Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2016 21:16 Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja skýringuna á frjóseminni vera þá að kvenfuglinn hafi yngt upp og fengið sér ungan stegg þegar sá gamli var orðinn haltur. Það eru liðnar fjórar vikur frá því ungarnir sex sáust fyrst eftir að þeir yfirgáfu hreiðrið, sem er í hólma skammt ofan stíflunnar. Þeir virðast hafa skriðið úr eggjunum í kringum 20. maí. Við fengum fuglafræðinginn Ólaf Einarsson og Árbæinginn og landslagsarkitektinn Reyni Vilhjálmsson til að segja okkur frá álftinni og notuðum brauð til að lokka fjölskylduna nær okkur. Fuglafræðingurinn mælir raunar gegn brauðgjöfum yfir sumartímann.Ólafur Einarsson fuglafræðingur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” segir Ólafur. Fyrir íbúana í kring hefur álftin mikla þýðingu. „Á hverju einasta vori eru allir nágrannar mínir, og miklu fleiri, sem fylgjast alveg með varpinu. Þeir vita nokkur veginn hvenær von er á ungunum og fylgjast með. Og um leið og það kemur þá berst það eins og eldur um sinu; að það séu komnir ungar hjá álftinni,” segir Reynir. Hann hefur aldrei áður séð sex unga og hefur þó búið í nágrenni við álftina í yfir 40 ár. Hún hafi orpið á hverju ári en þó ekki allaf sama parið. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og íbúi við Árbæjarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fuglafræðingurinn segir greinilegt að álftin braggist vel á Árbæjarlóni. „Sex ungar er mjög gott hjá álftinni. Þetta eru svona vanalega 4-5. En svo eru fjölskyldurnar minni uppi á hálendinu. Þar eru færri ungar, kannski 3-4,” segir Ólafur. Reynir spyr hvort frjósemin stafi af því að kvenfuglinn hafi náð sér í ungan stegg fyrir nokkrum árum þegar sá gamli var orðinn slappur. „Hann var haltur og kom svo ekki eitt vorið. En í staðinn þá náði hún sér bara í annan karl. Hún bara yngdi upp.“ Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja skýringuna á frjóseminni vera þá að kvenfuglinn hafi yngt upp og fengið sér ungan stegg þegar sá gamli var orðinn haltur. Það eru liðnar fjórar vikur frá því ungarnir sex sáust fyrst eftir að þeir yfirgáfu hreiðrið, sem er í hólma skammt ofan stíflunnar. Þeir virðast hafa skriðið úr eggjunum í kringum 20. maí. Við fengum fuglafræðinginn Ólaf Einarsson og Árbæinginn og landslagsarkitektinn Reyni Vilhjálmsson til að segja okkur frá álftinni og notuðum brauð til að lokka fjölskylduna nær okkur. Fuglafræðingurinn mælir raunar gegn brauðgjöfum yfir sumartímann.Ólafur Einarsson fuglafræðingur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” segir Ólafur. Fyrir íbúana í kring hefur álftin mikla þýðingu. „Á hverju einasta vori eru allir nágrannar mínir, og miklu fleiri, sem fylgjast alveg með varpinu. Þeir vita nokkur veginn hvenær von er á ungunum og fylgjast með. Og um leið og það kemur þá berst það eins og eldur um sinu; að það séu komnir ungar hjá álftinni,” segir Reynir. Hann hefur aldrei áður séð sex unga og hefur þó búið í nágrenni við álftina í yfir 40 ár. Hún hafi orpið á hverju ári en þó ekki allaf sama parið. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og íbúi við Árbæjarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fuglafræðingurinn segir greinilegt að álftin braggist vel á Árbæjarlóni. „Sex ungar er mjög gott hjá álftinni. Þetta eru svona vanalega 4-5. En svo eru fjölskyldurnar minni uppi á hálendinu. Þar eru færri ungar, kannski 3-4,” segir Ólafur. Reynir spyr hvort frjósemin stafi af því að kvenfuglinn hafi náð sér í ungan stegg fyrir nokkrum árum þegar sá gamli var orðinn slappur. „Hann var haltur og kom svo ekki eitt vorið. En í staðinn þá náði hún sér bara í annan karl. Hún bara yngdi upp.“
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira