Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2016 09:03 Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. Sýnt var frá framkvæmdunum og rætt við Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það líður varla sú vika að ekki sé kvartað í fjölmiðlum undan lélegri aðstöðu við helstu ferðamannastaði. Það er samt ekki svo að ekkert horfi til bóta. Við Goðafoss er að verða breyting. Það verður reyndar ekki sagt að vinnuvélarnar séu stórvirkar, þær eru litlar og nettar sem notaðar eru þessa dagana við lagningu göngustíga við austanverðan fossinn en þar er einnig búið að smíða útsýnispall. Sveitarfélagið Þingeyjarsveit stendur að verkinu.Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við ætlum að klára framkvæmdir að austan núna í sumar, - ætlum að leggja áherslu á það. Svo ætlum við að byrja vestanmegin og það er með útsýnispalli og göngustígum.” Dagbjört segir ekki hjá því komist að nýta sumartímann til verksins en vonast jafnframt til að haustið verði drjúgt. Þingeyjarsveit hefur þegar fengið nærri 67 milljóna króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðmannastaða en þarf að greiða 20 prósent á móti. Og þetta kostar skildinginn. „Þetta er hátt í hundrað milljónir í heildina. Við erum nú þegar búin að framkvæma fyrir einhverjar þrjátíu milljónir,” segir Dagbjört.Útsýnispallurinn sem verið er að setja upp við Goðafoss að austanverðu. Annar pallur verður vestanmegin.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ekki veitir af því ferðamönnum við Goðafoss hefur snarfjölgað á undanförnum árum, staðurinn er í alfaraleið við hringveginn og þetta er yfirleitt fyrsti áningarstaður þeirra sem koma með skemmtiferðaskipum til Akureyrar. „Þetta er aðalstaðurinn, - aðalstoppistaðurinn í Þingeyjarsveit.” Goðafoss og umhverfi hans eru jafnframt ein helsta náttúruperla Norðurlands og því þarf að vanda til verka. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að gera þetta vel. Við höfum fengið landslagsarkitekta til þess að vinna þetta með okkur. Og þetta er auðvitað viðkvæmt. Þarna er hraun og lyng og svo er verið að útbúa þarna stíga og þá verða sár eftir það. Þannig að við erum að reyna að setja lyngþökur og hraun og annað þannig að þetta verði bara sem náttúrulegast. En auðvitað eru alltaf ákveðin ummerki eftir svona framkvæmdir,” segir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. Sýnt var frá framkvæmdunum og rætt við Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það líður varla sú vika að ekki sé kvartað í fjölmiðlum undan lélegri aðstöðu við helstu ferðamannastaði. Það er samt ekki svo að ekkert horfi til bóta. Við Goðafoss er að verða breyting. Það verður reyndar ekki sagt að vinnuvélarnar séu stórvirkar, þær eru litlar og nettar sem notaðar eru þessa dagana við lagningu göngustíga við austanverðan fossinn en þar er einnig búið að smíða útsýnispall. Sveitarfélagið Þingeyjarsveit stendur að verkinu.Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við ætlum að klára framkvæmdir að austan núna í sumar, - ætlum að leggja áherslu á það. Svo ætlum við að byrja vestanmegin og það er með útsýnispalli og göngustígum.” Dagbjört segir ekki hjá því komist að nýta sumartímann til verksins en vonast jafnframt til að haustið verði drjúgt. Þingeyjarsveit hefur þegar fengið nærri 67 milljóna króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðmannastaða en þarf að greiða 20 prósent á móti. Og þetta kostar skildinginn. „Þetta er hátt í hundrað milljónir í heildina. Við erum nú þegar búin að framkvæma fyrir einhverjar þrjátíu milljónir,” segir Dagbjört.Útsýnispallurinn sem verið er að setja upp við Goðafoss að austanverðu. Annar pallur verður vestanmegin.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ekki veitir af því ferðamönnum við Goðafoss hefur snarfjölgað á undanförnum árum, staðurinn er í alfaraleið við hringveginn og þetta er yfirleitt fyrsti áningarstaður þeirra sem koma með skemmtiferðaskipum til Akureyrar. „Þetta er aðalstaðurinn, - aðalstoppistaðurinn í Þingeyjarsveit.” Goðafoss og umhverfi hans eru jafnframt ein helsta náttúruperla Norðurlands og því þarf að vanda til verka. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að gera þetta vel. Við höfum fengið landslagsarkitekta til þess að vinna þetta með okkur. Og þetta er auðvitað viðkvæmt. Þarna er hraun og lyng og svo er verið að útbúa þarna stíga og þá verða sár eftir það. Þannig að við erum að reyna að setja lyngþökur og hraun og annað þannig að þetta verði bara sem náttúrulegast. En auðvitað eru alltaf ákveðin ummerki eftir svona framkvæmdir,” segir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.
Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira