Króatar komu til baka á móti Spáni og unnu riðilinn | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 20:45 Ivan Perisic fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/EPA Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. Spánverjar höfðu fyrr leikinn leikið fjórtán leiki í röð á EM án þess að tapa og voru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þetta tap þýðir að spænska liðið mætir Ítalíu í sextán liða úrslitunum. Spænska liðið yfirspilaði króatíska liðið í upphafi leiks og fékk líka vítaspyrnu í seinni hálfleik til að komast í 2-1. Sergio Ramos lét hinsvegar verja frá sér og Króatar tryggðu sér sigur rétt fyrir leikslok. Ivan Perisic skoraði sigurmarkið en hann lagði einnig um fyrra markið í lok fyrri hálfleiks og var heldur betur maður kvöldsins hjá Króötum í kvöld ásamt markverðinum Danijel Subasic sem varði víti Ramos. Spánverjar voru með mikla yfirburði fyrstu 25 mínútur leiksins og komust í 1-0 strax á 7. mínútu þegar Álvaro Morata ýtti boltanum yfir marklínuna. Það stefndi í öruggan sigur spænska liðsins og Króatarnir litu ekki vel út á upphafsmínútum leiksins. Spánverjar leyfðu sér hinsvegar að slaka á þegar leið á hálfleikinn og Króatar unnu sig inn í leikinn. Ivan Rakitic var ótrúlega nálægt því að jafna metin og það var ljóst að Króatarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slaka byrjun á leiknum. Nikola Kalinic tókst síðan að jafna metin á lokamínútu fyrir hálfleiks þegar hann afgreiddi boltann í markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Ivan Perisic. Nikola Kalinic var þarna fyrsti maðurinn í 735 mínútur til að skora hjá spænska liðinu í úrslitakeppni EM. Spánverjar virtust vera að fá sigurmark á silfurfati þegar David Silva var felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Sergio Ramos tók vítið en lét Danijel Subasic verja frá sér og staðan var því enn 1-1. Þetta vítaklúður átti efir að koma í bakið á Spánverjum því Ivan Perisic skoraði sigurmark Króata á 89. mínútu eftir frábæran sprett.Álvaro Morata kemur spænska liðinu í 1-0 Morata skorar eftir glæsilegt spil! #ESP 1 #CRO 0 #EMÍsland https://t.co/tlyUQfGnE0— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Nikola Kalinic jafnar í 1-1 Þvílíkt mark hjá Króatíu!'Þetta þarf ekki að vera fast!“1-1#CRO #ESP #EMÍsland https://t.co/JaJZ4ksgf3— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Spánverjar klikka á víti Umdeild vítaspyrna. Umdeild framkvæmd. #ESP #CRO #EMÍsland https://t.co/WBzG8bHM0g— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Sigurmark Ivan Perisic Perišić skorar eftir frábæra skyndisókn! #CRO sigrar #ESP 2-1. #EMÍsland https://t.co/v0PC2YIqFz— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. Spánverjar höfðu fyrr leikinn leikið fjórtán leiki í röð á EM án þess að tapa og voru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þetta tap þýðir að spænska liðið mætir Ítalíu í sextán liða úrslitunum. Spænska liðið yfirspilaði króatíska liðið í upphafi leiks og fékk líka vítaspyrnu í seinni hálfleik til að komast í 2-1. Sergio Ramos lét hinsvegar verja frá sér og Króatar tryggðu sér sigur rétt fyrir leikslok. Ivan Perisic skoraði sigurmarkið en hann lagði einnig um fyrra markið í lok fyrri hálfleiks og var heldur betur maður kvöldsins hjá Króötum í kvöld ásamt markverðinum Danijel Subasic sem varði víti Ramos. Spánverjar voru með mikla yfirburði fyrstu 25 mínútur leiksins og komust í 1-0 strax á 7. mínútu þegar Álvaro Morata ýtti boltanum yfir marklínuna. Það stefndi í öruggan sigur spænska liðsins og Króatarnir litu ekki vel út á upphafsmínútum leiksins. Spánverjar leyfðu sér hinsvegar að slaka á þegar leið á hálfleikinn og Króatar unnu sig inn í leikinn. Ivan Rakitic var ótrúlega nálægt því að jafna metin og það var ljóst að Króatarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slaka byrjun á leiknum. Nikola Kalinic tókst síðan að jafna metin á lokamínútu fyrir hálfleiks þegar hann afgreiddi boltann í markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Ivan Perisic. Nikola Kalinic var þarna fyrsti maðurinn í 735 mínútur til að skora hjá spænska liðinu í úrslitakeppni EM. Spánverjar virtust vera að fá sigurmark á silfurfati þegar David Silva var felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Sergio Ramos tók vítið en lét Danijel Subasic verja frá sér og staðan var því enn 1-1. Þetta vítaklúður átti efir að koma í bakið á Spánverjum því Ivan Perisic skoraði sigurmark Króata á 89. mínútu eftir frábæran sprett.Álvaro Morata kemur spænska liðinu í 1-0 Morata skorar eftir glæsilegt spil! #ESP 1 #CRO 0 #EMÍsland https://t.co/tlyUQfGnE0— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Nikola Kalinic jafnar í 1-1 Þvílíkt mark hjá Króatíu!'Þetta þarf ekki að vera fast!“1-1#CRO #ESP #EMÍsland https://t.co/JaJZ4ksgf3— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Spánverjar klikka á víti Umdeild vítaspyrna. Umdeild framkvæmd. #ESP #CRO #EMÍsland https://t.co/WBzG8bHM0g— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Sigurmark Ivan Perisic Perišić skorar eftir frábæra skyndisókn! #CRO sigrar #ESP 2-1. #EMÍsland https://t.co/v0PC2YIqFz— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira