Toblerone neytendur niðurbrotnir eftir umdeildar breytingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2016 10:51 Toblerone eftir breytingarnar sem sumir gætu haldið að væru 1. apríl brandari. Mynd af vefsíðu Toblerone Óhætt er að segja að framleiðendur súkkulaðisins Toblerone séu í skotlínunni eftir umdeildar breytingar á súkkulaðinu þrýhyrningslaga. Breytingin er tilkomin vegna aukins framleiðslukostnaðar að sögn framleiðandans, Mondelez International, en nú er meira bil á milli hvers bita eins og sjá má á myndinni að ofan. Breskir fjölmiðlar fjalla allir sem einn um málið í dag sem virðist ekki vekja minni athygli á Bretlandseyjum en fréttir af kjördegi í Bandaríkjunum þar sem úrslitin munu ráðast í forsetakosningunum vestanhafs. Sumir neytendur eru allt annað en sáttir við breytinguna sem er takmörkuð við tvær stærðir af súkkulaðinu, til að byrja með að minnsta kosti, og aðeins í Bretlandi. Eftir breytingarnar er 400 gramma súkkulaðið nú 360 grömm og 170 gramma súkkulaðið 150 grömm. „Við ákváðum að breyta útlitinu til þess að neytendur hefðu enn efni á að kaupa vöruna,“ segir í svari á Facebook-síðu Toblerone þar sem mikil umræða hefur skapast um breytinguna. Telja margir að betri lausn hefði verið að sleppa einum bita heldur en að breyta framsetningu vörunnar á þennan hátt. Verðið er fyrir vikið óbreytt en fólk fær minna súkkulaði en áður fyrir peninginn. Framleiðandinn segir að veikari staða pundsins sé vissulega hluti af vandamálinu en vill þó ekki kenna ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu um. Að neðan má sjá viðbrögð breskra netverja við tíðindunum af nýja Toblerone-inu.The new #Toblerone.Wrong on so many levels. It now looks like a bicycle stand.#WeWantOurTobleroneBack. pic.twitter.com/C71KeNUWF1— James Melville (@JamesMelville) November 8, 2016 Tweets about toblerone Tækni Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Óhætt er að segja að framleiðendur súkkulaðisins Toblerone séu í skotlínunni eftir umdeildar breytingar á súkkulaðinu þrýhyrningslaga. Breytingin er tilkomin vegna aukins framleiðslukostnaðar að sögn framleiðandans, Mondelez International, en nú er meira bil á milli hvers bita eins og sjá má á myndinni að ofan. Breskir fjölmiðlar fjalla allir sem einn um málið í dag sem virðist ekki vekja minni athygli á Bretlandseyjum en fréttir af kjördegi í Bandaríkjunum þar sem úrslitin munu ráðast í forsetakosningunum vestanhafs. Sumir neytendur eru allt annað en sáttir við breytinguna sem er takmörkuð við tvær stærðir af súkkulaðinu, til að byrja með að minnsta kosti, og aðeins í Bretlandi. Eftir breytingarnar er 400 gramma súkkulaðið nú 360 grömm og 170 gramma súkkulaðið 150 grömm. „Við ákváðum að breyta útlitinu til þess að neytendur hefðu enn efni á að kaupa vöruna,“ segir í svari á Facebook-síðu Toblerone þar sem mikil umræða hefur skapast um breytinguna. Telja margir að betri lausn hefði verið að sleppa einum bita heldur en að breyta framsetningu vörunnar á þennan hátt. Verðið er fyrir vikið óbreytt en fólk fær minna súkkulaði en áður fyrir peninginn. Framleiðandinn segir að veikari staða pundsins sé vissulega hluti af vandamálinu en vill þó ekki kenna ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu um. Að neðan má sjá viðbrögð breskra netverja við tíðindunum af nýja Toblerone-inu.The new #Toblerone.Wrong on so many levels. It now looks like a bicycle stand.#WeWantOurTobleroneBack. pic.twitter.com/C71KeNUWF1— James Melville (@JamesMelville) November 8, 2016 Tweets about toblerone
Tækni Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira