Erlent

Einn leiðtoga ISIS í Tyrklandi felldur af lögreglu

Anton Egilsson skrifar
Tyrknesk stjórnvöld hafa barist af harðfylgni gegn samtökunum ISIS.
Tyrknesk stjórnvöld hafa barist af harðfylgni gegn samtökunum ISIS. Vísir/EPA
Mehmet Kadir Cabel svæðisleiðtogi ISIS í borginni Gaziantep í Tyrklandi var felldur í aðgerð lögreglu er áhlaup var gert á leynifylgsni hans.

Þá voru eiginkona og tvö börn Cabels handsömuð ásamt nítján mönnum sem allir eru grunaðir um að vera liðsmenn ISIS. Þrír lögreglumenn biðu bana í lögregluaðgerðinni.

Mikil blóðsúthelling tengd ISIS hefur átt sér stað í Tyrklandi það sem af er þessu ári. Þeir eru meðal annars sagðir á bak við sprengjuárásirnar á Atatürk flugvelli í Istanbúl í júlí sem urðu 44 manns að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×