Handbolti

Umfjöllun: ÍBV - Valur 27-30 | Fyrsta tap Eyjamanna á heimavelli

Gabríel Sighvatsson í Vestmannaeyjum skrifar
Theodór Sigurbjörnsson.
Theodór Sigurbjörnsson. Vísir/Stefán
Valsmenn unnu góðan sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum.

Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótlega góðri forystu. Eyjamaðurinn Vignir Stefánsson í liði Vals gerði ÍBV erfitt fyrir og skoraði mikið. Staðan í hálfleik var 14-8 Valsmönnum í vil.

Í síðari hálfleik bitu Eyjamenn hins vegar hressilega frá sér. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar sjö mínútur voru eftir minnkuðu þeir muninn í eitt mark, 23-22.

Lengra komust þeir þó ekki. Valsmenn héldu sjó og unnu að lokum þriggja marka sigur, 30-27. Þetta er fyrsta tap Eyjamanna á heimavelli á leiktíðinni og mistókst þeim þar með að minnka forystu Aftureldingar sem situr á toppnum. Valsmenn fara upp í 4.sætið með sigrinum og hafa unnið fjóra leiki í röð.

Anton Rúnarsson og Vignir Stefánsson voru markahæstir í liði Vals með 8 mörk og Sigurbergur Sveinsson skoraði sömuleiðis 8 fyrir ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×