Sálmurinn góðkunni Heims um ból sunginn sjöraddað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. desember 2016 10:15 Hymnodia fer ávallt sínar leiðir í túlkun. Hver man ekki eftir því þegar kórinn söng stjórnarskrána? Mynd/Daníel Starrason Eyþór Ingi Jónsson er organisti í Akureyrarkirkju og líka kórstjóri Hymnodiu sem heldur árvissa jólatónleika í kirkjunni í kvöld klukkan 21. Þar flytur kórinn hugljúfa og hátíðlega tónlist, engar þagnir verða teknar né talað orð sagt. Eyþór Ingi segir það hefðbundinn stíl hjá kórnum að syngja án afláts. „Við höfum alltaf gert það. Þá komum við fleiri lögum að!“ segir hann glaðlega. Fleira er hefðbundið við tónleika kvöldsins hjá Hymnodiu, til dæmis dagsetningin, að sögn Eyþórs Inga. „Við erum alltaf með tónleikana 22. desember. Það er svo margt í boði fyrir jólin, glaðlegir tónleikar og jólasveinafjör, en við viljum að fólk upplifi ró og rökkur og því verða ljósin dempuð í kirkjunni og tónlistin hátíðleg.“ Tvö ný lög verða frumflutt að sögn Eyþórs Inga. Þau eru eftir Michael Jón Clarke og Sigurð Flosason. Auk þess verða góðkunnir jólasálmar sungnir, ensk endurreisnarlög, gömul þýsk og norræn jólalög og tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, það síðarnefnda í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi er spurður frekar út hana. „Ég hef ekki heyrt þessa sjö radda útsetningu á Heims um ból hér á landi nema í flutningi Hymnodiu en hún hefur hljómað á öllum okkar jólatónleikum og er á diskinum okkar. Ég heyrði hana Svíþjóð en hún er eftir Þjóðverja,“ útskýrir hann.Parísardaman Steinunn Arnbjörg ætlar að halda jólin á heimaslóðum fyrir norðan. Mynd/Daniele BasiniSteinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari verður sérlegur gestur tónleikanna. Það hefur hún ekki verið áður. „Við höfum ávallt verið með gesti en alltaf nýja og nýja. Höfum boðið til okkar dúóum, einsöngvurum, einleikurum og kórum og nú er það hún Steinunn. Hún er frá Akureyri en er búsett í París og hefur vakið mikla eftirtekt og aðdáun fyrir fagran sellóleik. Hún er komin heim til að halda jól og við vorum með æfingu á mánudaginn. Ég er líka að fara að hitta hana í dag, því við ætlum að spila svolítið saman tvö. Eitthvað ævagamalt. Það er hennar stíll og hentar mínu áhugasviði líka,“ segir Eyþór sem hlakkar til kvöldsins. „Mér þykir rosalega vænt um fyrirkomulagið á tónleikunum, hátíðleikann, kyrrðina og svo það að ná alltaf að frumflytja eitthvað nýtt og líka að vera með lög sem allir þekkja en kannski í nýjum útsetningum. Þessir jólatónleikar hafa alltaf verið vel sóttir hjá okkur og ég vona að svo verði einnig nú.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. desember 2016. Jólafréttir Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira
Eyþór Ingi Jónsson er organisti í Akureyrarkirkju og líka kórstjóri Hymnodiu sem heldur árvissa jólatónleika í kirkjunni í kvöld klukkan 21. Þar flytur kórinn hugljúfa og hátíðlega tónlist, engar þagnir verða teknar né talað orð sagt. Eyþór Ingi segir það hefðbundinn stíl hjá kórnum að syngja án afláts. „Við höfum alltaf gert það. Þá komum við fleiri lögum að!“ segir hann glaðlega. Fleira er hefðbundið við tónleika kvöldsins hjá Hymnodiu, til dæmis dagsetningin, að sögn Eyþórs Inga. „Við erum alltaf með tónleikana 22. desember. Það er svo margt í boði fyrir jólin, glaðlegir tónleikar og jólasveinafjör, en við viljum að fólk upplifi ró og rökkur og því verða ljósin dempuð í kirkjunni og tónlistin hátíðleg.“ Tvö ný lög verða frumflutt að sögn Eyþórs Inga. Þau eru eftir Michael Jón Clarke og Sigurð Flosason. Auk þess verða góðkunnir jólasálmar sungnir, ensk endurreisnarlög, gömul þýsk og norræn jólalög og tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, það síðarnefnda í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi er spurður frekar út hana. „Ég hef ekki heyrt þessa sjö radda útsetningu á Heims um ból hér á landi nema í flutningi Hymnodiu en hún hefur hljómað á öllum okkar jólatónleikum og er á diskinum okkar. Ég heyrði hana Svíþjóð en hún er eftir Þjóðverja,“ útskýrir hann.Parísardaman Steinunn Arnbjörg ætlar að halda jólin á heimaslóðum fyrir norðan. Mynd/Daniele BasiniSteinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari verður sérlegur gestur tónleikanna. Það hefur hún ekki verið áður. „Við höfum ávallt verið með gesti en alltaf nýja og nýja. Höfum boðið til okkar dúóum, einsöngvurum, einleikurum og kórum og nú er það hún Steinunn. Hún er frá Akureyri en er búsett í París og hefur vakið mikla eftirtekt og aðdáun fyrir fagran sellóleik. Hún er komin heim til að halda jól og við vorum með æfingu á mánudaginn. Ég er líka að fara að hitta hana í dag, því við ætlum að spila svolítið saman tvö. Eitthvað ævagamalt. Það er hennar stíll og hentar mínu áhugasviði líka,“ segir Eyþór sem hlakkar til kvöldsins. „Mér þykir rosalega vænt um fyrirkomulagið á tónleikunum, hátíðleikann, kyrrðina og svo það að ná alltaf að frumflytja eitthvað nýtt og líka að vera með lög sem allir þekkja en kannski í nýjum útsetningum. Þessir jólatónleikar hafa alltaf verið vel sóttir hjá okkur og ég vona að svo verði einnig nú.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. desember 2016.
Jólafréttir Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira