Suður í Borgarfirði Kári Stefánsson skrifar 21. júní 2016 07:00 Þegar ég horfi til baka og leita svara við spurningunni um það hver af lærimeisturum mínum hafi lagt mest af mörkum til þess sem ég hef komið í verk um ævina þá er ég ekki í nokkrum vafa um að það sé hann Hjörleifur bróðir minn. Hann kenndi mér að vinna og allt annað sem ég hef lært síðan hefur markast af því sem hann barði inn í höfuðið á mér þegar ég var sautján ára gamall: Þú heldur uppi þínum enda á plankanum. Þú hvolfir ekki hjólbörum á leiðinni, þú sturtar úr þeim á áfangastað. Þú mundar haka og bregður skóflu eins og þú sért að grafa skurð í stað þess að halla þér fram á þessi tæki og hvíla þig. Þú hvílir þig þegar þú ert kominn heim, ekki meðan þú ert í vinnunni. Hann var verkstjóri yfir stórum vinnuflokki sem skipti um holræsi og jarðveg í Sundunum fyrir hálfri öld. Ég var sautján ára og yngstur í hópnum. Hann var nítján ára og verkstjóri yfir okkur öllum, duglegasti maður sem ég hef nokkurn tímann fyrir hitt. Við byrjuðum dagana klukkan tuttugu mínútur yfir sjö á morgnana sex daga vikunnar og unnum oftast fram undir miðnætti. Hjörleifur var ekki verkstjóri sem hélt að sér höndum og lét sér nægja að skipa öðrum fyrir. Hann var alltaf þar sem mest mæddi á og sá sem mest mæddi á hvar sem hann var. Svona dugnaður getur verið ótrúlega fallegur út af fyrir sig, eins og hljómfögur tónlist, eins og litríkt málverk, eins og ljóð sem vísar manni veginn heim. Tíu árum eftir sumarið í Sundunum byrjaði ég tuttugu ára feril í amerískum háskólum og það sem nú er orðið fjörutíu ára akkorð í vísindarannsóknum og fræðimennsku. Og reynsla mín af vinnu minni við tvo af bestu háskólum þessa heims og vinnu annarra við sömu háskóla sem og við fjöldann allan af öðrum háskólum er sú að fræðimennska og vinna við vísindarannsóknir lúti um margt sömu lögmálum og skurðgröfturinn í Sundunum. Það sem gerir háskóla sérstaka, öðru vísi en allar aðrar stofnanir í samfélaginu, er að þeim er ætlað færa okkur uppgötvanir og svör við áður ósvöruðum spurningum um heiminn sem við búum í og þann heim sem býr í okkur. Hins vegar eru háskólar að því leyti eins og allar aðrar stofnanir í samfélaginu að dugnaður er forsenda þess að þeir skili okkur því sem til er ætlast. Ég hef borið til þess gæfu að fá að fylgjast með býsna stórum hópi af ungu fólki byrja sinn feril í vísindum og þróast yfir í afburða vísindamenn. Einn af þeim vann til dæmis með mér þegar hann var ungur læknanemi og fékk þremur áratugum síðar Nóbelsverðlaun í læknisfræði. Það eina sem þetta unga fólk átti allt sameiginlegt var dugnaður. Í þeim öllum bjó einhvers konar Hjörleifur sem hélt uppi sínum enda á plankanum, hvolfdi ekki hjólbörum, mundaði haka og brá skóflu. Þau bjuggu síðan hvert um sig að prívat hæfileikum sem urðu að nýrri sýn á umheiminn vegna elju þeirra og dugnaðar. Dugnaður skilar sér í afköstum við fræðistörf og vísindi engu síður en við skurðgröft. Þess vegna fór fyrir brjóstið á mér grein sem birtist í Fréttablaðinu á miðvikudaginn 15. júní undir fyrirsögninni: Þekkingar-verksmiðjan-Afleiðing nýfrjálshyggjuvæðingar háskóla á Íslandi. Boðskapur greinarinnar er sá að krafan um að háskólamenn skili afköstum valdi kvíða og sé að eyðileggja háskólana. Það sem meira er höfundarnir þrír sem allir bera útlensk nöfn komast að þeirri undirfurðulegu niðurstöðu að vinnumatskerfin sem gera það kleift að bera saman afköst einstaklinga í háskólum og háskólanna sjálfra eigi rætur sínar í nýfrjálshyggju? Getan til þess að bera saman afköst fólks er forsenda þess að geta gert kröfur um afköst og krafan um afköst innan háskóla byggir á sömu fílósófíu og krafan um afköst í Sundunum hér um árið. Þú heldur upp þínum enda á plankanum eða við fáum annan í verkið. Þessi fílósófía er algjör forsenda þess að háskólarnir leggi það af mörkum sem samfélagið á skilið. Dagur Sigurðarson er það íslenska tuttugustu aldar ljóðskáld sem ég held að hefði getað haft meiri áhrif á samtíma sinn en nokkurt annað ljóðskáld ef hann hefði bara verið svolítið afkastameiri. Eitt af þeim ljóða hans sem hafa sannfært mig um þetta er: Raun vísinda stofnun Háskóla Íslands Sannleikurinn í þessu ljóði á ekki rætur sínar í því að það hafi verið miskunnarlaust vinnumatskerfi við Háskóla Íslands hér áður fyrr, heldur í því að það vantaði. Kennarar við skólann sátu í makindum á sínum verndaða vinnustað og það sjást fá merki þess að þeir hafi fundið hjá sér þörf til þess að reyna að varpa nýju ljósi á umheiminn. Síðan þá hefur Háskóli Íslands tekið miklum framförum meðal annars vegna þess að það eru gerðar meiri og markvissari kröfur til kennara skólans. Tækið sem er notað til þess að skilgreina þessar kröfur er vinnumatskerfið. Það kerfi sem er við lýði í dag er meingallað og má leiða að því rök að það mæli bara lengdina á þeim akademíska skurði sem grafinn er í stað þess að taka líka tillit til dýptar og breiddar. Það breytir því ekki að vinnumatskerfi er forsenda þess að Háskólinn geti sinnt sínu hlutverki en það verður stöðugt að þróa það og bæta. Höfundar greinarinnar telja það hins vegar einn af göllunum á vinnumatskerfinu að það sé ekki óbreytanlegt. Ég vona satt að segja að höfundarnir trúi því ekki raunverulega sem þeir segja í greininni og að botninn í hugsunina að baki henni hafi orðið eftir suður í Borgarfirði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Nóbelsverðlaun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég horfi til baka og leita svara við spurningunni um það hver af lærimeisturum mínum hafi lagt mest af mörkum til þess sem ég hef komið í verk um ævina þá er ég ekki í nokkrum vafa um að það sé hann Hjörleifur bróðir minn. Hann kenndi mér að vinna og allt annað sem ég hef lært síðan hefur markast af því sem hann barði inn í höfuðið á mér þegar ég var sautján ára gamall: Þú heldur uppi þínum enda á plankanum. Þú hvolfir ekki hjólbörum á leiðinni, þú sturtar úr þeim á áfangastað. Þú mundar haka og bregður skóflu eins og þú sért að grafa skurð í stað þess að halla þér fram á þessi tæki og hvíla þig. Þú hvílir þig þegar þú ert kominn heim, ekki meðan þú ert í vinnunni. Hann var verkstjóri yfir stórum vinnuflokki sem skipti um holræsi og jarðveg í Sundunum fyrir hálfri öld. Ég var sautján ára og yngstur í hópnum. Hann var nítján ára og verkstjóri yfir okkur öllum, duglegasti maður sem ég hef nokkurn tímann fyrir hitt. Við byrjuðum dagana klukkan tuttugu mínútur yfir sjö á morgnana sex daga vikunnar og unnum oftast fram undir miðnætti. Hjörleifur var ekki verkstjóri sem hélt að sér höndum og lét sér nægja að skipa öðrum fyrir. Hann var alltaf þar sem mest mæddi á og sá sem mest mæddi á hvar sem hann var. Svona dugnaður getur verið ótrúlega fallegur út af fyrir sig, eins og hljómfögur tónlist, eins og litríkt málverk, eins og ljóð sem vísar manni veginn heim. Tíu árum eftir sumarið í Sundunum byrjaði ég tuttugu ára feril í amerískum háskólum og það sem nú er orðið fjörutíu ára akkorð í vísindarannsóknum og fræðimennsku. Og reynsla mín af vinnu minni við tvo af bestu háskólum þessa heims og vinnu annarra við sömu háskóla sem og við fjöldann allan af öðrum háskólum er sú að fræðimennska og vinna við vísindarannsóknir lúti um margt sömu lögmálum og skurðgröfturinn í Sundunum. Það sem gerir háskóla sérstaka, öðru vísi en allar aðrar stofnanir í samfélaginu, er að þeim er ætlað færa okkur uppgötvanir og svör við áður ósvöruðum spurningum um heiminn sem við búum í og þann heim sem býr í okkur. Hins vegar eru háskólar að því leyti eins og allar aðrar stofnanir í samfélaginu að dugnaður er forsenda þess að þeir skili okkur því sem til er ætlast. Ég hef borið til þess gæfu að fá að fylgjast með býsna stórum hópi af ungu fólki byrja sinn feril í vísindum og þróast yfir í afburða vísindamenn. Einn af þeim vann til dæmis með mér þegar hann var ungur læknanemi og fékk þremur áratugum síðar Nóbelsverðlaun í læknisfræði. Það eina sem þetta unga fólk átti allt sameiginlegt var dugnaður. Í þeim öllum bjó einhvers konar Hjörleifur sem hélt uppi sínum enda á plankanum, hvolfdi ekki hjólbörum, mundaði haka og brá skóflu. Þau bjuggu síðan hvert um sig að prívat hæfileikum sem urðu að nýrri sýn á umheiminn vegna elju þeirra og dugnaðar. Dugnaður skilar sér í afköstum við fræðistörf og vísindi engu síður en við skurðgröft. Þess vegna fór fyrir brjóstið á mér grein sem birtist í Fréttablaðinu á miðvikudaginn 15. júní undir fyrirsögninni: Þekkingar-verksmiðjan-Afleiðing nýfrjálshyggjuvæðingar háskóla á Íslandi. Boðskapur greinarinnar er sá að krafan um að háskólamenn skili afköstum valdi kvíða og sé að eyðileggja háskólana. Það sem meira er höfundarnir þrír sem allir bera útlensk nöfn komast að þeirri undirfurðulegu niðurstöðu að vinnumatskerfin sem gera það kleift að bera saman afköst einstaklinga í háskólum og háskólanna sjálfra eigi rætur sínar í nýfrjálshyggju? Getan til þess að bera saman afköst fólks er forsenda þess að geta gert kröfur um afköst og krafan um afköst innan háskóla byggir á sömu fílósófíu og krafan um afköst í Sundunum hér um árið. Þú heldur upp þínum enda á plankanum eða við fáum annan í verkið. Þessi fílósófía er algjör forsenda þess að háskólarnir leggi það af mörkum sem samfélagið á skilið. Dagur Sigurðarson er það íslenska tuttugustu aldar ljóðskáld sem ég held að hefði getað haft meiri áhrif á samtíma sinn en nokkurt annað ljóðskáld ef hann hefði bara verið svolítið afkastameiri. Eitt af þeim ljóða hans sem hafa sannfært mig um þetta er: Raun vísinda stofnun Háskóla Íslands Sannleikurinn í þessu ljóði á ekki rætur sínar í því að það hafi verið miskunnarlaust vinnumatskerfi við Háskóla Íslands hér áður fyrr, heldur í því að það vantaði. Kennarar við skólann sátu í makindum á sínum verndaða vinnustað og það sjást fá merki þess að þeir hafi fundið hjá sér þörf til þess að reyna að varpa nýju ljósi á umheiminn. Síðan þá hefur Háskóli Íslands tekið miklum framförum meðal annars vegna þess að það eru gerðar meiri og markvissari kröfur til kennara skólans. Tækið sem er notað til þess að skilgreina þessar kröfur er vinnumatskerfið. Það kerfi sem er við lýði í dag er meingallað og má leiða að því rök að það mæli bara lengdina á þeim akademíska skurði sem grafinn er í stað þess að taka líka tillit til dýptar og breiddar. Það breytir því ekki að vinnumatskerfi er forsenda þess að Háskólinn geti sinnt sínu hlutverki en það verður stöðugt að þróa það og bæta. Höfundar greinarinnar telja það hins vegar einn af göllunum á vinnumatskerfinu að það sé ekki óbreytanlegt. Ég vona satt að segja að höfundarnir trúi því ekki raunverulega sem þeir segja í greininni og að botninn í hugsunina að baki henni hafi orðið eftir suður í Borgarfirði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun