Handbolti

Afturelding á toppinn eftir dramatískan sigur á FH

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Einar Andri er kominn með sína stráka á toppinn í bili.
Einar Andri er kominn með sína stráka á toppinn í bili. vísir/ernir
Afturelding vann FH, 27-26, í fyrsta leik fimmtu umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Leikurinn var jafn og spennandi og réðst á lokamínútunni.

Birkir Benediktsson skoraði sigurmark heimamanna á lokamínútunni en áður var Jóhann Birgir Ingvarsson búinn að jafna metin í 26-26. Jóhann átti síðasta skot leiksins en það fór ekki inn.

Birkir var markahæsti maður vallarins með átta mörk en Eistinn Mikk Pinnonen skoraði sjö mörk líkt og Einar Rafn Eiðsson í liði FH.

Með sigrinum kaust Afturelding á toppinn í Olís-deild karla en liðið er með átta stig eftir fimm leiki. FH er áfram í fjórða sæti með fimm stig.

Fimmta umferðin heldur áfram á morgun með tveimur leikjum.

Mörk Aftureldingar: Birkir Benediktsson 8, Mikk Pinnonen 7, Árni Bragi Eyjólfsson 6, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Elvar Ásgeirsson 1, Kristinn Hrannar Elísberg 1, Gunnar Malmquist 1.

Mörk FH: Einar Rafn Eiðsson 7, Ágúst Birgisson 6, Óðinn Þór Ríkharðsson 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Jóhann Birgir Ingvarsson 4, Arnar Freyr Ársælsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×