Isavia falið að loka flugbraut 06/24 Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 30. júní 2016 19:45 Innanríkisráðherra hefur falið Isavia að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Vísir/Baldur Innanríkisráðherra hefur falið Isavia að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Isavia og borgarstjóra nú síðdegis. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu hinn 9. júní síðastliðinn að ríkið þurfi að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Var innanríkisráðherra gert að loka brautinni innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Flugbrautin hefur ekki verið í notkun undanfarnar vikur en þær upplýsingar fengust frá Isavia í dag að brautin væri lokuð, eins og algengt er yfir sumartímann. Ljóst er að hún verður ekki opnuð aftur en fréttastofa hefur undir höndum bréf sem innanríkisráðherra sendi í dag til Isavia og borgarstjóra þar sem fram koma formleg fyrirmæli til Isavia um að brautinni skuli lokað. Ákvörðun innanríkisráðherra um lokun Í bréfinu sem barst Isavia nú síðdegis er vísað til dóms Hæstaréttar frá 9. júní. Þá segir: „Í ljósi niðurstöðu dómsins hefur innanríkisráðherra tekið ákvörðun um að loka beri flugbrautinni og taka hana úr notkun. Hér með er Isavia ohf. falið að annast lokun brautarinnar þannig að framkvæmdin samræmist lögum og verklagi sem um lokunina gilda.“ Þá kemur fram að innanríkisráðuneytið muni boða til fundar með Isavia til að fara yfir áhrif lokunar flugbrautarinnar á gildandi þjónustusamning vegna innanlandsflugs. Reykjavíkurflugvöllur orðinn tveggja brauta völlur „Þetta ferli er í sjálfu sér mjög einfalt. Við sendum út svokallað notam og það er raunar farið út, var sent út í síðustu viku, um að brautinni sé lokað. Þá raunverulega er hún ekki í notkun á meðan slíkt skeyti er úti,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri innanlandsflugvallasviðs hjá Isavia. Aðspurður hvort þetta hafi þá þýðingu að brautin verði aldrei opnuð aftur, til að mynda í neyðartilvikum, segir Jón að brautin fari ekki neitt fyrr en farið verður að byggja á henni. Hún verði því ekki brotin upp eða fjarlægð með öðrum hætti. „Þessi ákvörðun er væntanlega endanleg. Þannig að við gerum ráð fyrir að þessi völlur verði bara tveggja brauta völlur hér eftir og nýtum þetta þá væntanlega bara sem akbrautir og flugvallarstæði á meðan. Þannig að brautin nýtist sem slík áfram en bara ekki sem flugbraut,“ segir Jón Karl. Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Ómar er búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. 18. júní 2016 21:43 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur falið Isavia að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Isavia og borgarstjóra nú síðdegis. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu hinn 9. júní síðastliðinn að ríkið þurfi að loka norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Var innanríkisráðherra gert að loka brautinni innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Flugbrautin hefur ekki verið í notkun undanfarnar vikur en þær upplýsingar fengust frá Isavia í dag að brautin væri lokuð, eins og algengt er yfir sumartímann. Ljóst er að hún verður ekki opnuð aftur en fréttastofa hefur undir höndum bréf sem innanríkisráðherra sendi í dag til Isavia og borgarstjóra þar sem fram koma formleg fyrirmæli til Isavia um að brautinni skuli lokað. Ákvörðun innanríkisráðherra um lokun Í bréfinu sem barst Isavia nú síðdegis er vísað til dóms Hæstaréttar frá 9. júní. Þá segir: „Í ljósi niðurstöðu dómsins hefur innanríkisráðherra tekið ákvörðun um að loka beri flugbrautinni og taka hana úr notkun. Hér með er Isavia ohf. falið að annast lokun brautarinnar þannig að framkvæmdin samræmist lögum og verklagi sem um lokunina gilda.“ Þá kemur fram að innanríkisráðuneytið muni boða til fundar með Isavia til að fara yfir áhrif lokunar flugbrautarinnar á gildandi þjónustusamning vegna innanlandsflugs. Reykjavíkurflugvöllur orðinn tveggja brauta völlur „Þetta ferli er í sjálfu sér mjög einfalt. Við sendum út svokallað notam og það er raunar farið út, var sent út í síðustu viku, um að brautinni sé lokað. Þá raunverulega er hún ekki í notkun á meðan slíkt skeyti er úti,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri innanlandsflugvallasviðs hjá Isavia. Aðspurður hvort þetta hafi þá þýðingu að brautin verði aldrei opnuð aftur, til að mynda í neyðartilvikum, segir Jón að brautin fari ekki neitt fyrr en farið verður að byggja á henni. Hún verði því ekki brotin upp eða fjarlægð með öðrum hætti. „Þessi ákvörðun er væntanlega endanleg. Þannig að við gerum ráð fyrir að þessi völlur verði bara tveggja brauta völlur hér eftir og nýtum þetta þá væntanlega bara sem akbrautir og flugvallarstæði á meðan. Þannig að brautin nýtist sem slík áfram en bara ekki sem flugbraut,“ segir Jón Karl.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Ómar er búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. 18. júní 2016 21:43 Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Ólöf Nordal um dóm Hæstaréttar: „Þá er þetta mál úr sögunni“ Hæstiréttur segir að loka þurfi neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli innan 16 vikna. Ráðherra segir ágreining hafa verið slíkan í málinu að nauðsynlegt var að fá niðurstöðu æðsta dómstóls landsins. 9. júní 2016 15:59
Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15
Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Ómar er búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. 18. júní 2016 21:43
Höskuldur leggur fram frumvarp sem mun halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd Segir niðurstöðu Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar vonbrigði. Leggur frumvarpið fram í ágúst. 9. júní 2016 16:47