Innlent

Ef þú misstir af fagnaðarlátum strákanna getur þú séð þau hér

Birgir Olgeirsson skrifar
Landsliðsmennirnir fögnuðu vel og innilega eftir leik.
Landsliðsmennirnir fögnuðu vel og innilega eftir leik. Vísir/EPA
Gífurleg stemning myndaðist víða um land þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér inn í sextán liða úrslit með 2 – 1 sigri í lokaleiknum í F-riðli á móti Austurríkismönnum.

Um er að ræða einn dramatískasta leik íslenskrar knattspyrnusögu en sigurmark Íslands kom á lokamínútu í uppbótartíma þegar Arnór Ingvi Traustason renndi boltanum í markið.

Að leik loknum mátti sjá örstutt í liðsmenn íslenska landsliðsins fagna sigrinum en Síminn, sem er með útsendingarréttinn á EM í knattspyrnu, skipti yfir í myndver hér heima og fór í auglýsingar. Þótti mörgum það sárt að fá ekki fylgjast með leikmönnum fagna sigri.

Meðal annars knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson, sem leikur með bandaríska landsliðinu, en hann sagði á Twitter það vera glæp að missa af þessum fagnaði.

Síminn birti fagnaðarlætin á Facebook-síðu sinni og má sjá þau hér fyrir neðan:


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×