Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2016 13:32 Birgitta með formönnum þeirra flokka sem boðaðir hafa verið til viðræðna við Pírata. vísir/eyþór Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur þegar haft samband við Birgittu Jónsdóttur, einn af umboðsmönnum Pírata vegna stjórnarmyndunar. Stefna þær á að hittast til að kanna mögulegt samstarf. „Ég er búinn að hafa samband við Birgittu og við ætlum að finna okkur tíma til að hittast,“ segir Oddný í samtali við Vísi. „Þetta verða væntanlega umræður um stefnuna og hvar þræðirnir liggja saman. Hvort að úr þessu verður kosningabandalag er ekkert hægt að segja um á þessu stigi.“Píratar tilkynntu fyrr í dag að þeir hefðu boðið fjórum flokkum, Samfylkingunni, Bjartri framtíð, VG og Viðreisn til viðræðna um mögulegt samstarf fyrir kosningarnar sem framundan eru 29. október. Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar segir að líklegt sé að flokkurinn muni að minnsta kosti setjast niður með Pírötum til að ræða málin. Hann segir þó að knappur tími sé til stefnu. „Það á alltaf að fagna því þegar fólk talar saman. Ég veit ekki hvort að það sé alveg tímabært tveimur vikum fyrir kosningar að gjörbreyta eðli íslenska kosningakerfisins. segir Óttar í samtali við Vísi. „Það er bjartsýni. Við höfum ekki búið við þann pólítiska stöðugleika að það sé í boði að flokkar gangi bundnir til kosninga eða í kosningabandalögum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þau muni setjast niður með Pírötum. Hún segir að það sé eðlilegt að stjórnarandstöðuflokkarnir vinni saman að loknum kosningum. „Við í VG álykutðum það í febrúar að við vildum stefna að samstarfi stjórnarandstöðuflokkanna. Við höfum talað fyrir því að eðlilegt sé að mynda stjórn um ákveðinn málefni. Píratar stilla upp ákveðnum málefnum sem eru mikilvæg en við erum einnig með okkar málefni eins og stórsókn í menntamálum og umhverfismálum.“ Benedikt Jóhanesson, formaður Viðreisnar, sagði í samtali við Vísi að flokksmenn væru ekki búnir að melta þetta útspil Pírata. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 „Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur þegar haft samband við Birgittu Jónsdóttur, einn af umboðsmönnum Pírata vegna stjórnarmyndunar. Stefna þær á að hittast til að kanna mögulegt samstarf. „Ég er búinn að hafa samband við Birgittu og við ætlum að finna okkur tíma til að hittast,“ segir Oddný í samtali við Vísi. „Þetta verða væntanlega umræður um stefnuna og hvar þræðirnir liggja saman. Hvort að úr þessu verður kosningabandalag er ekkert hægt að segja um á þessu stigi.“Píratar tilkynntu fyrr í dag að þeir hefðu boðið fjórum flokkum, Samfylkingunni, Bjartri framtíð, VG og Viðreisn til viðræðna um mögulegt samstarf fyrir kosningarnar sem framundan eru 29. október. Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar segir að líklegt sé að flokkurinn muni að minnsta kosti setjast niður með Pírötum til að ræða málin. Hann segir þó að knappur tími sé til stefnu. „Það á alltaf að fagna því þegar fólk talar saman. Ég veit ekki hvort að það sé alveg tímabært tveimur vikum fyrir kosningar að gjörbreyta eðli íslenska kosningakerfisins. segir Óttar í samtali við Vísi. „Það er bjartsýni. Við höfum ekki búið við þann pólítiska stöðugleika að það sé í boði að flokkar gangi bundnir til kosninga eða í kosningabandalögum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þau muni setjast niður með Pírötum. Hún segir að það sé eðlilegt að stjórnarandstöðuflokkarnir vinni saman að loknum kosningum. „Við í VG álykutðum það í febrúar að við vildum stefna að samstarfi stjórnarandstöðuflokkanna. Við höfum talað fyrir því að eðlilegt sé að mynda stjórn um ákveðinn málefni. Píratar stilla upp ákveðnum málefnum sem eru mikilvæg en við erum einnig með okkar málefni eins og stórsókn í menntamálum og umhverfismálum.“ Benedikt Jóhanesson, formaður Viðreisnar, sagði í samtali við Vísi að flokksmenn væru ekki búnir að melta þetta útspil Pírata.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 „Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45
„Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28