Liðsmenn bresku rokksveitarinnar Radiohead hafa greinilega ákveðið að nýta Íslandsferðina til þess að skoða sig um því þeir lentu hér á landi á miðvikudagskvöldið.
Sést hefur til Thom York söngvara sveitarinnar á vappi um miðbæinn skarta síðu hári og með húfu á haus.
Radiohead spilar á Secret Solstice hátíðinni annað kvöld, á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga. Lifi lýðveldið.
