Lífið

Lukkudýr Íslands í vafa um að komast á leikinn á sunnudag

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hugi birti þessa mynd með færslu sinni en hún er tekin af spænskum vefmiðli
Hugi birti þessa mynd með færslu sinni en hún er tekin af spænskum vefmiðli Vísir
Maðurinn með íslenska-fána skeggið, Hugi Guðmundsson tónskáld, veltir því nú fyrir sér á Facebook hvort hann eigi að fara í þriðju ferðina til Frakklands til þess að styðja íslenska landsliðið. Hann hefur aðeins mætt á tvo leiki hingað til og báðir hafa farið 2-1 fyrir Íslandi. Tala menn nú um að hann sé að verða að lukkudýri Íslands á EM móti karla í knattspyrnu.

„Er forsvaranlegt að fara þriðju ferðina til France í vikunni?,“ spyr Hugi vini sína á Facebook en honum hefur boðist miði í gegnum vinkonu sína. „Ekki ódýrt, en viðráðanlegt. Konan hefur fengið nóg af úðstáelsinu og styður mig ekki. What to do? Should I Stay or Should I go?“

Hugi, sem býr í Kaupmannahöfn, biðlar til vina sinna að hvetja sig áfram með því að læka færsluna. Í morgun höfðu 155 félagar gert það. Hugi hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin árið 2014 og hafa stuðningsmenn íslenska liðsins fleygt því fram að ekki sé verra að hafa annálaðan bjartsýnismann á meðal þeirra.

Stærsta myndin hér var tekin af fréttastofu Getty og birtist víðs vegar um heiminn. Minni myndirnar eru úr einkasafni.Vísir/Getty
Í fjölmiðlum um allan heim

Hugi tók upp á því að mála skegg sitt í fánalitunum áður en hann fór til Frakklands og vakti það gífurlega athygli fjölmiðla um allan heim. Birst hafa við hann sjónvarpsviðtöl í Rússlandi og Noregi auk þess sem Reuters fréttastofan birti stutt viðtal við hann um allan heim. Dagblöð og vefmiðlar hafa einnig birt myndir af honum í umfjöllunum sínum  um velgengni landsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.