Vodafone kaupir hluta 365 miðla á 6,8 milljarða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2016 13:57 Höfuðstöðvar 365 miðla hf. í Skaftahlíð. Vísir/Anton Samningar hafa tekist á milli Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone, og 365 miðla hf. um kaupverð en í lok ágúst var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Fjarskipta á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365. Í tilkynningu frá Vodafone í dag kemur fram að kaupverðið sé 2,2 milljarðar króna en „þær verða greiddar annars vegar með 32.380.952 hlutum í Fjarskiptum á genginu 52,50 kr. á hlut, og hins vegar 500 milljónum króna með reiðufé.“ Þá yfirtaka Fjarskipti vaxtaberandi skuldir að fjárhæð sem nemur 4,6 milljörðum króna. Heildarvirði kaupanna er því 6,8 milljarðar króna. Það er mat aðilanna að hagnaður Fjarskipta af ljósvaka-og fjarskiptastarfsemi 365 miðla, að viðbættum samlegðaráhrifum, geti numið um það bil 1600 milljónum króna auk annarra jákvæðra áhrifa á frjálst sjóðsflæði Fjarskipta. Kaupin eru þó enn háð skilyrðum og forsendum sem verða útfærð nánar í kaupsamningi aðila og verður nánar greint frá forsendum viðskiptanna þegar sá samningur liggur fyrir. Tilkynninguna sem send var út vegna kaupanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Þann 31. ágúst sl. var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Fjarskipta á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla, með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar sem nú er á lokastigi. Aðilar hafa náð nýju samkomulagi um kaupverð á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga úr fyrrgreindri áreiðanleikakönnun og áframhald einkaviðræðna.Það er mat aðila að hagnaður Fjarskipta fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) af ljósvaka- og fjarskiptastarfsemi 365 miðla, að viðbættum samlegðaráhrifum, geti numið u.þ.b. 1.600 milljónum króna á ársgrundvelli auk annarra jákvæðra áhrifa á frjálst sjóðsflæði Fjarskipta.Kaupverð miðað við framangreint verður 2.200 milljónir króna sem verða greiddar annars vegar með 32.380.952 hlutum í Fjarskiptum á genginu 52,50 kr. á hlut, og hins vegar 500 milljónum króna með reiðufé. Einnig yfirtaka Fjarskipti vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 4,6 milljörðum króna. Kaupin eru enn háð skilyrðum og forsendum sem útfærð verða nánar í kaupsamningi aðila.Ofangreint samkomulag um breytt kaupverð greiðir fyrir kaupsamningsgerð, sem stefnt er að því að ljúki á fyrstu vikum nýs árs. Áfram er því ráðgert að ganga frá kaupunum um mitt ár 2017, að fengnu samþykki viðkomandi eftirlits- og hagsmunaaðila. Nánar verður gert grein fyrir forsendum viðskiptanna þegar kaupsamningur liggur fyrir.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Samningar hafa tekist á milli Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone, og 365 miðla hf. um kaupverð en í lok ágúst var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Fjarskipta á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365. Í tilkynningu frá Vodafone í dag kemur fram að kaupverðið sé 2,2 milljarðar króna en „þær verða greiddar annars vegar með 32.380.952 hlutum í Fjarskiptum á genginu 52,50 kr. á hlut, og hins vegar 500 milljónum króna með reiðufé.“ Þá yfirtaka Fjarskipti vaxtaberandi skuldir að fjárhæð sem nemur 4,6 milljörðum króna. Heildarvirði kaupanna er því 6,8 milljarðar króna. Það er mat aðilanna að hagnaður Fjarskipta af ljósvaka-og fjarskiptastarfsemi 365 miðla, að viðbættum samlegðaráhrifum, geti numið um það bil 1600 milljónum króna auk annarra jákvæðra áhrifa á frjálst sjóðsflæði Fjarskipta. Kaupin eru þó enn háð skilyrðum og forsendum sem verða útfærð nánar í kaupsamningi aðila og verður nánar greint frá forsendum viðskiptanna þegar sá samningur liggur fyrir. Tilkynninguna sem send var út vegna kaupanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Þann 31. ágúst sl. var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Fjarskipta á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla, með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar sem nú er á lokastigi. Aðilar hafa náð nýju samkomulagi um kaupverð á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga úr fyrrgreindri áreiðanleikakönnun og áframhald einkaviðræðna.Það er mat aðila að hagnaður Fjarskipta fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) af ljósvaka- og fjarskiptastarfsemi 365 miðla, að viðbættum samlegðaráhrifum, geti numið u.þ.b. 1.600 milljónum króna á ársgrundvelli auk annarra jákvæðra áhrifa á frjálst sjóðsflæði Fjarskipta.Kaupverð miðað við framangreint verður 2.200 milljónir króna sem verða greiddar annars vegar með 32.380.952 hlutum í Fjarskiptum á genginu 52,50 kr. á hlut, og hins vegar 500 milljónum króna með reiðufé. Einnig yfirtaka Fjarskipti vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 4,6 milljörðum króna. Kaupin eru enn háð skilyrðum og forsendum sem útfærð verða nánar í kaupsamningi aðila.Ofangreint samkomulag um breytt kaupverð greiðir fyrir kaupsamningsgerð, sem stefnt er að því að ljúki á fyrstu vikum nýs árs. Áfram er því ráðgert að ganga frá kaupunum um mitt ár 2017, að fengnu samþykki viðkomandi eftirlits- og hagsmunaaðila. Nánar verður gert grein fyrir forsendum viðskiptanna þegar kaupsamningur liggur fyrir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07