Er umræðan hættuleg? Athugasemdir við fréttir af spillingu Jón Ólafsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Ríkisútvarpið og visir.is sögðu nýlega frá því í fréttum sínum að Íslendingar hefðu „ýkta mynd af spillingu“ en með því var átt við að almenningur hér á landi virtist telja að spilling væri meiri en hún sé í raun og veru. Þessum tíðindum var svo fylgt eftir með vangaveltum um hvað þetta þýddi og hverjar afleiðingarnar gætu verið. Niðurstaðan var sú að afar háskalegt væri að fólk hefði slíkar ranghugmyndir, ýkt mynd af spillingu gæti nefnilega leitt til aukinnar spillingar, þar sem fólk hefði tilhneigingu til að réttlæta eigin spillingu með því að „allir séu hvort eð er að haga sér svona“. Ekki var reynt að skýra þetta orsakasamhengi frekar, en fram kom að þetta væri „algengt í þriðja heiminum“. Umfjöllun beggja fjölmiðla byggðist á fyrirlestri Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, um upplifun spillingar, en þar kynnti hann niðurstöður könnunar á því hve mikil spilling almenningur teldi að viðgengist á Íslandi. Í könnuninni var gerður greinarmunur á nokkrum tegundum spillingar, en samkvæmt henni telja Íslendingar spillingu talsverða í stjórnkerfinu: 70% telja að „mismunun“ sé algeng, um 60% að „fals“ og „sérhagsmunir“ hafi oft áhrif, 55% telja „mútur“ viðgangast, 35% „fjárdrátt“ og 25% „nauðung“. Gunnar Helgi beindi athygli fréttamannanna hins vegar sérstaklega að því að miklu færri hafa persónulega reynslu af spillingu en þeir sem telja hana viðgangast. Innan við þriðjungur þeirra sem telja mismunun algenga hafa upplifað hana, einn fimmti þeirra sem telja fals og sérhagsmuni algenga hefur reynslu af slíku, og sömuleiðis eru þeir sem komist hafa sjálfir í tæri við mútur, fjárdrátt eða nauðung umtalsvert færri en þeir sem telja þetta viðgangast. Í viðtali í sjónvarpsfréttum kvaðst hann telja að það væri þjóðfélagsumræðan sem mótaði þessa upplifun af spillingu.Hátt hlutfall eða lágt? Þegar gögnin eru skoðuð gagnrýnum augum vakna þó strax spurningar um fræðilegt réttmæti þessara ályktana. Tölurnar sem fréttamiðlarnir birtu virðast alls ekki benda til þess að almenningur hafi ýkta mynd af spillingu eða að þjóðfélagsumræða afvegaleiði hann. Í fyrsta lagi er viðbúið að fáir telji sig hafa persónulega reynslu af spillingu jafnvel þó hún sé alvarlegt vandamál. Ef 20% fólks hafa persónulega reynslu af spillingu má einmitt telja líklegt að miklu fleiri en 20% fái vitneskju um að spilling viðgangist. 20% er reyndar nokkuð hátt hlutfall og þar að auki má gera ráð fyrir út frá tölunum að þeir séu enn fleiri sem hafa persónulega reynslu af einhverri tegund spillingar. Einnig mætti halda því fram að hafi aðeins 70% vitneskju um spillingu sem 20% hafa orðið fyrir, bendi það til þess að spillingin sé vel falin. Hvers vegna eru það ekki 80 eða 90 prósent sem vita af spillingunni ef einn af hverjum fimm hefur persónulega reynslu af henni? Hvað með þá sem njóta góðs af spillingu – eru þeir líklegir til að viðurkenna spillta hegðun sem spillingu, jafnvel þó að þeir strangt tekið viti af henni?Meðvitund um spillingu er varla skaðleg Í öðru lagi, jafnvel þótt því sé haldið fram að hlutfall þeirra, sem telja spillingu viðgangast en hafa ekki lent í henni sjálfir, sé hærra en búast mætti við, er ekkert sem segir að skoðun þeirra sé röng. Könnunin segir ekkert um þetta en í fréttunum var þrátt fyrir það sagt frá henni eins og gögnin gæfu þetta augljóslega til kynna. Loks eru vangavelturnar um hættulegar afleiðingar af „ýktri mynd af spillingu“ úr lausu lofti gripnar, þar sem ekkert bendir til að mynd almennings sé ýkt. En jafnvel þó svo væri er hæpið að í nokkuð opnu og þróuðu, lýðræðisríki leiði meðvitund um spillingu til þess að spilling aukist. Líklegra væri að þjóðfélagsumræða um spillingu á opinberum vettvangi knýi fjölmiðla til að rannsaka meint spillingarmál, stofnanir samfélagsins til þess að draga úr spillingarhvötum og leiði til skýrari krafna um að mál séu rannsökuð eða um að þeir sem sækjast eftir trausti almennings geri hreint fyrir sínum dyrum. Með því að halda því fram að orsakasamhengið sé öfugt er málum sannarlega snúið á hvolf – svona eins og þegar sendiboðinn er gerður ábyrgur fyrir tíðindunum sem hann flytur. Umfjöllun Ríkisútvarpsins og á visir.is sýnir vel hve mikilvægt það er að fjölmiðlar taki allar upplýsingar sem þeim eru veittar til gagnrýninnar skoðunar. Þótt eitthvað sé sagt vera byggt á rannsókn eða könnun og að prófessor segi gögn sýna þetta eða hitt, þýðir það ekki að fréttamiðlar geti birt það gagnrýnislaust. Fjölmiðlar eiga ekki að láta neinn mata sig á upplýsingum. Þá er voðinn vís eins og þessi vandræðalegi fréttaflutningur sannar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið og visir.is sögðu nýlega frá því í fréttum sínum að Íslendingar hefðu „ýkta mynd af spillingu“ en með því var átt við að almenningur hér á landi virtist telja að spilling væri meiri en hún sé í raun og veru. Þessum tíðindum var svo fylgt eftir með vangaveltum um hvað þetta þýddi og hverjar afleiðingarnar gætu verið. Niðurstaðan var sú að afar háskalegt væri að fólk hefði slíkar ranghugmyndir, ýkt mynd af spillingu gæti nefnilega leitt til aukinnar spillingar, þar sem fólk hefði tilhneigingu til að réttlæta eigin spillingu með því að „allir séu hvort eð er að haga sér svona“. Ekki var reynt að skýra þetta orsakasamhengi frekar, en fram kom að þetta væri „algengt í þriðja heiminum“. Umfjöllun beggja fjölmiðla byggðist á fyrirlestri Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, um upplifun spillingar, en þar kynnti hann niðurstöður könnunar á því hve mikil spilling almenningur teldi að viðgengist á Íslandi. Í könnuninni var gerður greinarmunur á nokkrum tegundum spillingar, en samkvæmt henni telja Íslendingar spillingu talsverða í stjórnkerfinu: 70% telja að „mismunun“ sé algeng, um 60% að „fals“ og „sérhagsmunir“ hafi oft áhrif, 55% telja „mútur“ viðgangast, 35% „fjárdrátt“ og 25% „nauðung“. Gunnar Helgi beindi athygli fréttamannanna hins vegar sérstaklega að því að miklu færri hafa persónulega reynslu af spillingu en þeir sem telja hana viðgangast. Innan við þriðjungur þeirra sem telja mismunun algenga hafa upplifað hana, einn fimmti þeirra sem telja fals og sérhagsmuni algenga hefur reynslu af slíku, og sömuleiðis eru þeir sem komist hafa sjálfir í tæri við mútur, fjárdrátt eða nauðung umtalsvert færri en þeir sem telja þetta viðgangast. Í viðtali í sjónvarpsfréttum kvaðst hann telja að það væri þjóðfélagsumræðan sem mótaði þessa upplifun af spillingu.Hátt hlutfall eða lágt? Þegar gögnin eru skoðuð gagnrýnum augum vakna þó strax spurningar um fræðilegt réttmæti þessara ályktana. Tölurnar sem fréttamiðlarnir birtu virðast alls ekki benda til þess að almenningur hafi ýkta mynd af spillingu eða að þjóðfélagsumræða afvegaleiði hann. Í fyrsta lagi er viðbúið að fáir telji sig hafa persónulega reynslu af spillingu jafnvel þó hún sé alvarlegt vandamál. Ef 20% fólks hafa persónulega reynslu af spillingu má einmitt telja líklegt að miklu fleiri en 20% fái vitneskju um að spilling viðgangist. 20% er reyndar nokkuð hátt hlutfall og þar að auki má gera ráð fyrir út frá tölunum að þeir séu enn fleiri sem hafa persónulega reynslu af einhverri tegund spillingar. Einnig mætti halda því fram að hafi aðeins 70% vitneskju um spillingu sem 20% hafa orðið fyrir, bendi það til þess að spillingin sé vel falin. Hvers vegna eru það ekki 80 eða 90 prósent sem vita af spillingunni ef einn af hverjum fimm hefur persónulega reynslu af henni? Hvað með þá sem njóta góðs af spillingu – eru þeir líklegir til að viðurkenna spillta hegðun sem spillingu, jafnvel þó að þeir strangt tekið viti af henni?Meðvitund um spillingu er varla skaðleg Í öðru lagi, jafnvel þótt því sé haldið fram að hlutfall þeirra, sem telja spillingu viðgangast en hafa ekki lent í henni sjálfir, sé hærra en búast mætti við, er ekkert sem segir að skoðun þeirra sé röng. Könnunin segir ekkert um þetta en í fréttunum var þrátt fyrir það sagt frá henni eins og gögnin gæfu þetta augljóslega til kynna. Loks eru vangavelturnar um hættulegar afleiðingar af „ýktri mynd af spillingu“ úr lausu lofti gripnar, þar sem ekkert bendir til að mynd almennings sé ýkt. En jafnvel þó svo væri er hæpið að í nokkuð opnu og þróuðu, lýðræðisríki leiði meðvitund um spillingu til þess að spilling aukist. Líklegra væri að þjóðfélagsumræða um spillingu á opinberum vettvangi knýi fjölmiðla til að rannsaka meint spillingarmál, stofnanir samfélagsins til þess að draga úr spillingarhvötum og leiði til skýrari krafna um að mál séu rannsökuð eða um að þeir sem sækjast eftir trausti almennings geri hreint fyrir sínum dyrum. Með því að halda því fram að orsakasamhengið sé öfugt er málum sannarlega snúið á hvolf – svona eins og þegar sendiboðinn er gerður ábyrgur fyrir tíðindunum sem hann flytur. Umfjöllun Ríkisútvarpsins og á visir.is sýnir vel hve mikilvægt það er að fjölmiðlar taki allar upplýsingar sem þeim eru veittar til gagnrýninnar skoðunar. Þótt eitthvað sé sagt vera byggt á rannsókn eða könnun og að prófessor segi gögn sýna þetta eða hitt, þýðir það ekki að fréttamiðlar geti birt það gagnrýnislaust. Fjölmiðlar eiga ekki að láta neinn mata sig á upplýsingum. Þá er voðinn vís eins og þessi vandræðalegi fréttaflutningur sannar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar