Í fúlustu alvöru! Þóranna Jónsdóttir skrifar 21. júní 2016 11:44 Ég skrifaði um daginn greinarkorn sem birtist hér á Vísi og bar yfirskriftina „Gefið okkur val“. Tilgangurinn var að biðla til sitjandi forseta um að draga sig í hlé svo fulltrúar næstu kynslóðar í forsetaframboði, þau Andri, Halla og Guðni, gætu tekið samtalið um framtíðarsýn og áherslur. Umræðan gæti þá hætt að snúast um taktíska kosningu og hver ætti möguleika á að fella sitjandi forseta. Ég átti ekki von á að ósk mín myndi rætast jafn fljót og raun bar vitni. Viti menn, örfáum dögum síðar varð ég bænheyrð þegar Ólafur Ragnar dró framboð sitt til baka! Mér varð þó ekki alfarið að ósk minni. Ófyrirséð útskipti áttu sér stað, inn á völlinn steig fóstbróðir Ólafs, engu minni fulltrúi gamals tíma en sá fyrri. Ótti greip um sig og taktískar kosningar voru enn mál málanna. Hver væri nógu sterkur gegn hinum máttuga Davíð? Óskin um málefnalegt samtal varð ekki að veruleika, því er nú verr og miður. Málefnalegt samtal hefði dregið skýrari útlínur þessara þriggja frambjóðenda, gefið kjósendum skarpari mynd af því hvað hvert og eitt þeirra stæði fyrir og hvers þau væru megnug. Samtalið hefði gefið kjósendum betri upplýsingar um hvert þeirra væri í raun og veru hæfast til að gegna embættinu til næstu ára, hver hefði reynsluna, framtíðasýnina, kjarkinn og duginn til að takast á við verkefnið. Í staðin höfum við setið uppi með einhverskonar ómarkvisst suð; um Icesave, um þorskastríðið (halló!), samsæriskenningar og flokkadrætti. Jú, og svo höfum við verið upplýst um gæludýr og systkinaröð frambjóðenda. Ég sakna málefnalegrar umræðu. Samtalið milli Höllu, Andra og Guðna hefur ekki átt sér stað og því eru kjósendur verr upplýstir en þær gætu verið. Yppa öxlum og ætla kannski að kjósa þann sem er efstur í skoðanakönnunum, því það hlýtur bara að vera skásti kosturinn, eða hvað? Sem betur fer er þó nokkuð af fólki á Íslandi sem kann að bjarga sér sjálft. Þetta fólk hefur sótt sér upplýsingar, skoðað vefsíður frambjóðenda, kynnt sér það sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur, leitað uppi þau fáu viðtöl og samtöl sem fjölmiðlar hafa birt, hlustað, hugsað málið og komist að niðurstöðu um hver hafi mest til brunns að bera í þetta embætti. Fleiri og fleiri hafa áttað sig á því að Halla hefur vinninginn yfir þá Andra og Guðna hvað varðar fjölbreytta reynslu, alþjóðlegt samstarf, frumkvæði, framtíðarsýn, framsögu og áræðni. Það er ekki ástæða til að óttast, fylgið við Davíð og fortíðina situr fast í innan við 20%. Um 80% landsmanna ætla að kjósa aðra kosti, það er nóg til skiptanna. Fylgi Höllu er á fljúgandi ferð. Ef fólk leggur sig fram um að skoða, hlusta og nota hyggjuvitið til að taka ákvörðun eigum við möguleika á að eignast frammúrskarandi forseta. Forseta sem mun hlusta á fólkið í landinu, vera okkur til sóma innan lands sem utan, hvetja og horfa til framtíðar. Skynsemin segir mér að velja Höllu, innsæið segir að það sé rétt val. Í fúlustu alvöru, reiknum dæmið til enda! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifaði um daginn greinarkorn sem birtist hér á Vísi og bar yfirskriftina „Gefið okkur val“. Tilgangurinn var að biðla til sitjandi forseta um að draga sig í hlé svo fulltrúar næstu kynslóðar í forsetaframboði, þau Andri, Halla og Guðni, gætu tekið samtalið um framtíðarsýn og áherslur. Umræðan gæti þá hætt að snúast um taktíska kosningu og hver ætti möguleika á að fella sitjandi forseta. Ég átti ekki von á að ósk mín myndi rætast jafn fljót og raun bar vitni. Viti menn, örfáum dögum síðar varð ég bænheyrð þegar Ólafur Ragnar dró framboð sitt til baka! Mér varð þó ekki alfarið að ósk minni. Ófyrirséð útskipti áttu sér stað, inn á völlinn steig fóstbróðir Ólafs, engu minni fulltrúi gamals tíma en sá fyrri. Ótti greip um sig og taktískar kosningar voru enn mál málanna. Hver væri nógu sterkur gegn hinum máttuga Davíð? Óskin um málefnalegt samtal varð ekki að veruleika, því er nú verr og miður. Málefnalegt samtal hefði dregið skýrari útlínur þessara þriggja frambjóðenda, gefið kjósendum skarpari mynd af því hvað hvert og eitt þeirra stæði fyrir og hvers þau væru megnug. Samtalið hefði gefið kjósendum betri upplýsingar um hvert þeirra væri í raun og veru hæfast til að gegna embættinu til næstu ára, hver hefði reynsluna, framtíðasýnina, kjarkinn og duginn til að takast á við verkefnið. Í staðin höfum við setið uppi með einhverskonar ómarkvisst suð; um Icesave, um þorskastríðið (halló!), samsæriskenningar og flokkadrætti. Jú, og svo höfum við verið upplýst um gæludýr og systkinaröð frambjóðenda. Ég sakna málefnalegrar umræðu. Samtalið milli Höllu, Andra og Guðna hefur ekki átt sér stað og því eru kjósendur verr upplýstir en þær gætu verið. Yppa öxlum og ætla kannski að kjósa þann sem er efstur í skoðanakönnunum, því það hlýtur bara að vera skásti kosturinn, eða hvað? Sem betur fer er þó nokkuð af fólki á Íslandi sem kann að bjarga sér sjálft. Þetta fólk hefur sótt sér upplýsingar, skoðað vefsíður frambjóðenda, kynnt sér það sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur, leitað uppi þau fáu viðtöl og samtöl sem fjölmiðlar hafa birt, hlustað, hugsað málið og komist að niðurstöðu um hver hafi mest til brunns að bera í þetta embætti. Fleiri og fleiri hafa áttað sig á því að Halla hefur vinninginn yfir þá Andra og Guðna hvað varðar fjölbreytta reynslu, alþjóðlegt samstarf, frumkvæði, framtíðarsýn, framsögu og áræðni. Það er ekki ástæða til að óttast, fylgið við Davíð og fortíðina situr fast í innan við 20%. Um 80% landsmanna ætla að kjósa aðra kosti, það er nóg til skiptanna. Fylgi Höllu er á fljúgandi ferð. Ef fólk leggur sig fram um að skoða, hlusta og nota hyggjuvitið til að taka ákvörðun eigum við möguleika á að eignast frammúrskarandi forseta. Forseta sem mun hlusta á fólkið í landinu, vera okkur til sóma innan lands sem utan, hvetja og horfa til framtíðar. Skynsemin segir mér að velja Höllu, innsæið segir að það sé rétt val. Í fúlustu alvöru, reiknum dæmið til enda!
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun