Segja rannsóknina anga af hlutdrægni og pólitík Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2016 15:47 Frá kynningu nefndarinnar í morgun. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir rannsóknina á örlögum malasísku farþegaþotunnar MH17 og 298 farþegum hennar vera hlutdræga og að hún angi af pólitík. Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður yfir austurhluta Úkraínu og að rússneskt vopn hefði verið notað til þess. „Rússland er vonsvikið með að ástandið varðandi rannsóknina á flugslysinu hafi ekki breyst,“ segir Maria Zakharova, talskona ráðuneytisins samkvæmt TASS. „Niðurstöður hollensku saksóknaranna staðfestir að rannsóknin er hlutdræg og henni hafi verið stýrt af pólitískum öflum.“ Úkraínumenn saka Rússa hins vegar um að hafa dreift áróðri og röngum upplýsingum og segja niðurstöðu nefndarinnar koma í veg fyrir þær aðgerðir.Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands. Zakharova sagði rannóknarnefndina hafa hunsað „afgerandi sannanir“ Rússlands. Þrátt fyrir að Rússar hafi „verið þeir einu sem veittu traustar upplýsingar og lögðu fram ný gögn.“ Á vef RT er haft eftir Sakharova að yfirvöld í Rússlandi hafi frá upphafi lagt til að nefndin starfaði með Rússlandi og „notaðist eingöngu við staðreyndir.“ Þá segir hún að þess í stað hafi nefndin sett Rússa á hliðarlínuna að mestu. Þar að auki er því haldið fram að rannsóknarnefndin hafi leyft Úkraínu að falsa gögn. „Þetta hljómar eins og lélegur brandari , en á sama tíma var Úkraína gerður fullgildur meðlimur í rannsóknarnefndinni og þar með fengu þeir tækifæri til að falsa sönnunargögn og snúa rannsókninni sér í hag,“ segir Zakharova samkævmt RT. Slegið er á svipaða strengi á vef Sputnik News, en allir miðlarnir þrír eru í eigu rússneska ríkisins.Margsaga í frásögnum sínum Meðlimir nefndarinnar segja hins vegar að niðurstaða þeirra byggi á gífurlegu magni upplýsinga. Þar á meðal vitnum, vísindalegum rannsóknum, gervihnattarmyndum, ratsjárupplýsingum og hleruðum simtölum. Frá því að MH17 var skotin niður hafa stjórnvöld Rússlands stigið fram með minnst fjórar kenningar um atvikið. Fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður birtu Rússar gervihnattarmyndir og ratsjárupplýsingar sem áttu að sýna fram á að herþota Úkraínuhers hefði skotið niður MH17. Sú staðhæfing var endurtekinn í um eitt ár. Í október 2015 héldu framleiðendur Buk-loftvarnakerfisins því fram að flugvélin hefði í raun verið skotin niður með Buk-flugskeyti. Flugskeytið væri hins vegar af gamalli gerð sem herafli Rússlands hefði losað sig við. Því var haldið fram að Úkraínuher hefði enn aðgang að umræddum skeytum. Nú á mánudaginn birti Varnarmálaráðuneyti Rússlands ratsjárgögn sem eiga að sanna að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Vert er að taka fram herþotan sem átti að hafa skotið MH17 niður árið 2014 er hvergi sjáanleg á nýju gögnunum og flugleið MH17 er ekki sú sama. Rannsóknarnefndin segist ekki hafa fengið aðgang, né haft tíma til að fara yfir nýju gögn Rússlands. MH17 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Rússlands segir rannsóknina á örlögum malasísku farþegaþotunnar MH17 og 298 farþegum hennar vera hlutdræga og að hún angi af pólitík. Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður yfir austurhluta Úkraínu og að rússneskt vopn hefði verið notað til þess. „Rússland er vonsvikið með að ástandið varðandi rannsóknina á flugslysinu hafi ekki breyst,“ segir Maria Zakharova, talskona ráðuneytisins samkvæmt TASS. „Niðurstöður hollensku saksóknaranna staðfestir að rannsóknin er hlutdræg og henni hafi verið stýrt af pólitískum öflum.“ Úkraínumenn saka Rússa hins vegar um að hafa dreift áróðri og röngum upplýsingum og segja niðurstöðu nefndarinnar koma í veg fyrir þær aðgerðir.Sjá einnig: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands. Zakharova sagði rannóknarnefndina hafa hunsað „afgerandi sannanir“ Rússlands. Þrátt fyrir að Rússar hafi „verið þeir einu sem veittu traustar upplýsingar og lögðu fram ný gögn.“ Á vef RT er haft eftir Sakharova að yfirvöld í Rússlandi hafi frá upphafi lagt til að nefndin starfaði með Rússlandi og „notaðist eingöngu við staðreyndir.“ Þá segir hún að þess í stað hafi nefndin sett Rússa á hliðarlínuna að mestu. Þar að auki er því haldið fram að rannsóknarnefndin hafi leyft Úkraínu að falsa gögn. „Þetta hljómar eins og lélegur brandari , en á sama tíma var Úkraína gerður fullgildur meðlimur í rannsóknarnefndinni og þar með fengu þeir tækifæri til að falsa sönnunargögn og snúa rannsókninni sér í hag,“ segir Zakharova samkævmt RT. Slegið er á svipaða strengi á vef Sputnik News, en allir miðlarnir þrír eru í eigu rússneska ríkisins.Margsaga í frásögnum sínum Meðlimir nefndarinnar segja hins vegar að niðurstaða þeirra byggi á gífurlegu magni upplýsinga. Þar á meðal vitnum, vísindalegum rannsóknum, gervihnattarmyndum, ratsjárupplýsingum og hleruðum simtölum. Frá því að MH17 var skotin niður hafa stjórnvöld Rússlands stigið fram með minnst fjórar kenningar um atvikið. Fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður birtu Rússar gervihnattarmyndir og ratsjárupplýsingar sem áttu að sýna fram á að herþota Úkraínuhers hefði skotið niður MH17. Sú staðhæfing var endurtekinn í um eitt ár. Í október 2015 héldu framleiðendur Buk-loftvarnakerfisins því fram að flugvélin hefði í raun verið skotin niður með Buk-flugskeyti. Flugskeytið væri hins vegar af gamalli gerð sem herafli Rússlands hefði losað sig við. Því var haldið fram að Úkraínuher hefði enn aðgang að umræddum skeytum. Nú á mánudaginn birti Varnarmálaráðuneyti Rússlands ratsjárgögn sem eiga að sanna að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Vert er að taka fram herþotan sem átti að hafa skotið MH17 niður árið 2014 er hvergi sjáanleg á nýju gögnunum og flugleið MH17 er ekki sú sama. Rannsóknarnefndin segist ekki hafa fengið aðgang, né haft tíma til að fara yfir nýju gögn Rússlands.
MH17 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira