ESB samþykkir að framlengja viðskiptaþvinganir gegn Rússum Atli ísleifsson skrifar 21. júní 2016 21:40 Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Vísir/AFP Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í dag að framlengja viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna Úkraínudeilunnar fram til loka janúarmánaðar á næsta ári. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum sínum en enn á formlega eftir að staðfesta ákvörðunina. Viðskiptaþvinganir ESB og samstarfsríkja þeirra, þeirra á meðal Íslandi, gegn Rússum hafa nú verið í gildi í rúm tvö ár. Evrópskir stjórnmálamenn, þýski utanríkisráðherrann Frank-Walter Steinmeier og ítalski forsætisráðherrann Matteo Renzi þeirra á meðal, hafa margir hvatt til þess að þvinganirnar gegn Rússlandi verði mildaðar. Ákveðið var á grípa til þvingana í kjölfar innlimunar Rússlands á Krímskaga og stuðningi Rússa við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Á sama tíma hafa Rússar bannað allan innflutning á matvælum frá þeim ríkjum sem standa að þvingununum. Pólland og Eystrasaltsríkin hafa talað fyrir áframhaldandi þvingunum og segja þær nauðsynlegar þar til friðaráætlun vegna Úkraínu sé að fullu komin til framkvæmda. Leiðtogar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel eftir viku. Tengdar fréttir Lilja segir útilokað að Ísland rjúfi samstöðu vestrænna ríkja Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það komi ekki til greina að bakka með stuðning við viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússum. 21. maí 2016 19:30 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í dag að framlengja viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna Úkraínudeilunnar fram til loka janúarmánaðar á næsta ári. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum sínum en enn á formlega eftir að staðfesta ákvörðunina. Viðskiptaþvinganir ESB og samstarfsríkja þeirra, þeirra á meðal Íslandi, gegn Rússum hafa nú verið í gildi í rúm tvö ár. Evrópskir stjórnmálamenn, þýski utanríkisráðherrann Frank-Walter Steinmeier og ítalski forsætisráðherrann Matteo Renzi þeirra á meðal, hafa margir hvatt til þess að þvinganirnar gegn Rússlandi verði mildaðar. Ákveðið var á grípa til þvingana í kjölfar innlimunar Rússlands á Krímskaga og stuðningi Rússa við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Á sama tíma hafa Rússar bannað allan innflutning á matvælum frá þeim ríkjum sem standa að þvingununum. Pólland og Eystrasaltsríkin hafa talað fyrir áframhaldandi þvingunum og segja þær nauðsynlegar þar til friðaráætlun vegna Úkraínu sé að fullu komin til framkvæmda. Leiðtogar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel eftir viku.
Tengdar fréttir Lilja segir útilokað að Ísland rjúfi samstöðu vestrænna ríkja Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það komi ekki til greina að bakka með stuðning við viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússum. 21. maí 2016 19:30 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Lilja segir útilokað að Ísland rjúfi samstöðu vestrænna ríkja Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að það komi ekki til greina að bakka með stuðning við viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússum. 21. maí 2016 19:30