Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. janúar 2016 07:00 Allt kapp er lagt á að ljúka rannsókn á slysi í Silfru. Kínversk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítala. Eiginmaður konunnar fær aðstoð kínverska sendiráðsins. vísir/pjetur Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum á þriðjudag kom til Íslands með eiginmanni sínum. Kínverska sendiráðið hefur verið honum innan handar og hafa foreldrar konunnar verið látnir vita af mjög alvarlegu ástandi hennar. „Kínverska sendiráðið hefur veitt mikla aðstoð vegna þessa hörmulega atburðar og gert margar ráðstafanir til þess að veita vernd og ráðgjöf til þeirra kínversku ríkisborgara sem eiga hlut að máli,“ segir í svari frá sendiráðinu. Rannsókn lögreglu á því hvernig og hvers vegna slysið varð er enn í fullum gangi en yfirheyrslum er lokið. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir fjölmarga koma að rannsókn málsins. „Sérsveit ríkislögreglustjóra, slökkvilið og kafarar frá Landhelgisgæslunni aðstoðuðu við það verk að ná stykkjum og hlutum af búningi konunnar upp af botninum. Hún sökk þrjátíu metra til botns.“ Bannað er að kafa í Silfru á meira en 18 metra dýpi. Þorgrímur Óli segir konuna ekki hafa farið á mikið dýpi. „Hún virðist hafa lent í einhverju sogi eða niðurstreymi, hefur mögulega farið inn í sprungu og verið svolítið falin. Á botninum lágu hylki og eitthvað fleira.“ Konan var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og með leiðsögumann með sér. Leiðsögumaðurinn og annar úr hópi kafara náðu konunni upp af botninum. „Við rannsökum hvers vegna hún sökk, hvað gerðist, hvort farið var eftir reglum og hvort búnaðurinn hafi verið í lagi. Tæknideild lögreglunnar fer yfir búnaðinn,“ segir Þorgrímur Óli og vill ekki gefa upp um hvaða ferðaþjónustufyrirtæki var að ræða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem köfunarslys verður í Silfru, þetta er í raun þriðja alvarlega slysið á síðustu sex árum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir hátt á þriðja tug þúsunda ferðamanna kafa í Silfru á ári og segir mikilvægt að nú setjist allir aðilar, sem hafi aðkomu að þessum málum, niður og ræði það hvort herða þurfi reglur vegna köfunar í gjánni. „Það þarf að fara vandlega yfir þetta, hvort það þurfi frekari fjöldatakmarkanir eða strangari reglur. Við þurfum hreinlega að endurmeta stöðuna og skoða það hvort þetta er stöðugt sama hættan sem veldur slysum.“ Tengdar fréttir Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08 Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum á þriðjudag kom til Íslands með eiginmanni sínum. Kínverska sendiráðið hefur verið honum innan handar og hafa foreldrar konunnar verið látnir vita af mjög alvarlegu ástandi hennar. „Kínverska sendiráðið hefur veitt mikla aðstoð vegna þessa hörmulega atburðar og gert margar ráðstafanir til þess að veita vernd og ráðgjöf til þeirra kínversku ríkisborgara sem eiga hlut að máli,“ segir í svari frá sendiráðinu. Rannsókn lögreglu á því hvernig og hvers vegna slysið varð er enn í fullum gangi en yfirheyrslum er lokið. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir fjölmarga koma að rannsókn málsins. „Sérsveit ríkislögreglustjóra, slökkvilið og kafarar frá Landhelgisgæslunni aðstoðuðu við það verk að ná stykkjum og hlutum af búningi konunnar upp af botninum. Hún sökk þrjátíu metra til botns.“ Bannað er að kafa í Silfru á meira en 18 metra dýpi. Þorgrímur Óli segir konuna ekki hafa farið á mikið dýpi. „Hún virðist hafa lent í einhverju sogi eða niðurstreymi, hefur mögulega farið inn í sprungu og verið svolítið falin. Á botninum lágu hylki og eitthvað fleira.“ Konan var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og með leiðsögumann með sér. Leiðsögumaðurinn og annar úr hópi kafara náðu konunni upp af botninum. „Við rannsökum hvers vegna hún sökk, hvað gerðist, hvort farið var eftir reglum og hvort búnaðurinn hafi verið í lagi. Tæknideild lögreglunnar fer yfir búnaðinn,“ segir Þorgrímur Óli og vill ekki gefa upp um hvaða ferðaþjónustufyrirtæki var að ræða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem köfunarslys verður í Silfru, þetta er í raun þriðja alvarlega slysið á síðustu sex árum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir hátt á þriðja tug þúsunda ferðamanna kafa í Silfru á ári og segir mikilvægt að nú setjist allir aðilar, sem hafi aðkomu að þessum málum, niður og ræði það hvort herða þurfi reglur vegna köfunar í gjánni. „Það þarf að fara vandlega yfir þetta, hvort það þurfi frekari fjöldatakmarkanir eða strangari reglur. Við þurfum hreinlega að endurmeta stöðuna og skoða það hvort þetta er stöðugt sama hættan sem veldur slysum.“
Tengdar fréttir Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08 Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08
Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00