fyrri útrásarsögu íslenskra kortafyrirtækja. Gagnrýni á bankann fyrir að selja á röngum tíma er skiljanleg en hafa verður í huga að bankinn sá ekki fyrir – fremur en aðrir – greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe. Landsbankinn taldi mikilvægt að selja minnihlutaeign sína í báðum kortafyrirtækjunum til að stuðla að sátt á kortamarkaði, enda lá fyrir sú afstaða Samkeppniseftirlitsins að aðeins einn banki mætti vera í eigendahópi kortafyrirtækis. Bankinn seldi 31,2% hlut sinn á 2,2 milljarða króna. Söluverðið var 88% hærra en eigið fé Borgunar sem telst hátt verð fyrir fjármálafyrirtæki.Mark tekið á gagnrýninni Fullyrðingar Skjóðunnar um ásetning stjórnenda um að valda bankanum tjóni og að eignum hafi verið komið til „sérvalinna vina“ eru ósannar og fráleitar. Við höfum tekið mark á gagnrýninni á söluferlið. Við hefðum betur haft söluferlið opið og við höfum breytt stefnu okkar til samræmis við það. Frá því fyrst var greint frá greiðslum til Borgunar vegna Visa Europe í sl. viku hefur Landsbankinn lagt sig fram við að svara fyrirspurnum fjölmiðla og almennings. Til að gera nánari grein fyrir sölunni á hlutnum í Borgun opnaði bankinn á mánudag upplýsingasíðu á vef sínum. Við vonum að sem flestir kynni sér málið, líka þeir sem rita pistla undir nafnleynd í fjölmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Tengdar fréttir Skussar ársins – eða ótíndir skúrkar? Skjóðan segir að bankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans hafi skaðað eigendur bankans. 27. janúar 2016 07:00 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í Skjóðunni í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, voru í gær settar fram alvarlegar rangfærslur og dylgjur í garð stjórnenda Landsbankans í skjóli nafnleyndar. Óhjákvæmilegt er að bregðast við þeim. Í Skjóðunni segir m.a. að það sé „ekki hægt að halda því fram að að mönnum hafi ekki verið kunnugt um söluna á Visa Europe, sem nú færir nýjum eigendum marga milljarða“. Við í Landsbankanum höfum aldrei sagt að við vissum ekki af valréttinum milli Visa Inc. og Visa Europe.Ekkert lá fyrir um að Borgun ætti að fá greiðslur vegna Visa Europe Við söluna á Borgun lá á hinn bóginn ekkert fyrir um að Borgun ætti rétt á að fá greiðslur vegna hans. Þessar upplýsingar lágu heldur ekki fyrir við fyrri viðskipti með hluti í Borgun, s.s. á árunum 2010 og 2011, en valrétturinn er frá 2007. Landsbankinn hefur fengið þær upplýsingar að greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe byggist að mestu leyti á erlendum Visa-umsvifum á því rúmlega ári sem liðið er frá því bankinn seldi hlut sinn. Stjórnendur Borgunar hafa greint frá miklum vexti í útlöndum á árinu 2015. Landsbankinn vissi af áformum um vöxt erlendis en taldi þau áhættusöm, m.a. í ljósi fyrri útrásarsögu íslenskra kortafyrirtækja. Gagnrýni á bankann fyrir að selja á röngum tíma er skiljanleg en hafa verður í huga að bankinn sá ekki fyrir – fremur en aðrir – greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe. Landsbankinn taldi mikilvægt að selja minnihlutaeign sína í báðum kortafyrirtækjunum til að stuðla að sátt á kortamarkaði, enda lá fyrir sú afstaða Samkeppniseftirlitsins að aðeins einn banki mætti vera í eigendahópi kortafyrirtækis. Bankinn seldi 31,2% hlut sinn á 2,2 milljarða króna. Söluverðið var 88% hærra en eigið fé Borgunar sem telst hátt verð fyrir fjármálafyrirtæki.Mark tekið á gagnrýninni Fullyrðingar Skjóðunnar um ásetning stjórnenda um að valda bankanum tjóni og að eignum hafi verið komið til „sérvalinna vina“ eru ósannar og fráleitar. Við höfum tekið mark á gagnrýninni á söluferlið. Við hefðum betur haft söluferlið opið og við höfum breytt stefnu okkar til samræmis við það. Frá því fyrst var greint frá greiðslum til Borgunar vegna Visa Europe í sl. viku hefur Landsbankinn lagt sig fram við að svara fyrirspurnum fjölmiðla og almennings. Til að gera nánari grein fyrir sölunni á hlutnum í Borgun opnaði bankinn á mánudag upplýsingasíðu á vef sínum. Við vonum að sem flestir kynni sér málið, líka þeir sem rita pistla undir nafnleynd í fjölmiðla.
Skussar ársins – eða ótíndir skúrkar? Skjóðan segir að bankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans hafi skaðað eigendur bankans. 27. janúar 2016 07:00
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar