Andrés Iniesta vildi taka vítaspyrnuna sem Spánverjar fengu í leiknum gegn Króötum í D-riðli á EM 2016 í gærkvöldi.
Spánn fékk vítaspyrnu í stöðunni 1-1 á 70. mínútu í leiknum í Bordeaux þegar Sime Vrsaljko braut á David Silva.
Sergio Ramos fór á punktinn en Daniel Subasic varði spyrnu hans. Ivan Perisic skoraði svo sigurmark Króatíu þremur mínútum fyrir leiklok.
„Ég ætlaði að taka vítið en Ramos var sjálfsöruggur og sá sem tekur vítið er sá eini sem getur klúðrað því,“ sagði Iniesta eftir leikinn.
„Sá sem fer á punktinn nýtur stuðnings hinna í liðinu. Við vorum óheppnir að vítið fór forgörðum,“ bætti Iniesta við.
Spánverjar misstu af toppsætinu í D-riðli vegna tapsins í gær og þurfa því að mæta Ítölum í 16-liða úrslitum á mánudaginn.
„Svona gerist og nú þurfum við að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Ítalíu. Við ætlum okkur að fara eins langt og við getum,“ sagði Iniesta sem hefur verið einn besti leikmaður EM í Frakklandi.
„Við erum með sterkara lið á pappírnum en þú veist aldrei. Svona lagað gerist í fótbolta og við þurfum að vera búnir undir allt.“
Iniesta vildi taka vítið sem Ramos klúðraði
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

