Snapchat-stjarnan Aronmola opnar sig um þunglyndi: „Var mjög nálægt því að fyrirfara mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2016 10:30 Aron Már er mjög vinsæll á samfélagsmiðlunum. „Hvað er ég að gera hér með Jérôme Jarre? Það er góð spurning. Ég kynntist Chris Carmichael og hann bauð mér að koma út og vera með þeim,“ segir Aron Már Ólafsson, 23 ára nemi á leikarabraut við Listaháskóla Íslands, sem var með beina útsendingu á Facebook í gær þar sem hann svaraði spurningum fylgjenda sinna og opnaði sig um þunglyndi sitt. Aron er þekktur á Snapchat hér á landi og líklega að verða stærsta samfélagsmiðlastjarnan. Undanfarna daga hefur Aron verið í Los Angeles að leika sér og taka upp efni til að deila. Hann hefur verið í heimsókn hjá Snapchat-stjörnunni Chris Carmichael og einnig fengið að umgangast Jérôme Jarre. Báðir eru þeir eru gríðarlega vinsælar samfélagsmiðlastjörnur. Jarre setti meðal annars Smáralind á hliðina hér um árið ásamt Nash Grier þegar unglingar troðfylltu verslunarmiðstöðina til að bera samfélagsmiðlastjörnurnar augum. Sjá einnig: Börn slösuðust í öngþveiti í SmáralindAron leggur mikið upp úr því að gera fyndin og skemmtileg myndbönd á Snapchat og er kominn með tugþúsundir fylgjenda.Aron Már og Chris Carmichael saman í L.A.„Ég er búinn að hitta fullt af liði hérna úti og þetta er sannarlega klikkaður heimur. Ég vildi koma hingað út til að finna fyrir þessari orku og fá að hitta þetta lið,“ sagði Aron sem var í beinni í yfir eina klukkustund og svaraði ótal spurningum. Upptökuna má sjá hér fyrir neðan. „Maður er búinn að átta sig á því hérna út að þetta er rosalegur frumskógur og fólk er bara virkilega grimmt. Leikurinn hérna úti er allt öðru vísi en heima. Ég er farinn að líta á samfélagsmiðla með allt öðrum augum núna og þetta eru rosalega blendnar tilfinningar.“ Aron segist vera á miklum krossgötum í lífi sínu. „Það er búið að vera ógeðslega gaman hérna en á sama tíma er ég búinn að vera rosalega smeykur. Mér finnst í raun allt á samfélagsmiðlum í dag vera búið að staðna. Margir af þessum stærstu eru bara að gera það sama á hverjum einasta degi. Mig langar að nýta þennan miðil í eitthvað uppbyggjandi. Frekar að nýta þetta til að hvetja aðra áfram til að gera það sem þau vilja gera.“Með 35.000 fylgjendur Aron var nokkuð tilfinningaríkur í útsendingunni í gær og opnaði sig upp á gátt. Hann kom inn á það að fyrir nokkrum dögum var hann með 35.000 fylgjendur og hefur þeim fjölgað eitthvað síðustu daga. Aron fór á fund í höfuðstöðvum Snapchat á dögunum og segir hann að stórir hlutir séu framundan. „Það þarf að vekja meiri athygli á strákum á Íslandi og hvað allir eru bældir. Ég væri eflaust ekki standandi á þessum svölum hérna ef ég hefði ekki byrjað að opna mig tilfinningalega við aðra karlmenn og annað fólk. Það þarf að huga að því að það eru ótrúlega margir karlmenn á Íslandi sem eru þunglyndir. Tölurnar eru ótrúlegar, það er einn í hverri viku eða eitthvað sem fyrirfer sér, ég held að það séu tölurnar. Það þarf að vekja athygli á þessu.“ Aron opnaði sig í beinni í gær.Hann segir að átak eins og #freethenipple skipti t.d. gríðarlega miklu máli fyrir ungar stelpur. „Femínistahreyfingin og Druslugangan hefur skilað ótrúlega miklum árangri og það er hægt að ná mjög auðveldalega til ótrúlega margra á Íslandi, af því að við erum svo lítið land. Ég mun alltaf gera eitthvað djók og reyna vera fyndinn, en í raunveruleikanum er allt öðruvísi. Hann er ekki bara grín og dans á rósum. Það sem skiptir máli er að vera meðvitaður um sínar tilfinningar og hvernig maður á að takast á við þær. Það er alltaf best að tala um tilfinningar sínar við vini og vandamenn. Ef þetta er komið út í alvarlegt þunglyndi, þá er nauðsynlegt að leita sér hjálpar hjá fagaðila.“Á mjög dimmum stað Aron talar um að það sé mun erfiðara að segja hlutina en að ráðast í verkefnið sjálft og leita sér hjálpar. „Það er ömurlegt að vera á mjög dimmum stað og líða eins og það sé enginn í kringum þig. Það þarf að vekja umræðuna um karlmenn og ef ég get verið fyrirmynd, þá langar mig það. Ég hef sjálfur verið þarna og gengið í gegnum margt tilfinningalega síðustu fjögur ár. Mér finnst ég vera kominn á þann stað í lífinu að ég er byrjaður að ná sáttum við sjálfan mig.“Aron er með 35.000 fylgjendur.Hann ræddi einnig um einelti í grunnskólum og talaði um að fólk gæti hreinlega verið ógeðslegt. Aron fékk spurninguna; hvernig veit maður að maður er þunglyndur?„Ég var farinn að hugsa um sjálfsvíg á einum tímapunkti og ég fattaði það þá. Sem betur fer var einhver neisti í mér sem sagði mér að ég þyrfti að fara að vinna í mínum málum. Það er búið að taka langan tíma og þetta hefur verið erfitt.“Systir hans kvaddi aðeins fimm ára Aron segir frá því að systir hans hafi fallið frá og þá hafi heimurinn í raun farið á hliðina. „Ég var ennþá í skóla og mamma mín var mikið heima að gráta, hún var auðvitað að missa barnið sitt. Mamma var stundum á sterkum lyfjum og sagði allskonar hluti. Þetta var algjör tilfinningarússíbani og maður mætti síðan í skólann með massa grímu. Inni í mér var ég auðvitað bara að deyja en að utan bara brosandi og hress. Ég bara vann og vann og vann og ýti vandamálunum alltaf frá mér. Allt í einu var ég kominn í Listaháskólann og búinn með eitt ár þar, þegar ég hrundi alveg niður. Ég fór alveg niður á botninn og sem betur fer var ég með góða vini í kringum mig. Ég saug alla orku úr vinum mínum, því ég vissi ekkert hvað var í gangi með mig. Ég grét mig í svefn á hverjum degi. Á einhverjum tímapunkti þarna langaði mig að fyrirfara mér.“ Aron segist hafa leitað sér sálfræðihjálpar og það hafi gert helling fyrir hann. „Systir mín fór bara fimm ára, kviss, bang búmm og ég fékk ekkert að kveðja hana eða neitt. Þetta er ennþá rosalega erfitt fyrir mig og ég fæ ennþá kökk í hálsinn þegar ég tala um þetta. Hún er mjög stór partur af mér í dag, þessi stelpa sem kom í þennan stutta tíma og fór svo aftur.“ Hér að neðan má horfa á útsendinguna sem Aron birti á Facebook í gærkvöldi. Hann kallar sig Aronmola á samfélagsmiðlum. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
„Hvað er ég að gera hér með Jérôme Jarre? Það er góð spurning. Ég kynntist Chris Carmichael og hann bauð mér að koma út og vera með þeim,“ segir Aron Már Ólafsson, 23 ára nemi á leikarabraut við Listaháskóla Íslands, sem var með beina útsendingu á Facebook í gær þar sem hann svaraði spurningum fylgjenda sinna og opnaði sig um þunglyndi sitt. Aron er þekktur á Snapchat hér á landi og líklega að verða stærsta samfélagsmiðlastjarnan. Undanfarna daga hefur Aron verið í Los Angeles að leika sér og taka upp efni til að deila. Hann hefur verið í heimsókn hjá Snapchat-stjörnunni Chris Carmichael og einnig fengið að umgangast Jérôme Jarre. Báðir eru þeir eru gríðarlega vinsælar samfélagsmiðlastjörnur. Jarre setti meðal annars Smáralind á hliðina hér um árið ásamt Nash Grier þegar unglingar troðfylltu verslunarmiðstöðina til að bera samfélagsmiðlastjörnurnar augum. Sjá einnig: Börn slösuðust í öngþveiti í SmáralindAron leggur mikið upp úr því að gera fyndin og skemmtileg myndbönd á Snapchat og er kominn með tugþúsundir fylgjenda.Aron Már og Chris Carmichael saman í L.A.„Ég er búinn að hitta fullt af liði hérna úti og þetta er sannarlega klikkaður heimur. Ég vildi koma hingað út til að finna fyrir þessari orku og fá að hitta þetta lið,“ sagði Aron sem var í beinni í yfir eina klukkustund og svaraði ótal spurningum. Upptökuna má sjá hér fyrir neðan. „Maður er búinn að átta sig á því hérna út að þetta er rosalegur frumskógur og fólk er bara virkilega grimmt. Leikurinn hérna úti er allt öðru vísi en heima. Ég er farinn að líta á samfélagsmiðla með allt öðrum augum núna og þetta eru rosalega blendnar tilfinningar.“ Aron segist vera á miklum krossgötum í lífi sínu. „Það er búið að vera ógeðslega gaman hérna en á sama tíma er ég búinn að vera rosalega smeykur. Mér finnst í raun allt á samfélagsmiðlum í dag vera búið að staðna. Margir af þessum stærstu eru bara að gera það sama á hverjum einasta degi. Mig langar að nýta þennan miðil í eitthvað uppbyggjandi. Frekar að nýta þetta til að hvetja aðra áfram til að gera það sem þau vilja gera.“Með 35.000 fylgjendur Aron var nokkuð tilfinningaríkur í útsendingunni í gær og opnaði sig upp á gátt. Hann kom inn á það að fyrir nokkrum dögum var hann með 35.000 fylgjendur og hefur þeim fjölgað eitthvað síðustu daga. Aron fór á fund í höfuðstöðvum Snapchat á dögunum og segir hann að stórir hlutir séu framundan. „Það þarf að vekja meiri athygli á strákum á Íslandi og hvað allir eru bældir. Ég væri eflaust ekki standandi á þessum svölum hérna ef ég hefði ekki byrjað að opna mig tilfinningalega við aðra karlmenn og annað fólk. Það þarf að huga að því að það eru ótrúlega margir karlmenn á Íslandi sem eru þunglyndir. Tölurnar eru ótrúlegar, það er einn í hverri viku eða eitthvað sem fyrirfer sér, ég held að það séu tölurnar. Það þarf að vekja athygli á þessu.“ Aron opnaði sig í beinni í gær.Hann segir að átak eins og #freethenipple skipti t.d. gríðarlega miklu máli fyrir ungar stelpur. „Femínistahreyfingin og Druslugangan hefur skilað ótrúlega miklum árangri og það er hægt að ná mjög auðveldalega til ótrúlega margra á Íslandi, af því að við erum svo lítið land. Ég mun alltaf gera eitthvað djók og reyna vera fyndinn, en í raunveruleikanum er allt öðruvísi. Hann er ekki bara grín og dans á rósum. Það sem skiptir máli er að vera meðvitaður um sínar tilfinningar og hvernig maður á að takast á við þær. Það er alltaf best að tala um tilfinningar sínar við vini og vandamenn. Ef þetta er komið út í alvarlegt þunglyndi, þá er nauðsynlegt að leita sér hjálpar hjá fagaðila.“Á mjög dimmum stað Aron talar um að það sé mun erfiðara að segja hlutina en að ráðast í verkefnið sjálft og leita sér hjálpar. „Það er ömurlegt að vera á mjög dimmum stað og líða eins og það sé enginn í kringum þig. Það þarf að vekja umræðuna um karlmenn og ef ég get verið fyrirmynd, þá langar mig það. Ég hef sjálfur verið þarna og gengið í gegnum margt tilfinningalega síðustu fjögur ár. Mér finnst ég vera kominn á þann stað í lífinu að ég er byrjaður að ná sáttum við sjálfan mig.“Aron er með 35.000 fylgjendur.Hann ræddi einnig um einelti í grunnskólum og talaði um að fólk gæti hreinlega verið ógeðslegt. Aron fékk spurninguna; hvernig veit maður að maður er þunglyndur?„Ég var farinn að hugsa um sjálfsvíg á einum tímapunkti og ég fattaði það þá. Sem betur fer var einhver neisti í mér sem sagði mér að ég þyrfti að fara að vinna í mínum málum. Það er búið að taka langan tíma og þetta hefur verið erfitt.“Systir hans kvaddi aðeins fimm ára Aron segir frá því að systir hans hafi fallið frá og þá hafi heimurinn í raun farið á hliðina. „Ég var ennþá í skóla og mamma mín var mikið heima að gráta, hún var auðvitað að missa barnið sitt. Mamma var stundum á sterkum lyfjum og sagði allskonar hluti. Þetta var algjör tilfinningarússíbani og maður mætti síðan í skólann með massa grímu. Inni í mér var ég auðvitað bara að deyja en að utan bara brosandi og hress. Ég bara vann og vann og vann og ýti vandamálunum alltaf frá mér. Allt í einu var ég kominn í Listaháskólann og búinn með eitt ár þar, þegar ég hrundi alveg niður. Ég fór alveg niður á botninn og sem betur fer var ég með góða vini í kringum mig. Ég saug alla orku úr vinum mínum, því ég vissi ekkert hvað var í gangi með mig. Ég grét mig í svefn á hverjum degi. Á einhverjum tímapunkti þarna langaði mig að fyrirfara mér.“ Aron segist hafa leitað sér sálfræðihjálpar og það hafi gert helling fyrir hann. „Systir mín fór bara fimm ára, kviss, bang búmm og ég fékk ekkert að kveðja hana eða neitt. Þetta er ennþá rosalega erfitt fyrir mig og ég fæ ennþá kökk í hálsinn þegar ég tala um þetta. Hún er mjög stór partur af mér í dag, þessi stelpa sem kom í þennan stutta tíma og fór svo aftur.“ Hér að neðan má horfa á útsendinguna sem Aron birti á Facebook í gærkvöldi. Hann kallar sig Aronmola á samfélagsmiðlum.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira