
Pontumajónes
Ég inn í þingsal þreytti flugið mitt...
Desember.
Ég vaknaði við Justin Bieber vekjarann í símanum. Fann ekki símann. Snús út úr myndinni. Með Bíberinn í bakgrunninum gekk ég úfinn fram hjá speglinum. Ég þekkti ekki manninn í glerinu sem gretti sig með vanþóknun í áttina að mér. Ég gretti mig á móti og hélt áfram inn í eldhús.
Ég hefði verið til í kókó pöffs með kekkjalausri mjólk, en það var ekki í boði. Nót tú self: Verð að fjölga búðarferðum í a.m.k. þrjár ferðir í mánuði. Fann 3/4 kremkex á botninum á Frón kexpakka, á bak við ristavélina. Lét mig hafa það.
Ég þurfti að pissa en ákvað að halda í mér svo ég þyrfti ekki að horfast í augu við óhreina þvottaskýjakljúfinn strax. Síminn hringdi. Engin heilafruma í kollinum var enn nægilega vöknuð til að átta sig á hvar hann var niðurkominn - en Darth Vader hringingin var kærkominn staðgengill Bieber, sem þurfti auðmjúkur að víkja fyrir mætti myrku hliðarinnar.
Ég fann eldhúsið. Ég rambaði þar á rækjusamlokuna sem ég kláraði ekki í gærmorgun, þar sem hún flatmagaði í gluggasillunni, rétt hjá hálf-dauðri fiskiflugu.
Fékk mér bita...þ.e. af samlokunni. Kúgaðist. Herbergisheitar rækjur í spenvolgu og súra majónesinu voru ekki kærkomin upplifun fyrir bragðlaukana, sem ulluðu umsvifalaust herlegheitunum út úr sér - beint í leirtausfullan vaskinn. Oj! Fann um leið svefn-marineraða morgunsvitalyktina af sjálfum mér og hugsaði tilverunni þegandi þörfina á meðan ég skolaði munninn með kranavatni.
Flugan hreyfði veikburða vængina...
Bieber meinti örugglega vel en hann hefði alveg mátt sleppa því að draga mig út úr draumalandinu í dag. Ég staulaðist inn í stofu. Söng sársaukalagið er önnur sokkalaus ilin kvartaði sárt undan glerharðri kókó pöffs kúlu á gólfinu sem hafði greinilega yfirgefið klíkuna sína tímanlega, sem ég borðaði um daginn.
Flugan var enn ekki alveg dauð...
Ég hlammaði mér í leisí bojinn, teygði mig í fjarstýringuna og kveikti á tuttugu og átta tommu sjónvarpinu mínu. Kannski var ástandið betra í imbanum. Georg Bjarnfreðarson myndi t.d. koma mér í betra skap. Skjárinn rankaði við sér.
Alþingisvaktin...
"...það er ekki einu sinni lýðræðislegt (Gripið fram í) að halda því fram. (Forseti hringir bjöllu) Ég vil biðja hæstvirtann utanríkisráðherra að róa sig á meðan ég útskýri mál mitt hérna. (Gripið fram í) Ég bið hæstvirtann utanríkisráðherra (Gripið fram í) um að hafa sig hægan (Forseti hringir bjöllu) og leyfa öðrum hér að lýsa skoðun sinni (Forseti hringir bjöllu) vegna þess að þetta er ekkert annað en rakinn dónaskapur. (Háreysti í þingsal)*..."
Ég fékk súrt majónesbragðið aftur í munninn og varð um leið hugsað til flugunnar sem vafalaust suðaði næstum sitt síðasta vegna áhrifa þess.
"...Það er bara skömm að því að...(Gripið fram í) - Menn ættu að hlusta sem ættu að hlusta í þessum sal. (Gripið fram í) Já, það er ekki hægt að láta (Forseti hringir bjöllu) bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum. (Gripið fram í: Ha?) (Kliður í þingsal) Forseti: Ha?) (Kliður í þingsal)*
Ég stóð upp, gekk inn í eldhús og tróð rækjusamlokunni niður niðurfallið í vaskinum. Ég reif bút af tóma kexpakkanum og fikraði flugunni varlega á hann. Ég lyfti bréfinu varlega, opnaði gluggann og gaf flugunni frelsi, sem hún fagnaði með sigrandi suði.
Því næst slökkti ég á sjónvarpinu - og frelsaði sjálfan mig.
...að píra á þessa mælsku ofurhuga
Í pontunni með majónesið sitt
(*Tilvitnanir teknar af vef alþingis 14. og 16. desember)
Skoðun

Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hugleiðingar um virðismat kennara
Bergur Hauksson skrifar

Hvar stendur barnið mitt í námi?
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar

Áslaug Arna er framtíðin
Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar

Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt
Einar Ólafsson skrifar

Minna af þér og meira af öðrum
Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar
Ísabella Markan skrifar

Að koma skriðdreka á Snæfellsnes
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu?
Davíð Bergmann skrifar

Skiptir hugarfarið máli?
Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Verkfærakistan er alltaf opin
Ástþór Ólafsson skrifar

Píratar til forystu
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Beðið fyrir verðbólgu
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Minni pólitík, meiri fagmennska
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Ný krydd í skuldasúpuna
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
Heimir Örn Árnason skrifar

Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna
Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar

Er Inga Sæland Þjófur?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Kona
Anna Kristjana Helgadóttir skrifar

Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel
Gunnar H. Garðarsson skrifar

Orð skulu standa
Jón Pétur Zimsen skrifar

Dúabíllinn og kraftur sköpunar
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú
Árni Sigurðsson skrifar

Viljum við það besta fyrir börnin okkar?
Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar

Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa
Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar