Lögin flokkast undir djasstónlist Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2016 09:45 Unnur er bæði að fást við tónsmíðar og söng. Vísir/Anton Brink Unnur Sara Eldjárn djasssöngkona kemur fram í Norræna húsinu í kvöld, 30. júní, sem næsti listamaður í Arctic Concerts röðinni. „Ég ætla að syngja lög eftir mig aðallega, þau flokkast undir djasstónlist, rokk og fleiri stíla,“ upplýsir hún þegar hún er spurð út í tónleikana í Norræna húsinu í kvöld sem hefjast þar klukkan 20.30. Hún kveðst alltaf vera að semja. En hún á ekki sviðið ein, heldur verður Halldór Eldjárn, föðurbróðir hennar, með henni og spilar á slagverk og líka Gréta Rún Snorradóttir sem leikur á selló. Unnur útskrifaðist úr djasssöngsnámi frá Tónlistarskóla FÍH í fyrra og gaf út disk á síðasta ári sem fékk góða dóma. Gestir kvöldsins í Norræna húsinu fá að heyra eitthvað af efni hans, að sögn söngkonunnar. Sumarvinnan hennar Unnar Söru er bundin fleiru en söng. Hún er líka úti á örkinni að afla fjár fyrir Rauða krossinn. Þegar þetta viðtal fer fram er hún stödd við Bónus á Smáratorgi og stoppar þar, galvösk, fólk á röltinu. Hún lætur vel af starfinu og viðtökum almennings. Á kvöldin kemur hún svo fram og syngur djass. „Við Halldór og fleiri erum með prógramm í gangi þar sem við flytjum lög eftir Serge Gainsbourg, þar syng ég á frönsku, við höfum fengið góð viðbrögð.“ segir hún brosandi. Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Unnur Sara Eldjárn djasssöngkona kemur fram í Norræna húsinu í kvöld, 30. júní, sem næsti listamaður í Arctic Concerts röðinni. „Ég ætla að syngja lög eftir mig aðallega, þau flokkast undir djasstónlist, rokk og fleiri stíla,“ upplýsir hún þegar hún er spurð út í tónleikana í Norræna húsinu í kvöld sem hefjast þar klukkan 20.30. Hún kveðst alltaf vera að semja. En hún á ekki sviðið ein, heldur verður Halldór Eldjárn, föðurbróðir hennar, með henni og spilar á slagverk og líka Gréta Rún Snorradóttir sem leikur á selló. Unnur útskrifaðist úr djasssöngsnámi frá Tónlistarskóla FÍH í fyrra og gaf út disk á síðasta ári sem fékk góða dóma. Gestir kvöldsins í Norræna húsinu fá að heyra eitthvað af efni hans, að sögn söngkonunnar. Sumarvinnan hennar Unnar Söru er bundin fleiru en söng. Hún er líka úti á örkinni að afla fjár fyrir Rauða krossinn. Þegar þetta viðtal fer fram er hún stödd við Bónus á Smáratorgi og stoppar þar, galvösk, fólk á röltinu. Hún lætur vel af starfinu og viðtökum almennings. Á kvöldin kemur hún svo fram og syngur djass. „Við Halldór og fleiri erum með prógramm í gangi þar sem við flytjum lög eftir Serge Gainsbourg, þar syng ég á frönsku, við höfum fengið góð viðbrögð.“ segir hún brosandi.
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira