Spotify efast um lögmæti nýjasta útspils Apple Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júní 2016 20:34 Daniel Ek er forstjóri Spotify. vísir/afp Spotify og Apple eru komin í hár saman eftir að síðarnefnda fyrirtækið neitaði að afgreiða uppfærslu smáforrit fyrrnefnda fyrirtækisins í app-store. Fyrirtækin tvö hafa deilt um nokkurt skeið eftir að Apple setti sína eigin tónlistarveitu, Apple Music, í loftið. Í kjölfar þess hvatti Spotify þá notendur sína sem kaupa áskrift til að kaupa hana ekki í gegnum smáforritið heldur heimasíðu eða forritið í tölvu. Með því móti mætti komast hjá því að Apple tæki til sín prósentu af greiðslunni. Að undanförnu hefur Apple krafist þess af Spotify að fyrirtækið breyti þessari afstöðu sinni. Öðrum kosti muni forrit Spotify ekki vera uppfært í tækjum frá Apple. „Þetta nýjasta útspil vekur upp margar spurningar og ein þeirra er hvort þetta standist bandarísk og evrópsk samkeppnislög,“ ritar lögmaður Spotify í bréfi til kollega síns hjá Apple. „Við getum ekki látið það yfir okkur ganga að Apple noti app-store sem vopn í samkeppni við aðra.“ Í samtali við tónlistarmiðilinn Pitchfork sagði Jonathan Prince, upplýsingafulltrúi Spotify, að það væri eitthvað rangt við það að Apple græddi meira á Spotify áskriftum heldur en Apple Music. Þá væri sérstakt áhyggjuefni að ekki eitt einasta sent af því myndi skila sér til tónlistariðnaðarins. Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Spotify og Apple eru komin í hár saman eftir að síðarnefnda fyrirtækið neitaði að afgreiða uppfærslu smáforrit fyrrnefnda fyrirtækisins í app-store. Fyrirtækin tvö hafa deilt um nokkurt skeið eftir að Apple setti sína eigin tónlistarveitu, Apple Music, í loftið. Í kjölfar þess hvatti Spotify þá notendur sína sem kaupa áskrift til að kaupa hana ekki í gegnum smáforritið heldur heimasíðu eða forritið í tölvu. Með því móti mætti komast hjá því að Apple tæki til sín prósentu af greiðslunni. Að undanförnu hefur Apple krafist þess af Spotify að fyrirtækið breyti þessari afstöðu sinni. Öðrum kosti muni forrit Spotify ekki vera uppfært í tækjum frá Apple. „Þetta nýjasta útspil vekur upp margar spurningar og ein þeirra er hvort þetta standist bandarísk og evrópsk samkeppnislög,“ ritar lögmaður Spotify í bréfi til kollega síns hjá Apple. „Við getum ekki látið það yfir okkur ganga að Apple noti app-store sem vopn í samkeppni við aðra.“ Í samtali við tónlistarmiðilinn Pitchfork sagði Jonathan Prince, upplýsingafulltrúi Spotify, að það væri eitthvað rangt við það að Apple græddi meira á Spotify áskriftum heldur en Apple Music. Þá væri sérstakt áhyggjuefni að ekki eitt einasta sent af því myndi skila sér til tónlistariðnaðarins.
Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira