Hefur beðið í fimm ár eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. september 2016 20:00 34 gamall maður sem lamaður er fyrir neðan háls hefur beðið í rúm fimm ár eftir notentastýrðri persónulegri aðstoð eða NPA. Innleiðingarverkefnið NPA var sett af stað árið 2011 og átti að lögfesta þjónustuna árið 2014. Því var frestað til ársins 2016 en enn hefur þjónustan ekki verið lögfest. NPA eða notendastýrð persónuleg aðstoð er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Í fréttum okkar í gær var sagt fráþví að fötluð kona komist ekki heim til sín af Landspítalanum vegna manneklu í heimahjúkrun. Hún segir þjónustu við fatlað fólk einkennast af óvissu en hún hefur lengi beðið eftir NPA-samningi. Töluvert fleiri eru í sömu stöðu og er Brandur Bjarnason Karlsson einn þeirra. Brandur hefur barist fyrir því að fá NPA-samning í rúm fimm ár en hann er lamaður fyrir neðan háls. Þess í stað er hann með svokallaðan beingreiðslusamning. „Það er svona 60 prósent af því sem ég væri með ef ég væri með NPA stuðning. Ég er ennþá bara einn um helgar með enga aðstoð,“ segir Brandur og bætir við aðþannig fái hann einungis þjónustu í um 15 daga í mánuði. „Ég hef þurft að nota mömmu mikið og vinir mínar hafa komið og hjálpað mér. Svo hef ég líka þurft að leita aðstoðar hjá fyrrverandi kærustu. Maður bara verður að bjarga sér,“ segir Brandur og útskýrir að málið megi ekki tefjast lengur. Ágreiningur séá milli ríkis og sveitarfélaga og snúist um fjármagn.Rúnar segir að stjórnvöld og sveitarfélög verði að gera eitthvaðí málunum. Sérstaklega í ljósi nýlegrar fullgildingar Íslands samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.„Við hjá NPA miðstöðinni erum búin að vera vinna í samstarfi með ráðuneytinu um að móta reglugerðina og leiðbeiningarhandbók. Þetta er komiðþað langt aðþað ekkert því til fyrirstöðu að keyra þetta í gegn núna fyrir kostningar,“ segir Brandur. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar, tekur undir með Brandi en hann fékk NPA samning árið 2013. Áður var hann með hina hefðbundnu þjónustu fyrir fatlað fólk. „Þegar maður er með þannig þjónustu þá vill maður soldið lokast inni heima hjá sér. Það er óþægilegt að fara út án aðstoðar. Maður þarf að borða eða drekka eða pissa eða eitthvað svona og það er óþægilegt að spyrja ókunnugt fólk um aðstoð,“ segir Rúnar. Rúnar segir að stjórnvöld og sveitarfélög verði að gera eitthvaðí málunum. Sérstaklega í ljósi nýlegrar fullgildingar Íslands samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þá verður þessi persónulega aðstoð að vera í boði,“ segir Rúnar. Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
34 gamall maður sem lamaður er fyrir neðan háls hefur beðið í rúm fimm ár eftir notentastýrðri persónulegri aðstoð eða NPA. Innleiðingarverkefnið NPA var sett af stað árið 2011 og átti að lögfesta þjónustuna árið 2014. Því var frestað til ársins 2016 en enn hefur þjónustan ekki verið lögfest. NPA eða notendastýrð persónuleg aðstoð er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Í fréttum okkar í gær var sagt fráþví að fötluð kona komist ekki heim til sín af Landspítalanum vegna manneklu í heimahjúkrun. Hún segir þjónustu við fatlað fólk einkennast af óvissu en hún hefur lengi beðið eftir NPA-samningi. Töluvert fleiri eru í sömu stöðu og er Brandur Bjarnason Karlsson einn þeirra. Brandur hefur barist fyrir því að fá NPA-samning í rúm fimm ár en hann er lamaður fyrir neðan háls. Þess í stað er hann með svokallaðan beingreiðslusamning. „Það er svona 60 prósent af því sem ég væri með ef ég væri með NPA stuðning. Ég er ennþá bara einn um helgar með enga aðstoð,“ segir Brandur og bætir við aðþannig fái hann einungis þjónustu í um 15 daga í mánuði. „Ég hef þurft að nota mömmu mikið og vinir mínar hafa komið og hjálpað mér. Svo hef ég líka þurft að leita aðstoðar hjá fyrrverandi kærustu. Maður bara verður að bjarga sér,“ segir Brandur og útskýrir að málið megi ekki tefjast lengur. Ágreiningur séá milli ríkis og sveitarfélaga og snúist um fjármagn.Rúnar segir að stjórnvöld og sveitarfélög verði að gera eitthvaðí málunum. Sérstaklega í ljósi nýlegrar fullgildingar Íslands samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.„Við hjá NPA miðstöðinni erum búin að vera vinna í samstarfi með ráðuneytinu um að móta reglugerðina og leiðbeiningarhandbók. Þetta er komiðþað langt aðþað ekkert því til fyrirstöðu að keyra þetta í gegn núna fyrir kostningar,“ segir Brandur. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar, tekur undir með Brandi en hann fékk NPA samning árið 2013. Áður var hann með hina hefðbundnu þjónustu fyrir fatlað fólk. „Þegar maður er með þannig þjónustu þá vill maður soldið lokast inni heima hjá sér. Það er óþægilegt að fara út án aðstoðar. Maður þarf að borða eða drekka eða pissa eða eitthvað svona og það er óþægilegt að spyrja ókunnugt fólk um aðstoð,“ segir Rúnar. Rúnar segir að stjórnvöld og sveitarfélög verði að gera eitthvaðí málunum. Sérstaklega í ljósi nýlegrar fullgildingar Íslands samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þá verður þessi persónulega aðstoð að vera í boði,“ segir Rúnar.
Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira