Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2016 22:27 Smáskjálftavirkni hefur aukist í eldstöð Öræfajökuls undanfarna mánuði sem vísindamenn telja vert að fylgjast með. Þrjú önnur eldfjöll sýna þó ákveðnari merki um að vera að undirbúa gos. Öræfajökull er ekki aðeins stærsta fjall Íslands, heldur einnig stærsta eldfjallið, og sagan sýnir að þaðan má búast við öðru en litlum túristagosum. „Hann hefur gosið tvisvar sinnum á sögulegum tíma, bæði skiptin stórum gosum sem vissulega voru áhrifamikil á sínum tíma. Næsta gos í þeirri eldstöð verður það væntanlega líka,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Og nú spyrja vísindamenn hvort vaxandi smáskjálftavirkni, sem mælst hefur í Öræfajökli frá áramótum, sé vísbending um eitthvað meira.Öræfajökull séður frá Skaftafelli.Mynd/Vilhelm„Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að það sé smávægileg aukning í smáskjálftavirkni í Öræfajökli, í eldstöðinni sjálfri. Það er eftirtektarvert. Það er ekki komið á neitt hættustig eða þess háttar. En það er eftirtektarvert.“ Páll telur að sem eldstöð sé Öræfajökull skyldastur Eyjafjallajökli en gosið þar fyrir sex árum átti sér langan aðdraganda. „Þá tók það Eyjafjallajökul átján ár, frá því við tókum fyrst eftir vaxandi skjálftavirkni, þar til gos kom. Við erum að tala um svoleiðis tímaskala í þessu tilviki.“ Hann telur líklegra að aðrar eldstöðvar verði fyrri til. „Bæði Hekla og Grímsvötn eru að nálgast gos. Bárðarbunga sýnir ótvíræð merki um að hún er ekkert sofnuð eftir umbrotin í fyrra og hitteðfyrra. Þannig að þessar þrjár spræku sýna ótvíræð merki um kvikuhreyfingar. Það er helst Katla sem er róleg þessa stundina, aldrei þessu vant. Hún er óvenju róleg, miðað við síðustu ár og áratugi,“ segir Páll Einarsson.Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.Vísir/Vilhelm. Tengdar fréttir Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12. september 2011 19:30 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Smáskjálftavirkni hefur aukist í eldstöð Öræfajökuls undanfarna mánuði sem vísindamenn telja vert að fylgjast með. Þrjú önnur eldfjöll sýna þó ákveðnari merki um að vera að undirbúa gos. Öræfajökull er ekki aðeins stærsta fjall Íslands, heldur einnig stærsta eldfjallið, og sagan sýnir að þaðan má búast við öðru en litlum túristagosum. „Hann hefur gosið tvisvar sinnum á sögulegum tíma, bæði skiptin stórum gosum sem vissulega voru áhrifamikil á sínum tíma. Næsta gos í þeirri eldstöð verður það væntanlega líka,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Og nú spyrja vísindamenn hvort vaxandi smáskjálftavirkni, sem mælst hefur í Öræfajökli frá áramótum, sé vísbending um eitthvað meira.Öræfajökull séður frá Skaftafelli.Mynd/Vilhelm„Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að það sé smávægileg aukning í smáskjálftavirkni í Öræfajökli, í eldstöðinni sjálfri. Það er eftirtektarvert. Það er ekki komið á neitt hættustig eða þess háttar. En það er eftirtektarvert.“ Páll telur að sem eldstöð sé Öræfajökull skyldastur Eyjafjallajökli en gosið þar fyrir sex árum átti sér langan aðdraganda. „Þá tók það Eyjafjallajökul átján ár, frá því við tókum fyrst eftir vaxandi skjálftavirkni, þar til gos kom. Við erum að tala um svoleiðis tímaskala í þessu tilviki.“ Hann telur líklegra að aðrar eldstöðvar verði fyrri til. „Bæði Hekla og Grímsvötn eru að nálgast gos. Bárðarbunga sýnir ótvíræð merki um að hún er ekkert sofnuð eftir umbrotin í fyrra og hitteðfyrra. Þannig að þessar þrjár spræku sýna ótvíræð merki um kvikuhreyfingar. Það er helst Katla sem er róleg þessa stundina, aldrei þessu vant. Hún er óvenju róleg, miðað við síðustu ár og áratugi,“ segir Páll Einarsson.Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.Vísir/Vilhelm.
Tengdar fréttir Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12. september 2011 19:30 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12. september 2011 19:30