Innlent

Hljómsveitirnar funda með Þjóðhátíðarnefnd

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að samkomulag sé að nást á milli hljómsveitanna og Þjóðhátíðarnefndar.
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að samkomulag sé að nást á milli hljómsveitanna og Þjóðhátíðarnefndar. Vísir
Fulltrúar hljómsveitana sjö sem tilkynntu í gær að þær ætluðu að hætta við framkomu sína á Þjóðhátíð eru nú á fundi með þjóðhátíðarnefnd. Er verið að reyna ná saman um kröfur sveitarinnar þess efnis að stefnubreyting yrði hjá lögreglustjóra varðandi upplýsingar til fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem hugsanlega koma upp á þjóðhátíð. 

Krafa hljómsveitanna sjö er að skýr stefnubreyting yrði hjá lögreglustjóra varðandi upplýsingar til fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem hugsanlega koma upp á Þjóðhátíð, öðrum kosti leika þær ekki á hátíðinni.

Í tilkynningu hljómsveitanna í gær stóð orðrétt; „Okkar krafa er sú að lögregluyfirvöld í Vestmannaeyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust.“

Hljómsveitirnar sem þegar höfðu hætt við spilamennsku sína vegna þessa voru Retro Stefson, Agent Fresco, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Sturla Atlas, Dikta og GKR. Quarashi lagðist undir felld vegna málsins en hafði ekki tilkynnt um afstöðu sína.

Páley Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, sendi tilkynningu í gær þess efnis að hún ætlaði ekki að breyta afstöðu sinni í málinu.

Í gær tilkynnti Þjóðhátíðarnefnd að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum og Landsspítalanum að skoða Þjóðhátíðarsvæðið.

Uppfært:Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að samkomulag hefði náðst á milli hljómsveitanna og þjóðhátíðarnefndar en svo virðist ekki vera eins og staðan er núna. 


Tengdar fréttir

Enn allt í óvissu varðandi Þjóðhátíð

Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í gær að þeir ætluðu að bjóða Stígamótum að vera á svæðinu. Hljómsveitirnar eiga enn eftir að bregðast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×